Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“

Séra Braga Skúla­syni voru dæmd­ar miska­bæt­ur, en Land­spít­al­inn braut gegn stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar ráð­ið var í stöðu deild­ar­stjóra sál­gæslu djákna og presta.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“
Séra Bragi Skúlason Landspítalinn var dæmdur til að greiða Braga hálfa milljón króna í miskabætur. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landspítalann, fyrr í dag, til þess að greiða séra Braga Skúlasyni hálfa milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar. Málavextir voru þeir að Landspítalinn auglýsti starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta laust og var Bragi meðal umækjenda. Niðurstaða matsnefndar var að bjóða skyldi Rósu Kristjánsdóttur starfið og var hún ráðin í starfið.

Bragi sætti sig ekki við það og höfðaði mál þar sem hann krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Landspítalans gagnvart sér auk fimm milljóna króna í miskabætur. Bragi hóf störf á spítalanum árið 1989 og hefur starfað þar samfellt síðan þá. 

Niðurstaða matsnefndarinnar var sú að af þeim fjórum sem boðaðir voru í starfsviðtal hlaut Bragi lægstu einkuninna. Litið var til faglegar færni til að hafa umsjón með störfum djákna og presta, samskiptafærni, reynslu og þekkingu á stjórnun, þjónustulundar og  framtíðarsýnar. Rósa fékk flest stig eða 4,33 en Bragi aðeins 3,61 stig.

Niðurstaða héraðsdóms var að spítalinn hefði gerst brotlegur gegn stjórnsýslulögum með því líta ekki til stjórnunarreynslu Braga. „ Óumdeilt er að við mat á stjórnunarreynslu umsækjenda leit matsnefndin ekki til stjórnunarreynslu stefnanda úr starfi hans við sálgæslu hjá forvera stefnda, Ríkisspítölum,“ segir meðal annars í dóminum. Var það mat dómsins að með því að líta ekki til fyrri reynslu Braga hefði spítalinn brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 10. gr. stjórnsýslulaga.

Dómurinn féllst því á með Braga að hann byggi yfir umtalsvert meiri stjórnunarreynslu en Rósa. Þá féllst dómurinn á að Bragi byggi yfir mun meiri menntun en Rósa, þar á meðal menntun á sviði sálgæslu.

Þrátt fyrir það féllst dómurinn ekki á kröfu Braga um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landspítalans. Tveir aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal og hefði Braga ekki tekist að sanna að hann hefði hlotið starfið fremur en þeir hefði rétt verið staðið að ráðningunni. Hins vegar féllst dómurinn á miskabótakröfu Braga. Um hana sagði dómurinn að sú vanræksla við ráðninguna að ekki var litið til þess að Bragi væri í reynd hæfari en Rósa til starfsins gæti að „að ófyrirsynju bitnað á orðspori Braga og orðið honum þannig að meini.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár