Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Deildi á­róðri gegn múslimum og mis­munaði bág­stöddum eftir þjóð­erni – kosin í mann­réttinda­ráð Reykja­víkur­borgar

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir, formað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar og vara­borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, er aðal­mað­ur í mann­rétt­inda og lýð­ræð­is­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar. Hún hef­ur dreift áróðri gegn múslim­um og sagst mis­muna skjól­stæð­ing­um Fjöl­skyldu­hjálp­ar eft­ir þjóð­erni.

Deildi á­róðri gegn múslimum og mis­munaði bág­stöddum eftir þjóð­erni – kosin í mann­réttinda­ráð Reykja­víkur­borgar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks Fólksins, var skipuð í mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar á fyrsta borgarstjórnarfundi nýkjörinnar borgarstjórnar. Ásgerður hefur tengst stjórnmálaflokkum sem gagnrýndir hafa verið um kynþáttafordóma og deilt áróðri gegn múslimum á Facebook-síðu sinni.

Ásgerður greindi frá því árið 2010 í samtali við Vísi að hún hefði mismunað fólki sem leitaði til Fjölskylduhjálpar eftir þjóðerni. „Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana fram fyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni,“ sagði Ásgerður. Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sáu sig knúna til að funda með Ásgerði vegna ummælanna og lofaði hún bót og betrun.

Ásgerður var á meðal stofnenda Fjölskylduhjálpar og starfar þar sem formaður. Árið 2013 hjólaði hún í samtökin Amnesty International og sagði að samtökin „skiptu sér af arfa í görðum í útlöndum“. Hún spurði „hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum?“ 

Ári síðar deildi hún upploginn frétt um nauðgun og morð í Miðausturlöndum á Facebook en fjarlægði færsluna þegar henni var bent á að um fölsun væri að ræða.

Facebook-færsla Ásgerðar Jónu

Flakkað á milli flokka

Á undanförnum árum hefur Ásgerður látið til sín taka í stjórnmálastarfi og farið úr einum flokknum í annan. Formleg stjórnmálaþátttaka hennar virðist hafa hafist árið 2003 með flokknum Nýtt afl þar sem Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, var formaður en áður fylgdi hún Sjálfstæðisflokknum að málum.

Nýtt afl var með fyrstu flokkum á Íslandi sem settu takmarkanir á innflytjendur á oddinn. Í stjórnmálaályktun flokksins frá árinu 2003 segir í kafla um flóttamenn og innflytjendur: „Nýtt afl berst fyrir fjölbreyttu íslensku samfélagi sem byggt er á grundvelli mannúðar og kristnum lífsskoðunum. Nýtt afl telur að á grundvelli þeirra sjónarmiða beri okkur að taka á móti þeim einstaklingum sem eru flóttamenn svo fremi sem þeir uppfylla þau skilyrði sem Sameinuðu þjóðirnar setja í því efni. Við móttöku flóttamanna ber að leggja áherslu á að flóttamönum sé veitt viðtaka í þeim löndum sem hafa svipaða menningu og þeir koma frá. [...]“

Í kosningum árið 2003 var Ásgerður Jóna í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkur suður. Árið 2006 rann Nýtt afl inn í Frjálslynda flokkinn, þar sem hún skipaði annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík norður. Það var einmitt á því tímabili sem umræða um rasíska stefnu flokksins stóð sem hæst. Tveimur árum síðar sagði Ásgerður Jóna sig úr flokknum vegna ósættis við Guðjón Arnar Kristjánsson heitinn sem þá var formaður flokksins.

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2014 gekk hún til liðs við Framsóknarflokkinn og skipaði 22. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina. Hreyfingin fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun vegna daðurs við rasisma í aðdraganda kosninganna. Eftir kosningar tók Ásgerður sæti sem áheyrnarfulltrúi í innkauparáði fyrir hönd flokksins.

Í Alþingiskosningunum í fyrra skipaði Ásgerður fjórða sætið á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá var hún í fjórða sæti í síðustu borgarstjórnarkosningum og er varaborgarfulltrúi flokksins á meðan Karl Berndsen er í leyfi.

Skipunum í nefndir og ráð breytt vegna Gústaf Níelssonar

Miklar deilur komu upp á fyrsta borgarstjórnarfundi nýkjörinnar borgarstjórnar í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti um að Marta Guðjónsdóttir myndi sitja í nýju umhverfis- og skipulagsráði. Voru starfsmenn borgarinnar sakaðir um að hafa „lekið“ þeim upplýsingum til meirihlutans.

Í kjölfar þess sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að verklagi við kosningar í ráð og nefndir borgarinnar hefði verið breytt í kjölfar þess að Framsókn og flugvallarvinir buðu fram Gústaf Níelsson til setu í mannréttindaráð. 

„Það var hins vegar ekki upplýst í borgarstjórn þá að þessi tiltekni einstaklingur hefði látið falla ummæli opinberlega sem samræmdust illa setu hans í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Úr þessu var töluvert veður gert, meðal annars í fjölmiðlum, og borgarfulltrúar báðust afsökunar á því að hafa ekki mátt vitað eða ekki vitað af þessum ummælum og þáverandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina fór meðal annars í Kastljóssviðtal þar sem hún lét fræg ummæli falla um að hún hefði átt að gúggla hann betur. Ég er bara að rifja þetta upp vegna þess að þetta er ástæðan fyrir því að tekin upp sú vinnuregla að fá nöfn á föstudegi fyrir borgarstjórnarfund þannig að kjörnir fulltrúar í öðrum flokkum gætu kynnt sér fólk og tekið afstöðu til þeirra,“ sagði Dagur meðal annars um málið.

Ekki var kosið í einstök ráð heldur lagðir fram listar meirihlutans og minnihlutans sem samþykktir voru án kosninga. Þannig hlaut Ásgerður Jóna stuðning allra borgarfulltrúa til setu í mannréttinda- og lýðræðisráði. „Það er ekki bara meirihluti eða minnihluti sem með atkvæðum sínum styður einstök nöfn heldur erum við öll að greiða atkvæði um alla sem eru bornir hér fram,“ sagði Dagur á borgarstjórnarfundinum.

Gústaf hafði sætt harðri gagnrýni vegna ummæla sinna í garð múslima, innflytjenda og réttinda samkynhneigðra. 

Braut gegn trúnaði skjólstæðing Fjölskylduhjálpar

Nýlega var Ásgerði Jónu stefnt vegna þess að hún nafngreindi skjólstæðing Fjölskylduhjálpar í útvarpsviðtali við Bylgjuna fyrir síðustu jól. „Þetta var hrein og klár hefndaraðgerð. Að vel athuguðu máli þá sá ég að ég yrði að leita réttar míns fyrir sjálfa mig, börnin mín og ekki síður aðra skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar sem eru í viðkvæmri stöðu,“ sagði Kolbrún Dögg Arnardóttir í samtali við DV vegna málsins.

Kolbrún hafði leitað til samtakanna fyrir síðustu jól en varð fyrir miklum vonbrigðum með þær matvörur sem hún fékk. Margt var útrunnið og kvartaði Kolbrún vegna þess í færslu í lokuðum Facebook-hópi. Í viðtali við Ásgerði í DV í kjölfar málsins krafðist hún að fá að nafngreina Kolbrúnu en því var hafnað. Síðar fór hún í viðtal í þáttinn Í bítið á Bylgjunni þar sem hún ákvað að nafngreina Kolbrúnu. Aðalmeðferð málsins fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. september næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár