Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Máttu ekki giftast á Landakotstúni

„Þetta er ekki vígslu­stað­ur,“ seg­ir prest­ur­inn Pat­rick Breen og bend­ir á að Kaþ­ólska kirkj­an eigi land­ið.

Máttu ekki giftast á Landakotstúni
Patrick Breen prestur hjá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi

Kaþólska kirkjan meinaði brúðhjónum um að halda veraldlega giftingarathöfn á Landakotstúni í byrjun mánaðar. Staðurinn er skilgreindur sem almenningsgarður á vef Reykjavíkurborgar og er með stærri og opnari útivistarsvæðum miðbæjarins en jörðin er í eigu kirkjunnar. 

„Þetta er ekki vígslustaður. Túnið sjálft er ekki vígslustaður og ég get nú ekki mikið meira sagt um þetta mál,“ sagði Patrick Breen, einn af prestum Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, þegar Stundin hafði samband við hann.

Viðbrögð kirkjunnar við beiðni brúðhjónanna komu þeim í opna skjöldu. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg í ljósi þess að þetta er almenningsgarður. Þau sögðu að þetta væri gott og blessað sín vegna en bentu á að Kaþólska kirkjan ætti allt landið,“ segir brúðguminn í samtali við Stundina. 

„Við viljum ekki að það sé vígslustaður
fyrir hvaða trúfélag sem er“

„Þegar ég hafði samband við kirkjuna bauð presturinn mér í kaffi til að ræða þessa hugmynd. Svo reyndist nú vera ósköp lítið að ræða og ég fékk ekki einu sinni kaffi. Þeim þótti ekki boðlegt að vera með heiðnar athafnir á landareignum kirkjunnar, svo við fundum bara betri stað.“ 

Landakotstún liggur að Túngötu, Hólavallagötu og Hávallagötu, en þar er að finna leikvöll og grasreit með fallegu útsýni yfir miðborgina. Hefur Kaþólska kirkjan átt jörðina frá 1860 og verið gert ráð fyrir því að túnið sé óáreitt í skipulagi Reykjavíkur frá 1926. „Vissulega er Kaþólska kirkjan eigandi landsins,“ segir Patrick Breen. „Við viljum ekki að það sé vígslustaður fyrir hvaða trúfélag sem er.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár