Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík gat ekki sam­þykkt end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams þar sem hvorki ligg­ur fyr­ir ör­ygg­is- né loka­út­tekt fyr­ir bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir frá 2014.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík, heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafa öll veitt neikvæða umsögn um beiðni Hótels Adams um endurnýjun rekstrarleyfis. Ekki verður veitt rekstrarleyfi fyrr en skilað hefur verið öryggis- eða lokaúttekt vegna stækkunar hótelsins sem var samþykkt 2014.

Eins og fram kom fyrr í vikunni rann rekstrarleyfi Hótels Adams út 11. nóvember síðastliðinn, en án slíks leyfis er ólöglegt að reka veitinga- og gististaði. Sótt var um endurnýjun á rekstrarleyfinu í janúar, en samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu. Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi til rekstrar á meðan umsókn um endurnýjun er til meðferðar.

Stundin hafði samband við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og fékk þær upplýsingar að embættið hefði veitt neikvæða umsögn um þessa beiðni samstundis þar sem ekki liggja fyrir öryggis- eða lokaúttektir fyrir framkvæmdir sem voru heimilaðar 2014 og vegna athugasemda slökkviliðs frá 2017.

Lokaúttekt er staðfesting embætti byggingarfulltrúa á að framkvæmdum sé lokið og að þær hafi verið gerðar í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög, og reglugerðir. „Rekstraraðilinn þarf að óska sjálfur eftir úttekt, en hefur ekki gert það,“ segir í svörum frá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík til Stundarinnar. „Ekki er hægt að veita umsögn fyrr en öryggisúttekt eða lokaúttekt liggur fyrir eins og áskilið var þegar erindið var samþykkt 2014.“

Stundin hafði samband við heilbrigðisnefnd og slökkvilið og fékk þær upplýsingar að báðar stofnanirnar hefðu gefið neikvæða umsögn í kjölfar umsagnar byggingarfulltrúa.  Umsagnirnar eru bindandi, en embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, sem er leyfisveitandi rekstrarleyfis  veitinga- og gististaða, getur beðið um nýja umsögn telji embættið ekki rétt að hafna beiðninni.

Í nýju umsögninni geta þessir aðilar „þá veitt jákvæða umsögn með þeim skilyrðum að úr annmörkum verði bætt innan tiltekins frests. Verði ekki bætt úr annmörkum innan frestsins, að mati umsagnaraðilans, ber leyfisveitanda að afturkalla leyfið án fyrirvara og aðvörunar. Umsagnaraðilum ber að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum sé fullnægt innan framangreindra tímamarka.“

Nánar er fjallað um málefni hótelsins í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár