Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið á fágætum hval: „Óásættanlegur harmleikur“

Kristján Lofts­son, for­stjóri og einn eig­enda Hvals hf. var í við­tali hjá banda­rísku frétta­veit­unni CNN vegna dráps­ins á því sem er tal­ið vera af­ar fá­gæt hvala­teg­und. Þá hafa marg­ir bresk­ir fjöl­miðl­ar fjall­að um mál­ið. Kall­að er eft­ir því að bresk stjórn­völd sendi ís­lensk­um stjórn­völd­um sterk skila­boð þar sem dráp­ið verði for­dæmt.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið á fágætum hval: „Óásættanlegur harmleikur“
Kristján Loftsson er aðalmaðurinn á bak við Hval hf. en Einar Sveinsson fjárfestir tók nýlega við stöðu stjórnarformanns.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um það sem er talið vera dráp á afar fágætri tegund hvals við Íslandsstrendur. Kristján Loftsson, eigandi og forstjóri Hvals hf., var til viðtals hjá bandarísku fréttaveitunni CNN og hjá breska fjölmiðlinum the Telegraph. Þá er fjallað um málið á BBC,  í breska miðlinum the Express þar sem talað er um „óásættanlegan harmleik“. Auk þeirra hafa the Daily Mail, the Scotsman og ýmis dýraverndunarsamtök fjallað um málið.

Þá hafa margir erlendir fjölmiðlar falast eftir viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málsins en hún er stödd þessa dagana í Brussel á fundi NATO-ríkjanna.

Frétt the Telegraph

Í viðtali við CNN segir Kristján að útgerðarfélagið hafi aldrei veitt steypireyði við Íslandsstrendur síðan þeir voru friðaðir. „Við sjáum þá í sjónum. Þegar þú nálgast steypireyði, þá eru þeir svo frábrugðnir að þú lætur þá vera,“ sagði Kristján.

Stundin fjallaði fyrst um málið í gær. Talið er að afkvæmi steypireyðar og langreyðar hafi verið veitt við Íslandsstrendur og landað í Hvalfirði aðfararnótt síðasta sunnudags. Langreyður og steypireyður er tvær stærstu tegundir dýra í heiminum. Þá hefur ekki verið útilokað að hvalurinn sem veiddur var sé steypireyður en sú tegund hvala hefur verið friðuð við Íslandsstrendur síðan árið 1960. Þá standa ýmis erlendir fræðimenn í þeirri trú að dýrið hafi verið steypireyður.

Frétt the Express.

Í samtali við the Telegraph sagði Kristján að hann væri býsna sannfærður að DNA-prófanir á dýrinu myndu leiða í ljós að um blending væri að ræða.

Kristján fullyrti hins vegar við fréttaveitu CNN að annað hvort hefði verið um að ræða langreyði eða blending sem ekki nýtur verndar samkvæmt íslenskum lögum að sögn Kristjáns. Væri dýrið hins vegar steypireyður þá hefði það verið drepið fyrir mistök. 

Adam A. Peck, líffræðiprófessor við Háskólann á Hawaii, er ósammála Kristjáni. Í samtali hans við fréttastofu CNN segir hann að samkvæmt myndum af dýrinu sé um að ræða steypireyð. Peck byggir mat sitt á ýmsum útlitseinkennum sem dýrið hefur sem svipar til eða er eins og hjá steypireyðum.

Dr. Peter Richardson, forstöðumaður hjá Sjávarverndarfélaginu (e.„ Marine Conservation Society“, head of Ocean Recovery) sagði í samtali við the Telegraph að hann stæði í þeirri trú að dýrið væri steypireyður. „Þessi veiði er til skammar. Steypireyðurin, stærsta skepna sem hefur fyrirfundist á jörðinni, er í útrýmingarhættu og vernduð samkvæmt alþjóðlegum samningum,“ sagði Richardson.

Hann skoraði jafnframt fyrir hönd Sjávarverndarfélagsins á bresk stjórnvöld að senda sterk skilaboð til Íslands þar sem drápið yrði fordæmt.

Dr. Philip Clapham, einn fremsti sérfræðingur heimsins í stórhvölum, hjá NOAA vísindamiðstöð sjávarútvegsins í Alaska, er einnig á því að dýrið sé steypireyður. „Ég get ekki útilokað þann möguleika að dýrið sé blendingur en ég sé hins vegar engin útlitseinkenni á dýrinu sem benda til þess,“ sagi Clapham.

Dýrið sem deilt er um.

Yfir tuttugu hvalir veiddir

Frá því að veiðar hófust á nýjan leik eftir tveggja ára hlé, þann 20. júní síðastliðinn, hefur Hvalur hf. veitt og skotið 22 langreyðar. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, í Morgunblaðinu að mest veiði hefði verið suðvestur af Garðskaga. Heimild er til þess að veiða tæplega 200 langreyðar á þessu ári og sagði Kristján að fyrirætlanir væru um að flytja kjötið til Japan.

Stundin hefur fjallað um viðvarandi taprekstur á hvalveiðiútgerð Kristjáns, en hann hefur ekki viljað svara spurningum Stundarinnar.

Horfur eru á því að ríkisstjórn Íslands þurfi að taka afstöðu til áframhaldandi hvalveiða á næstunni, þar sem reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Ísland rennur út á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Stundina að hún hefði efasemdir um hvalveiðar. Að hennar mati eigi „öll auðlindanýting að vera sjálfbær, umhverfislega, samfélagslega og efnahagslega“ og því sé „lykilatriði að áður en ákvörðun verður tekin um það hvort áfram eigi að heimila veiðar á langreyði, fari fram slíkt mat, þ.e. mat á umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum hvalveiða.“

Stundin greindi frá því í síðustu viku að föðurbróðir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé orðinn stjórnarformaður Hvals ehf. Föðurbróðirinn, Einar Sveinsson, á lítinn hlut í Hval hf. í gegnum félag sitt í Lúxemborg. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur lagst gegn því að hvalveiðistefna Íslands verði endurskoðuð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu