Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, faldi færslu af Face­book þar sem hann gagn­rýndi kjara­bar­áttu ljós­mæðra. Færsl­an fékk mikla gagn­rýni. Ásmund­ur neit­aði að ræða við Stund­ina um mál­ið.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“
Ásmundur Friðriksson Ásmundur eyddi út færslu um „ljótleika kjarabaráttunnar“ hjá ljósmæðrum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, faldi færslu af Facebook tímalínu sinni þar sem hann gagnrýndi kjarabaráttu ljósmæðra. „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk,“ skrifaði Ásmundur og birti mynd af forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Á forsíðunni er mynd frá undirbúningi samstöðufundar með ljósmæðrum þar sem ólétt kona býr til mótmælaskilti. Á skiltinu stendur „Helvítis fokking fæðingar.“

Þegar blaðamaður náði í Ásmund neitaði hann að ræða við Stundina. „Nei ég tala ekki við ykkur. Gangi þér vel, bless.“

„Ásmundur hinna mörgu kílómetra“

Fjöldi fólks hafði skrifað athugasemdir við færslu Ásmundar eða deilt henni með gagnrýnum skilaboðum. „Ljótleiki sjálftökunnar á sér engin takmörk!“ skrifar Ingimar Karl Helgason, samskiptastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Annar sem deilir færslunni er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Kæri Ásmundur hinna mörgu kílómetra og launaðra nefndarstarfa sem þú mætir ekki í af því að þú sinnir öðrum störfum á meðan,“ skrifar Björn Leví. „Þú sem talar fyrir bættum kjörum eldri borgara en greiðir atkvæði gegn þeim. Takk fyrir að vera þú og sýna svo skýrt og greinilega hvað er að í íslenskum stjórnmálum. Vona að þér vegni vel í framtíðinni, bara á einhverjum öðrum vettvangi. /passive agressive“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár