Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, faldi færslu af Face­book þar sem hann gagn­rýndi kjara­bar­áttu ljós­mæðra. Færsl­an fékk mikla gagn­rýni. Ásmund­ur neit­aði að ræða við Stund­ina um mál­ið.

Ásmundur faldi færslu um ljósmæður: „Ég tala ekki við ykkur“
Ásmundur Friðriksson Ásmundur eyddi út færslu um „ljótleika kjarabaráttunnar“ hjá ljósmæðrum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, faldi færslu af Facebook tímalínu sinni þar sem hann gagnrýndi kjarabaráttu ljósmæðra. „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk,“ skrifaði Ásmundur og birti mynd af forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Á forsíðunni er mynd frá undirbúningi samstöðufundar með ljósmæðrum þar sem ólétt kona býr til mótmælaskilti. Á skiltinu stendur „Helvítis fokking fæðingar.“

Þegar blaðamaður náði í Ásmund neitaði hann að ræða við Stundina. „Nei ég tala ekki við ykkur. Gangi þér vel, bless.“

„Ásmundur hinna mörgu kílómetra“

Fjöldi fólks hafði skrifað athugasemdir við færslu Ásmundar eða deilt henni með gagnrýnum skilaboðum. „Ljótleiki sjálftökunnar á sér engin takmörk!“ skrifar Ingimar Karl Helgason, samskiptastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Annar sem deilir færslunni er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Kæri Ásmundur hinna mörgu kílómetra og launaðra nefndarstarfa sem þú mætir ekki í af því að þú sinnir öðrum störfum á meðan,“ skrifar Björn Leví. „Þú sem talar fyrir bættum kjörum eldri borgara en greiðir atkvæði gegn þeim. Takk fyrir að vera þú og sýna svo skýrt og greinilega hvað er að í íslenskum stjórnmálum. Vona að þér vegni vel í framtíðinni, bara á einhverjum öðrum vettvangi. /passive agressive“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár