Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“

Séra Braga Skúla­syni voru dæmd­ar miska­bæt­ur, en Land­spít­al­inn braut gegn stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar ráð­ið var í stöðu deild­ar­stjóra sál­gæslu djákna og presta.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“
Séra Bragi Skúlason Landspítalinn var dæmdur til að greiða Braga hálfa milljón króna í miskabætur. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landspítalann, fyrr í dag, til þess að greiða séra Braga Skúlasyni hálfa milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar. Málavextir voru þeir að Landspítalinn auglýsti starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta laust og var Bragi meðal umækjenda. Niðurstaða matsnefndar var að bjóða skyldi Rósu Kristjánsdóttur starfið og var hún ráðin í starfið.

Bragi sætti sig ekki við það og höfðaði mál þar sem hann krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Landspítalans gagnvart sér auk fimm milljóna króna í miskabætur. Bragi hóf störf á spítalanum árið 1989 og hefur starfað þar samfellt síðan þá. 

Niðurstaða matsnefndarinnar var sú að af þeim fjórum sem boðaðir voru í starfsviðtal hlaut Bragi lægstu einkuninna. Litið var til faglegar færni til að hafa umsjón með störfum djákna og presta, samskiptafærni, reynslu og þekkingu á stjórnun, þjónustulundar og  framtíðarsýnar. Rósa fékk flest stig eða 4,33 en Bragi aðeins 3,61 stig.

Niðurstaða héraðsdóms var að spítalinn hefði gerst brotlegur gegn stjórnsýslulögum með því líta ekki til stjórnunarreynslu Braga. „ Óumdeilt er að við mat á stjórnunarreynslu umsækjenda leit matsnefndin ekki til stjórnunarreynslu stefnanda úr starfi hans við sálgæslu hjá forvera stefnda, Ríkisspítölum,“ segir meðal annars í dóminum. Var það mat dómsins að með því að líta ekki til fyrri reynslu Braga hefði spítalinn brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 10. gr. stjórnsýslulaga.

Dómurinn féllst því á með Braga að hann byggi yfir umtalsvert meiri stjórnunarreynslu en Rósa. Þá féllst dómurinn á að Bragi byggi yfir mun meiri menntun en Rósa, þar á meðal menntun á sviði sálgæslu.

Þrátt fyrir það féllst dómurinn ekki á kröfu Braga um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landspítalans. Tveir aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal og hefði Braga ekki tekist að sanna að hann hefði hlotið starfið fremur en þeir hefði rétt verið staðið að ráðningunni. Hins vegar féllst dómurinn á miskabótakröfu Braga. Um hana sagði dómurinn að sú vanræksla við ráðninguna að ekki var litið til þess að Bragi væri í reynd hæfari en Rósa til starfsins gæti að „að ófyrirsynju bitnað á orðspori Braga og orðið honum þannig að meini.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár