Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Þór­dís K. R. Gylfa­dótt­ir tek­ur ekki und­ir sjón­ar­mið um að með hval­veið­um sé meiri hags­mun­um fórn­að fyr­ir minni. Rík­is­stjórn­in sæt­ir harðri gagn­rýni er­lend­is eft­ir dráp Hvals hf. á fá­gætri skepnu, en föð­ur­bróð­ir fjár­mála­ráð­herra gegn­ir stjórn­ar­for­mennsku í fyr­ir­tæk­inu.

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tekur ekki undir það sjónarmið Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila að með hvalveiðum við Íslandsstrendur sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

„Ráðherra er ekki kunnugt um að sýnt hafi verið fram á það,“ segir í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um málið. 

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, tók nýlega við stjórnarformennsku í Hval hf, en um er að ræða eina íslenska fyrirtækið sem veiðir langreyðar. 

Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga eftir að greint var frá því að hvalveiðimenn á vegum fyrirtækisins hefðu drepið fágæta skepnu, en ekki hefur fengist úr því skorið hvort um steypireyð eða blending var að ræða. Sautján vísindamenn víðsvegar um heim skoruðu á Íslendinga í gær að kyrrsetja hvalveiðiflotann meðan málið væri rannsakað. 

Ekki ríkir einhugur um hvalveiðar innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nýlega í svari við fyrirspurn Stundarinnar að hún hefði miklar efasemdir um að hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum sjónarmiðum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur hins vegar lagst gegn því í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Alþingi að hvalveiðistefna Íslands verði endurmetin. 

„Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegu mikilvægi hvalveiða og áhrifum þeirra á aðrar atvinnugreinar,“ segir meðal annars í svari Þórdísar Kolbrúnar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar um málið.

Aðspurð hvort hún sé hlynnt því að hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin svarar ráðherra: „Stefna Íslands í hvalveiðimálum hefur byggst á því meginsjónarmiði að viðhalda rétti þjóðarinnar til að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti á grunni vísindalegrar ráðgjafar. Fyrir liggur að endurmat á hvalveiðum mun fara fram þegar núverandi fimm ára veiðitímabili lýkur við lok þessa árs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár