Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Máttu ekki giftast á Landakotstúni

„Þetta er ekki vígslu­stað­ur,“ seg­ir prest­ur­inn Pat­rick Breen og bend­ir á að Kaþ­ólska kirkj­an eigi land­ið.

Máttu ekki giftast á Landakotstúni
Patrick Breen prestur hjá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi

Kaþólska kirkjan meinaði brúðhjónum um að halda veraldlega giftingarathöfn á Landakotstúni í byrjun mánaðar. Staðurinn er skilgreindur sem almenningsgarður á vef Reykjavíkurborgar og er með stærri og opnari útivistarsvæðum miðbæjarins en jörðin er í eigu kirkjunnar. 

„Þetta er ekki vígslustaður. Túnið sjálft er ekki vígslustaður og ég get nú ekki mikið meira sagt um þetta mál,“ sagði Patrick Breen, einn af prestum Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, þegar Stundin hafði samband við hann.

Viðbrögð kirkjunnar við beiðni brúðhjónanna komu þeim í opna skjöldu. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg í ljósi þess að þetta er almenningsgarður. Þau sögðu að þetta væri gott og blessað sín vegna en bentu á að Kaþólska kirkjan ætti allt landið,“ segir brúðguminn í samtali við Stundina. 

„Við viljum ekki að það sé vígslustaður
fyrir hvaða trúfélag sem er“

„Þegar ég hafði samband við kirkjuna bauð presturinn mér í kaffi til að ræða þessa hugmynd. Svo reyndist nú vera ósköp lítið að ræða og ég fékk ekki einu sinni kaffi. Þeim þótti ekki boðlegt að vera með heiðnar athafnir á landareignum kirkjunnar, svo við fundum bara betri stað.“ 

Landakotstún liggur að Túngötu, Hólavallagötu og Hávallagötu, en þar er að finna leikvöll og grasreit með fallegu útsýni yfir miðborgina. Hefur Kaþólska kirkjan átt jörðina frá 1860 og verið gert ráð fyrir því að túnið sé óáreitt í skipulagi Reykjavíkur frá 1926. „Vissulega er Kaþólska kirkjan eigandi landsins,“ segir Patrick Breen. „Við viljum ekki að það sé vígslustaður fyrir hvaða trúfélag sem er.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár