Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, faldi færslu af Face­book þar sem hann gagn­rýndi kjara­bar­áttu ljós­mæðra. Færsl­an fékk mikla gagn­rýni. Ásmund­ur neit­aði að ræða við Stund­ina um mál­ið.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“
Ásmundur Friðriksson Ásmundur eyddi út færslu um „ljótleika kjarabaráttunnar“ hjá ljósmæðrum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, faldi færslu af Facebook tímalínu sinni þar sem hann gagnrýndi kjarabaráttu ljósmæðra. „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk,“ skrifaði Ásmundur og birti mynd af forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Á forsíðunni er mynd frá undirbúningi samstöðufundar með ljósmæðrum þar sem ólétt kona býr til mótmælaskilti. Á skiltinu stendur „Helvítis fokking fæðingar.“

Þegar blaðamaður náði í Ásmund neitaði hann að ræða við Stundina. „Nei ég tala ekki við ykkur. Gangi þér vel, bless.“

„Ásmundur hinna mörgu kílómetra“

Fjöldi fólks hafði skrifað athugasemdir við færslu Ásmundar eða deilt henni með gagnrýnum skilaboðum. „Ljótleiki sjálftökunnar á sér engin takmörk!“ skrifar Ingimar Karl Helgason, samskiptastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Annar sem deilir færslunni er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Kæri Ásmundur hinna mörgu kílómetra og launaðra nefndarstarfa sem þú mætir ekki í af því að þú sinnir öðrum störfum á meðan,“ skrifar Björn Leví. „Þú sem talar fyrir bættum kjörum eldri borgara en greiðir atkvæði gegn þeim. Takk fyrir að vera þú og sýna svo skýrt og greinilega hvað er að í íslenskum stjórnmálum. Vona að þér vegni vel í framtíðinni, bara á einhverjum öðrum vettvangi. /passive agressive“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár