Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir meira máli skipta að jarð­ir séu nýtt­ar held­ur en hvort þær séu í eigu Ís­lend­inga eða út­lend­inga. Sjálf býr hún á jörð sem að hluta til er í end­an­legri eigu er­lends fé­lags.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg
Jörðin í eigu erlends félags Jörðin Hauksstaðir, sem Þórunn býr á ásamt fjölskyldu sinni, er í 20 prósent eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er í eigu huldufélagsins Dylan Holding sem skráð er í Lúxemborg. Mynd: Framsókn

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, segir meiru máli skipta að jarðir séu nýttar heldur en hvert eignarhaldið á þeim sé og hvort þær séu í eigu Íslendinga eða útlendinga. Nýta eigi jarðir til landbúnaðarframleiðslu og halda eigi landinu í byggð. Taka þurfi jarðakaup útlendinga upp á Alþingi í haust.

Þórunn sjálf býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er að fullu í eigu Dylan Holding S.A. sem skráð er í Lúxemborg en ekki hafa fundist upplýsingar um eignarhald á því félagi. Hins vegar er Dylan Holding nátengt James Ratcliffe, breskum auðmanni sem hefur á undanförnum árum sópað til sín jörðum á Norðausturlandi.

Þórunn var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem meðal annars var rætt við hana um jarðakaup útlendinga hér á landi. Þórunn sagði þar að stefnu vantaði hvað varðar það að jarðir séu nýttar. Nýta ætti þær til landbúnaðar og matvælaframleiðslu og slíkt eigi að gilda jafnt um Íslendinga sem útlendinga.

Spurð sérstaklega að því hvort henni þætti í lagi að útlendingar kaupi hér jarðir svaraði Þórunn því til að auðvitað mættu Íslendingar ekki missa landið allt frá sér og selja það útlendingum. „En ég held að meginpunkturinn snúist um það hvernig við ætlum að nýta landið, það snýst algjörlega um það. Við ætlum að hafa landið í byggð, stunda hér matvælaframleiðslu og byggja jarðirnar en hafa landið allt blómlegt og uppbyggt. Ekki í því að drabbast niður og tún í órækt. Þá verða þær reglur að gilda að menn verða að sitja jarðirnar og búa á þeim.“ Aðspurð sagði Þórunn að taka ætti upp umræðu um jarðakaup útlendinga á Alþingi í haust.

Haukstaðir í fimmtungs eigu huldufélags í Lúxemborg

Hauksstaðir í Vopnafirði

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings sem er aftur í eigu Dylan Holding. Dylan Holding er skráð í Lúxemborg en ekki finnast upplýsingar um eignarhald á því félagi. Í stjórn Grænaþings situr Jóhannes Kristinsson, fjárfestir í Lúxemborg, sem á sömuleiðis fjölda jarða í Vopnafirði að hluta eða í heild. Dylan Holdings á sautján önnur félög að hluta eða í heild sem öll eiga hluta í jörðum á norðan og austanverðu landinu. Dylan Holding er nátengt félögum sem James Ratcliffe, breskur auðmaður sem hefur verið stórtækur í jarðakaupum á Norðausturlandi og Austurlandi undanfarin ár, á og eiga í fjölda jarða. Fjallað var ítarlega um jarðakaup Jóhannesar og Ratcliffe í Austurfrétt árið 2016.

Þannig á Ratcliffe 34 prósenta hlut í Veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing sem er aftur í eigu Halicilla Limited Company, en Ratcliffe á það félag að fullu. Í Streng á Grænaþing 52,67 prósent hlut. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði í heild eða að hluta. Fleiri jarðir eru í eigum beggja félaga og tengsl þeirra liggja all víða saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár