Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“

Séra Braga Skúla­syni voru dæmd­ar miska­bæt­ur, en Land­spít­al­inn braut gegn stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar ráð­ið var í stöðu deild­ar­stjóra sál­gæslu djákna og presta.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“
Séra Bragi Skúlason Landspítalinn var dæmdur til að greiða Braga hálfa milljón króna í miskabætur. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landspítalann, fyrr í dag, til þess að greiða séra Braga Skúlasyni hálfa milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar. Málavextir voru þeir að Landspítalinn auglýsti starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta laust og var Bragi meðal umækjenda. Niðurstaða matsnefndar var að bjóða skyldi Rósu Kristjánsdóttur starfið og var hún ráðin í starfið.

Bragi sætti sig ekki við það og höfðaði mál þar sem hann krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Landspítalans gagnvart sér auk fimm milljóna króna í miskabætur. Bragi hóf störf á spítalanum árið 1989 og hefur starfað þar samfellt síðan þá. 

Niðurstaða matsnefndarinnar var sú að af þeim fjórum sem boðaðir voru í starfsviðtal hlaut Bragi lægstu einkuninna. Litið var til faglegar færni til að hafa umsjón með störfum djákna og presta, samskiptafærni, reynslu og þekkingu á stjórnun, þjónustulundar og  framtíðarsýnar. Rósa fékk flest stig eða 4,33 en Bragi aðeins 3,61 stig.

Niðurstaða héraðsdóms var að spítalinn hefði gerst brotlegur gegn stjórnsýslulögum með því líta ekki til stjórnunarreynslu Braga. „ Óumdeilt er að við mat á stjórnunarreynslu umsækjenda leit matsnefndin ekki til stjórnunarreynslu stefnanda úr starfi hans við sálgæslu hjá forvera stefnda, Ríkisspítölum,“ segir meðal annars í dóminum. Var það mat dómsins að með því að líta ekki til fyrri reynslu Braga hefði spítalinn brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 10. gr. stjórnsýslulaga.

Dómurinn féllst því á með Braga að hann byggi yfir umtalsvert meiri stjórnunarreynslu en Rósa. Þá féllst dómurinn á að Bragi byggi yfir mun meiri menntun en Rósa, þar á meðal menntun á sviði sálgæslu.

Þrátt fyrir það féllst dómurinn ekki á kröfu Braga um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landspítalans. Tveir aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal og hefði Braga ekki tekist að sanna að hann hefði hlotið starfið fremur en þeir hefði rétt verið staðið að ráðningunni. Hins vegar féllst dómurinn á miskabótakröfu Braga. Um hana sagði dómurinn að sú vanræksla við ráðninguna að ekki var litið til þess að Bragi væri í reynd hæfari en Rósa til starfsins gæti að „að ófyrirsynju bitnað á orðspori Braga og orðið honum þannig að meini.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár