Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“

Séra Braga Skúla­syni voru dæmd­ar miska­bæt­ur, en Land­spít­al­inn braut gegn stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar ráð­ið var í stöðu deild­ar­stjóra sál­gæslu djákna og presta.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“
Séra Bragi Skúlason Landspítalinn var dæmdur til að greiða Braga hálfa milljón króna í miskabætur. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landspítalann, fyrr í dag, til þess að greiða séra Braga Skúlasyni hálfa milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar. Málavextir voru þeir að Landspítalinn auglýsti starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta laust og var Bragi meðal umækjenda. Niðurstaða matsnefndar var að bjóða skyldi Rósu Kristjánsdóttur starfið og var hún ráðin í starfið.

Bragi sætti sig ekki við það og höfðaði mál þar sem hann krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Landspítalans gagnvart sér auk fimm milljóna króna í miskabætur. Bragi hóf störf á spítalanum árið 1989 og hefur starfað þar samfellt síðan þá. 

Niðurstaða matsnefndarinnar var sú að af þeim fjórum sem boðaðir voru í starfsviðtal hlaut Bragi lægstu einkuninna. Litið var til faglegar færni til að hafa umsjón með störfum djákna og presta, samskiptafærni, reynslu og þekkingu á stjórnun, þjónustulundar og  framtíðarsýnar. Rósa fékk flest stig eða 4,33 en Bragi aðeins 3,61 stig.

Niðurstaða héraðsdóms var að spítalinn hefði gerst brotlegur gegn stjórnsýslulögum með því líta ekki til stjórnunarreynslu Braga. „ Óumdeilt er að við mat á stjórnunarreynslu umsækjenda leit matsnefndin ekki til stjórnunarreynslu stefnanda úr starfi hans við sálgæslu hjá forvera stefnda, Ríkisspítölum,“ segir meðal annars í dóminum. Var það mat dómsins að með því að líta ekki til fyrri reynslu Braga hefði spítalinn brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 10. gr. stjórnsýslulaga.

Dómurinn féllst því á með Braga að hann byggi yfir umtalsvert meiri stjórnunarreynslu en Rósa. Þá féllst dómurinn á að Bragi byggi yfir mun meiri menntun en Rósa, þar á meðal menntun á sviði sálgæslu.

Þrátt fyrir það féllst dómurinn ekki á kröfu Braga um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landspítalans. Tveir aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal og hefði Braga ekki tekist að sanna að hann hefði hlotið starfið fremur en þeir hefði rétt verið staðið að ráðningunni. Hins vegar féllst dómurinn á miskabótakröfu Braga. Um hana sagði dómurinn að sú vanræksla við ráðninguna að ekki var litið til þess að Bragi væri í reynd hæfari en Rósa til starfsins gæti að „að ófyrirsynju bitnað á orðspori Braga og orðið honum þannig að meini.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu