Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag

47 rík­is­for­stjór­ar fá yf­ir eina millj­ón á mán­uði eft­ir síð­ustu ákvörð­un Kjara­ráðs. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, fær jafn­mik­ið greitt í yf­ir­vinnu og dag­vinnu.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag
Fær 31 milljón í árslaun Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, fær jafn mikið greitt í dagvinnu og yfirvinnu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir 48 forstöðumenn ríkisstofnana utan einn sem Kjararáð úrskurðaði um launahækkanir til 14. Júní síðastliðinn fá yfir eina milljóni króna í mánaðarlaun sé tekið tillit til fastra greiðslna vegna yfirvinnu. Aðeins forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands fær undir milljón á mánuði en heildarlaun hans eru 980.992 krónur þegar allt er tiltekið.

Kjararáð fundaði í síðasta sinn 14. júní síðastliðinn en ráðið var lagt niður með lögum nú um mánaðarmótin. Á fundinum voru laun til handa 48 forstöðumönnum ríkisstofnana ákvörðuð. Um var að ræða erindi frá forstöðumönnum sem bárust ráðinu á árunum 2016 og 2017, utan tvö sem voru eldri. Umfjöllun um erindin hófust, eftir því sem segir í úrskurðinum, fyrir 1. janúar síðastliðinn og var ráðinu því skylt að ljúka umfjöllun um þau með úrskurði fyrir þann tíma sem ráðið var lagt niður.

Meðaltalshækkun umræddra 48 forstöðumanna nemur um 10,8 prósentum að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þrettán þeirra fá, eftir hækkunina, yfir eina milljón á mánuði í grunnalaun. Hækkunin er aftuvirk og gildir frá 1. desember á siðasta ári.

Forstjóri Landspítala með 31 milljón á ári

Forstjóri Landspítalans fær hæst laun af forstöðumönnunum 48,  1.294.693 krónur í grunnlaun. Þar að auki fær hann viðlíka upphæð, 1.292.220 krónur í greidda í fasta yfirvinnu á mánuði en samkvæmt úrskurði Kjararáðs skal greiða honum 135 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgi. Það jafngildir því að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fái greiddar um 60.000 krónur í yfirvinnu fyrir hvern virkan dag mánaðarins og 42 þúsund krónur á hverjum degi. Heildarlaun Páls nema 2.586.913 krónum á mánuði þegar grunnlaun og yfirvinna er saman tekin. Árslaun Páls nema því alls ríflega 31 milljón króna.

Enginn forstöðumaður fær viðlíka fjölda eininga ákvarðaða í fastar yfirvinnugreiðslur eins og forstjóri Landspítala. Einingar eru 1 prósent af launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502 og jafngilda nú 9.572 krónum. Næstur Páli Matthíassyni í þeim efnum kemur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en honum skal greiða 50 einingar á mánuði í fasta yfirvinnu. Það jafngildir 478.600 krónum á mánuði og heildarlaun Páls Gunnars eru því 1.649.043 krónur.

Meiri yfirvinna hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins en ríkislögreglustjóra

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, fær eftir úrskurðinn næst hæstu grunnlaunin, 1.251.843 krónur. Að auki fær hann greiddar 40 einingar í yfirvinnu mánaðarlega, jafngildi 382.880 króna. Samanlagt fær því Jón Atli greiddar 1.634.723 krónur á mánuði.

Þriðju hæstu grunnmánaðarlaunin fær forstjóri Vegagerðarinnar en þau eru eftir ákvörðun kjararáðs nú 1.210.442 krónur. Að auki fær forstjóri Vegagerðarinnar greiddar 40 einingar á mánuði í yfirvinnu, 382.880 krónur og hefur því samtals í laun 1.593.322 krónur á mánuði.

Athygli vekur að ríkisslögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hefur sömu grunnlaun og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en fær hins vegar færri einingar í yfirvinnu. Haraldur fær úrskurðaðar 45 einingar í fasta yfirvinnu, jafngildi 430.740 króna, sem eru 47.860 krónum lægri yfirvinnugreiðslur en Páll Gunnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár