Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir meira máli skipta að jarð­ir séu nýtt­ar held­ur en hvort þær séu í eigu Ís­lend­inga eða út­lend­inga. Sjálf býr hún á jörð sem að hluta til er í end­an­legri eigu er­lends fé­lags.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg
Jörðin í eigu erlends félags Jörðin Hauksstaðir, sem Þórunn býr á ásamt fjölskyldu sinni, er í 20 prósent eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er í eigu huldufélagsins Dylan Holding sem skráð er í Lúxemborg. Mynd: Framsókn

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, segir meiru máli skipta að jarðir séu nýttar heldur en hvert eignarhaldið á þeim sé og hvort þær séu í eigu Íslendinga eða útlendinga. Nýta eigi jarðir til landbúnaðarframleiðslu og halda eigi landinu í byggð. Taka þurfi jarðakaup útlendinga upp á Alþingi í haust.

Þórunn sjálf býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er að fullu í eigu Dylan Holding S.A. sem skráð er í Lúxemborg en ekki hafa fundist upplýsingar um eignarhald á því félagi. Hins vegar er Dylan Holding nátengt James Ratcliffe, breskum auðmanni sem hefur á undanförnum árum sópað til sín jörðum á Norðausturlandi.

Þórunn var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem meðal annars var rætt við hana um jarðakaup útlendinga hér á landi. Þórunn sagði þar að stefnu vantaði hvað varðar það að jarðir séu nýttar. Nýta ætti þær til landbúnaðar og matvælaframleiðslu og slíkt eigi að gilda jafnt um Íslendinga sem útlendinga.

Spurð sérstaklega að því hvort henni þætti í lagi að útlendingar kaupi hér jarðir svaraði Þórunn því til að auðvitað mættu Íslendingar ekki missa landið allt frá sér og selja það útlendingum. „En ég held að meginpunkturinn snúist um það hvernig við ætlum að nýta landið, það snýst algjörlega um það. Við ætlum að hafa landið í byggð, stunda hér matvælaframleiðslu og byggja jarðirnar en hafa landið allt blómlegt og uppbyggt. Ekki í því að drabbast niður og tún í órækt. Þá verða þær reglur að gilda að menn verða að sitja jarðirnar og búa á þeim.“ Aðspurð sagði Þórunn að taka ætti upp umræðu um jarðakaup útlendinga á Alþingi í haust.

Haukstaðir í fimmtungs eigu huldufélags í Lúxemborg

Hauksstaðir í Vopnafirði

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings sem er aftur í eigu Dylan Holding. Dylan Holding er skráð í Lúxemborg en ekki finnast upplýsingar um eignarhald á því félagi. Í stjórn Grænaþings situr Jóhannes Kristinsson, fjárfestir í Lúxemborg, sem á sömuleiðis fjölda jarða í Vopnafirði að hluta eða í heild. Dylan Holdings á sautján önnur félög að hluta eða í heild sem öll eiga hluta í jörðum á norðan og austanverðu landinu. Dylan Holding er nátengt félögum sem James Ratcliffe, breskur auðmaður sem hefur verið stórtækur í jarðakaupum á Norðausturlandi og Austurlandi undanfarin ár, á og eiga í fjölda jarða. Fjallað var ítarlega um jarðakaup Jóhannesar og Ratcliffe í Austurfrétt árið 2016.

Þannig á Ratcliffe 34 prósenta hlut í Veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing sem er aftur í eigu Halicilla Limited Company, en Ratcliffe á það félag að fullu. Í Streng á Grænaþing 52,67 prósent hlut. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði í heild eða að hluta. Fleiri jarðir eru í eigum beggja félaga og tengsl þeirra liggja all víða saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár