Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag

47 rík­is­for­stjór­ar fá yf­ir eina millj­ón á mán­uði eft­ir síð­ustu ákvörð­un Kjara­ráðs. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, fær jafn­mik­ið greitt í yf­ir­vinnu og dag­vinnu.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag
Fær 31 milljón í árslaun Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, fær jafn mikið greitt í dagvinnu og yfirvinnu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir 48 forstöðumenn ríkisstofnana utan einn sem Kjararáð úrskurðaði um launahækkanir til 14. Júní síðastliðinn fá yfir eina milljóni króna í mánaðarlaun sé tekið tillit til fastra greiðslna vegna yfirvinnu. Aðeins forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands fær undir milljón á mánuði en heildarlaun hans eru 980.992 krónur þegar allt er tiltekið.

Kjararáð fundaði í síðasta sinn 14. júní síðastliðinn en ráðið var lagt niður með lögum nú um mánaðarmótin. Á fundinum voru laun til handa 48 forstöðumönnum ríkisstofnana ákvörðuð. Um var að ræða erindi frá forstöðumönnum sem bárust ráðinu á árunum 2016 og 2017, utan tvö sem voru eldri. Umfjöllun um erindin hófust, eftir því sem segir í úrskurðinum, fyrir 1. janúar síðastliðinn og var ráðinu því skylt að ljúka umfjöllun um þau með úrskurði fyrir þann tíma sem ráðið var lagt niður.

Meðaltalshækkun umræddra 48 forstöðumanna nemur um 10,8 prósentum að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þrettán þeirra fá, eftir hækkunina, yfir eina milljón á mánuði í grunnalaun. Hækkunin er aftuvirk og gildir frá 1. desember á siðasta ári.

Forstjóri Landspítala með 31 milljón á ári

Forstjóri Landspítalans fær hæst laun af forstöðumönnunum 48,  1.294.693 krónur í grunnlaun. Þar að auki fær hann viðlíka upphæð, 1.292.220 krónur í greidda í fasta yfirvinnu á mánuði en samkvæmt úrskurði Kjararáðs skal greiða honum 135 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgi. Það jafngildir því að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fái greiddar um 60.000 krónur í yfirvinnu fyrir hvern virkan dag mánaðarins og 42 þúsund krónur á hverjum degi. Heildarlaun Páls nema 2.586.913 krónum á mánuði þegar grunnlaun og yfirvinna er saman tekin. Árslaun Páls nema því alls ríflega 31 milljón króna.

Enginn forstöðumaður fær viðlíka fjölda eininga ákvarðaða í fastar yfirvinnugreiðslur eins og forstjóri Landspítala. Einingar eru 1 prósent af launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502 og jafngilda nú 9.572 krónum. Næstur Páli Matthíassyni í þeim efnum kemur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en honum skal greiða 50 einingar á mánuði í fasta yfirvinnu. Það jafngildir 478.600 krónum á mánuði og heildarlaun Páls Gunnars eru því 1.649.043 krónur.

Meiri yfirvinna hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins en ríkislögreglustjóra

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, fær eftir úrskurðinn næst hæstu grunnlaunin, 1.251.843 krónur. Að auki fær hann greiddar 40 einingar í yfirvinnu mánaðarlega, jafngildi 382.880 króna. Samanlagt fær því Jón Atli greiddar 1.634.723 krónur á mánuði.

Þriðju hæstu grunnmánaðarlaunin fær forstjóri Vegagerðarinnar en þau eru eftir ákvörðun kjararáðs nú 1.210.442 krónur. Að auki fær forstjóri Vegagerðarinnar greiddar 40 einingar á mánuði í yfirvinnu, 382.880 krónur og hefur því samtals í laun 1.593.322 krónur á mánuði.

Athygli vekur að ríkisslögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hefur sömu grunnlaun og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en fær hins vegar færri einingar í yfirvinnu. Haraldur fær úrskurðaðar 45 einingar í fasta yfirvinnu, jafngildi 430.740 króna, sem eru 47.860 krónum lægri yfirvinnugreiðslur en Páll Gunnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár