Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla“

Ein­ar Hann­es­son, að­stoð­ar­mað­ur ráð­herr­ans sem fer með trú­mál, mann­rétt­inda­mál og mál­efni hæl­is­leit­enda í rík­is­stjórn Ís­lands, hæð­ist að þeim sem kippa sér upp við ræðu­höld Piu Kjærs­ga­ard á af­mæl­is­há­tíð full­veld­is­ins. „Sum­ir þurftu að vera með fílu­svip,“ skrif­ar hann.

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla“

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla,“ segir Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, í færslu sem hann birti á Facebook um hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í gær.

Einar segir það hafa spillt gleðinni „á þessum merkis tímamótum að sumir þurftu að vera með fílusvip og reyna að hleypa fundinum upp með alls kyns mótmælum út af mismunandi ágreiningsefnum.“ Þá spyr Einar hvort „ekki sé nóg komið af þessu 2008 rugli“.

Hátíðarhöldin féllu í skuggann af harðvítugum deilum vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard á þingfundinum, en Pia er forseti danska þingsins, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og einn af frumkvöðlum skandinavísks þjóðernispopúlisma. Hún er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam og hefur til að mynda kallað eftir því að dönsk stjórnvöld banni innflytjendum sem ekki eru af vestrænum uppruna að setjast að í Danmörku.

Þegar greint var frá því að Pia myndi halda hátíðarræðu á fundinum brást almenningur og hluti þingmanna harkalega við. Þannig ákvað þingflokkur Pírata að sniðganga fundinn, Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpallinum er Pia steig í pontu og margir þingmenn úr mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu óánægju sína í verki með því að bera límmiða til höfuðs rasisma. Á miðunum var áletrað „Nej til racisme“ eða “Nei við kynþáttahyggju“.

Facebook-færsla Einars.

Einar tekur jafnframt fram í athugasemd við eigin færslu að mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Þingvelli en færri hafi komið en áætlað hefði verið. Fyrirfram var búist við að allt að sex til sjö þúsund manns myndu mæta en aðeins létu um tvö til þrjú hundruð manns sjá sig. 

Meginhlutverk Einars sem aðstoðarmaður ráðherra er að vinna að stefnumótun á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins en undir ráðuneytið heyra meðal annars mannréttindamál, trúmál og málefni hælisleitenda.

Gagnrýna mótmælin harðlega

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt mótmælin vegna ávarps og veru Piu Kjærsgaard á hátíðarfundinum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ skrifaði Bjarni á Facebook um málið.

Ásmundur Friðriksson, samflokksmaður Bjarna, tjáði sig einnig um ákvörðun Pírata í gær. „Pírata sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks en mest er skömm þeirra við þjóðina að mæta ekki á þingfund á Þingvöllum á merkum tímamótum í sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,“ skrifaði Ásmundur.

Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi, að afstaða Pírata til veru Piu á hátíðarfundinum vera vonbrigði og það væri leiðinlegt fyrir Pírata að missa af þessari stund. „Þetta voru nú einu sinni samningar þar sem danska þingið og Alþingi léku lykilhlutverk. Þannig að þetta var ekki einstaklingurinn Pia Kjærsgaard með sínar umdeildu skoðanir sem var hér gestur okkar, heldur forseti danska þjóðþingsins,“ sagði Steingrímur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.
Segja svör Íslands hvorki viðunandi né í samræmi við raunveruleikann
4
Fréttir

Segja svör Ís­lands hvorki við­un­andi né í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann

Hvít­þvott­ur, inni­halds­leysi og óvið­un­andi svör sem eru ekki í tengsl­um við raun­veru­leik­ann eru með­al þeirra orða sem Geð­hjálp not­uðu til að lýsa svör­um Ís­lands um geð­heil­brigð­is­mál í sam­ráðs­gátt. Inn­an stjórn­kerf­is­ins er unn­ið að drög­um að mið­ann­ar­skýrslu Ís­lands vegna alls­herj­ar­út­tekt­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna á stöðu mann­rétt­inda­mála.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár