Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslensk stjórnvöld synja Kúrdum um hæli: „Þá verðum við sendir beint til Íraks“

Hóp­ur fólks mót­mælti þeirri ákvörð­un Út­lend­inga­stofn­un­ar að synja sjö Kúr­d­um um al­þjóð­lega vernd við dóms­mála­ráðu­neyt­ið í dag. Mohamed Sa­b­ir, einn Kúr­d­anna, seg­ir mikla hættu steðja að þeim í Ír­ak.

Íslensk stjórnvöld synja Kúrdum um hæli: „Þá verðum við sendir beint til Íraks“
Mótmælt við dómsmálaráðuneytið Mótmælendur kröfuðst þess að hætt yrði við brottvísanir til Íraks og Kúrdistan. Mynd: Diljá Sigurðardóttir

„Ef ég verð sendur til baka verð ég í mikilli hættu,“ segir Mohamed Sabir, kúrdískur hælisleitandi á Íslandi sem nýlega kærði ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja honum alþjóðlega vernd til kærunefndar útlendingamála. Hópur fólks kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag og mótmælti synjun á umsókn hans og sex annarra Kúrda. 

Mohamed Sabir

„Útlendingastofnun hefur þegar hafnað okkur og við bíðum niðurstöðu áfrýjunar,“ segir Mohamed. „Ef okkur verður hafnað aftur þá verðum við sendir beint til Íraks. Írak er ekki öruggt land. Við flúðum þaðan hver og einn úr mismunandi aðstæðum. Við þekkjumst ekki en erum allir frá Kúrdistan.“

„Írak er ekki öruggt land.“

Kúrdistan nær yfir svæði innan Írak, Sýrlands, Íran og Tyrklands þar sem Kúrdar eru í meirihluta. Svæðið hefur ekki farið varhluta af Sýrlensku borgarastyrjöldinni og skæruhernaði ISIS á undanförnum árum. Nú síðast í janúar réðist tyrkneski herinn inn í Afrin hérað í norðurhluta Sýrlands. Eins og fram hefur komið er talið að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja á svæðinu í lok febrúar, en þar tók Haukur meðal annars þátt í baráttu Kúrda gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Mohamed vann í olíuiðnaðinum í Kúrdistan en segir ástandinu hafa hrakað með uppgangi ISIS árið 2014. „Ég vann þar í næstum níu ár en eftir þetta vildu viðskiptavinir og fyrirtæki fara af svæðinu af ótta um öryggi sitt,“ segir Mohamed. „Ég á fjölskyldu, tvö börn sem eru enn í Norður-Írak.“

Hver umsókn skoðuð sérstaklega óháð upprunalandi

Mennirnir sjö afhentu í dag starfsfólki dómsmálaráðuneytisins undirskriftarlista og kröfðu mótmælendur stjórnvöld um að stöðva fyrirhugaðar brottvísanir. Með undirskriftunum er farið fram á að Ísland brottvísi ekki flóttafólki til Írak og Kúrdistan, sem eru stríðshrjáð svæði.

Að sögn Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, er hver umsókn um alþjóðlega vernd skoðuð sérstaklega sama frá hvaða ríki einstaklingur kemur. „Það gildir um þessi lönd eins og önnur að þegar umsókn um hæli er lögð inn er lagt mat á það hvort ástæður og skilyrði alþjóðlegrar verndar séu uppfyllt, sem eru ofsóknir,“ segir Þórhildur. „Það er litið til þess frá hvaða svæðum einstaklingar koma og hver þeirra saga er. Það að koma frá einu ríki leiðir aldrei til einnar ákveðinnar niðurstöðu.“

Textinn sem fylgdi undirskriftalista mótmælenda

„Fyrr í þessum mánuði synjuðu íslensk stjórnvöld sjö flóttamönnum frá svæðum sem kallast bæði Írak og Kúrdistan um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra eiga að baki hættulega ferð yfir ótal landamæri þar sem treysta þarf á smyglara. Margir neyddust til þess að skilja fjölskyldur sínar eftir í mjög erfiðum og lífshættulegum aðstæðum í von um að fá hjálp við fjölskyldusameiningu eftir að fá vernd. Með því að neita mönnunum um vernd er börnum þeirra líka neitað um möguleika á lífi án stríðsátaka.

Þessar synjanir þýða að íslensk stjórnvöld senda mennina alla leið til Írak um leið og þau fullyrða að þeir séu ekki flóttamenn, jafnvel þó að írakska Kúrdistan sé ekki á lista yfir örugg ríki. Þessar synjanir marka því nýja stefnumótun er varðar mál frá Írak og Kúrdistan af hálfu Útlendingastofnunar og íslenska ríkisins, þar sem virðist hafa verið ákveðið að Írak sé öruggt land án frekari vísbendinga eða útskýringa. Ástæðurnar sem flóttamönnunum hafa verið gefnar eru að þeir geti leitað sér skjóls í öðrum borgum innan Írak, jafnvel þó að það sé ekki möguleiki í þeirra tilviki. Írak er langt frá því að vera öruggt ríki fyrir þá að snúa aftur til. Þvert á móti stunda þeir tveir flokkar sem fara með völd í írakska Kúrdistan, KDP og PUK, mannrán og morð á almennum borgurum. Hver sá sem starfar fyrir stjórnvöld þar í landi þarf að fá meðmæli frá öðrum hvorum flokknum og er bæði lögregluyfirvöldum og fjármálamarkaðinum stýrt af öflum flokkana tveggja.

Við krefjumst þess að ÚTL og íslensk stjórnvöld stöðvi fyrirhugaðar aðgerðir um að brottvísa flóttamönnum til Írak og Kúrdistan!

Við krefjumst þess að helstu áhrifavaldar að baki þessum málum hætti að fela sig á bakvið stofnanir og taki ábyrgð: Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður Kærunefndar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hættið við brottvísanir flóttafólks til Írak og Kúrdistan!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
FréttirInnflytjendamál

Guð­mund­ur Ingi: „Þurf­um virki­lega að taka á hon­um stóra okk­ar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.
Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár