Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla“

Ein­ar Hann­es­son, að­stoð­ar­mað­ur ráð­herr­ans sem fer með trú­mál, mann­rétt­inda­mál og mál­efni hæl­is­leit­enda í rík­is­stjórn Ís­lands, hæð­ist að þeim sem kippa sér upp við ræðu­höld Piu Kjærs­ga­ard á af­mæl­is­há­tíð full­veld­is­ins. „Sum­ir þurftu að vera með fílu­svip,“ skrif­ar hann.

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla“

„Fólki sem líður illa getur alltaf fundið einhverja ástæðu til að mótmæla,“ segir Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, í færslu sem hann birti á Facebook um hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í gær.

Einar segir það hafa spillt gleðinni „á þessum merkis tímamótum að sumir þurftu að vera með fílusvip og reyna að hleypa fundinum upp með alls kyns mótmælum út af mismunandi ágreiningsefnum.“ Þá spyr Einar hvort „ekki sé nóg komið af þessu 2008 rugli“.

Hátíðarhöldin féllu í skuggann af harðvítugum deilum vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard á þingfundinum, en Pia er forseti danska þingsins, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og einn af frumkvöðlum skandinavísks þjóðernispopúlisma. Hún er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam og hefur til að mynda kallað eftir því að dönsk stjórnvöld banni innflytjendum sem ekki eru af vestrænum uppruna að setjast að í Danmörku.

Þegar greint var frá því að Pia myndi halda hátíðarræðu á fundinum brást almenningur og hluti þingmanna harkalega við. Þannig ákvað þingflokkur Pírata að sniðganga fundinn, Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpallinum er Pia steig í pontu og margir þingmenn úr mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu óánægju sína í verki með því að bera límmiða til höfuðs rasisma. Á miðunum var áletrað „Nej til racisme“ eða “Nei við kynþáttahyggju“.

Facebook-færsla Einars.

Einar tekur jafnframt fram í athugasemd við eigin færslu að mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Þingvelli en færri hafi komið en áætlað hefði verið. Fyrirfram var búist við að allt að sex til sjö þúsund manns myndu mæta en aðeins létu um tvö til þrjú hundruð manns sjá sig. 

Meginhlutverk Einars sem aðstoðarmaður ráðherra er að vinna að stefnumótun á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins en undir ráðuneytið heyra meðal annars mannréttindamál, trúmál og málefni hælisleitenda.

Gagnrýna mótmælin harðlega

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt mótmælin vegna ávarps og veru Piu Kjærsgaard á hátíðarfundinum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ skrifaði Bjarni á Facebook um málið.

Ásmundur Friðriksson, samflokksmaður Bjarna, tjáði sig einnig um ákvörðun Pírata í gær. „Pírata sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks en mest er skömm þeirra við þjóðina að mæta ekki á þingfund á Þingvöllum á merkum tímamótum í sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,“ skrifaði Ásmundur.

Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi, að afstaða Pírata til veru Piu á hátíðarfundinum vera vonbrigði og það væri leiðinlegt fyrir Pírata að missa af þessari stund. „Þetta voru nú einu sinni samningar þar sem danska þingið og Alþingi léku lykilhlutverk. Þannig að þetta var ekki einstaklingurinn Pia Kjærsgaard með sínar umdeildu skoðanir sem var hér gestur okkar, heldur forseti danska þjóðþingsins,“ sagði Steingrímur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár