Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur Friðriksson um ljósmæður: „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­ar um „ljót­leika“ kjara­bar­áttu ljós­mæðra á Face­book síðu sinni. Mynd af óléttri konu með mót­mæla­skilti sem á stend­ur „Hel­vít­is fokk­ing fæð­ing­ar“ virð­ist or­sök gagn­rýn­inn­ar.

Ásmundur Friðriksson um ljósmæður: „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk“
Ásmundur Friðriksson Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir kjarabaráttu ljósmæðra á Facebook.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi kjarabaráttu ljósmæðra á Facebook síðu sinni. „Ljótleiki kjarabaráttunnar á sér engin takmörk,“ skrifar Ásmundur og birtir mynd af forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Á forsíðunni er mynd frá undirbúningi samstöðufundar með ljósmæðrum þar sem ólétt kona býr til mótmælaskilti. Á skiltinu stendur „Helvítis fokking fæðingar.“

Óljóst er hvort Ásmundur er þarna að gagnrýna orðnotkun konunnar eða kjarabaráttu ljósmæðra í heild. Þegar blaðamaður hringdi í Ásmund sagðist hann vera á fundi og ekki hafa tíma til að tala.

Viðbrögð lesenda á Facebook síðu Ásmundar eru mest megnis neikvæð. „Ég hélt fyrst að XD væri að taka upp hanskann fyrir ljósmæður en auðvitað var það ekki svo gott,“ skrifar Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi. „Hvað er "ljótt" hér? Þessi sjálfsögðu, eðlilegu og mjög svo skiljanlegu skilaboð frá vammlausu fólki sem er einfaldega með manneskjulegar launakröfur? Eða er það kannski framkoma ríkisstjórnarinnar, fyrirlitningin þar og hin ómanneskjulega forgangsröðun fjármuna? Það bara hlýtur að vera sá ljótleiki sem þú vísar í. Annan sé ég ekki hér.“

Meðal þeirra sem „læka“ færslu Ásmundar er Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár