Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur Friðriksson um ljósmæður: „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­ar um „ljót­leika“ kjara­bar­áttu ljós­mæðra á Face­book síðu sinni. Mynd af óléttri konu með mót­mæla­skilti sem á stend­ur „Hel­vít­is fokk­ing fæð­ing­ar“ virð­ist or­sök gagn­rýn­inn­ar.

Ásmundur Friðriksson um ljósmæður: „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk“
Ásmundur Friðriksson Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir kjarabaráttu ljósmæðra á Facebook.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi kjarabaráttu ljósmæðra á Facebook síðu sinni. „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk,“ skrifar Ásmundur og birtir mynd af forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Á forsíðunni er mynd frá undirbúningi samstöðufundar með ljósmæðrum þar sem ólétt kona býr til mótmælaskilti. Á skiltinu stendur „Helvítis fokking fæðingar.“

Óljóst er hvort Ásmundur er þarna að gagnrýna orðnotkun konunnar eða kjarabaráttu ljósmæðra í heild. Þegar blaðamaður hringdi í Ásmund sagðist hann vera á fundi og ekki hafa tíma til að tala.

Viðbrögð lesenda á Facebook síðu Ásmundar eru mest megnis neikvæð. „Ég hélt fyrst að XD væri að taka upp hanskann fyrir ljósmæður en auðvitað var það ekki svo gott,“ skrifar Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi. „Hvað er "ljótt" hér? Þessi sjálfsögðu, eðlilegu og mjög svo skiljanlegu skilaboð frá vammlausu fólki sem er einfaldega með manneskjulegar launakröfur? Eða er það kannski framkoma ríkisstjórnarinnar, fyrirlitningin þar og hin ómanneskjulega forgangsröðun fjármuna? Það bara hlýtur að vera sá ljótleiki sem þú vísar í. Annan sé ég ekki hér.“

Meðal þeirra sem „læka“ færslu Ásmundar er Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu