Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag

47 rík­is­for­stjór­ar fá yf­ir eina millj­ón á mán­uði eft­ir síð­ustu ákvörð­un Kjara­ráðs. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, fær jafn­mik­ið greitt í yf­ir­vinnu og dag­vinnu.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag
Fær 31 milljón í árslaun Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, fær jafn mikið greitt í dagvinnu og yfirvinnu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir 48 forstöðumenn ríkisstofnana utan einn sem Kjararáð úrskurðaði um launahækkanir til 14. Júní síðastliðinn fá yfir eina milljóni króna í mánaðarlaun sé tekið tillit til fastra greiðslna vegna yfirvinnu. Aðeins forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands fær undir milljón á mánuði en heildarlaun hans eru 980.992 krónur þegar allt er tiltekið.

Kjararáð fundaði í síðasta sinn 14. júní síðastliðinn en ráðið var lagt niður með lögum nú um mánaðarmótin. Á fundinum voru laun til handa 48 forstöðumönnum ríkisstofnana ákvörðuð. Um var að ræða erindi frá forstöðumönnum sem bárust ráðinu á árunum 2016 og 2017, utan tvö sem voru eldri. Umfjöllun um erindin hófust, eftir því sem segir í úrskurðinum, fyrir 1. janúar síðastliðinn og var ráðinu því skylt að ljúka umfjöllun um þau með úrskurði fyrir þann tíma sem ráðið var lagt niður.

Meðaltalshækkun umræddra 48 forstöðumanna nemur um 10,8 prósentum að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þrettán þeirra fá, eftir hækkunina, yfir eina milljón á mánuði í grunnalaun. Hækkunin er aftuvirk og gildir frá 1. desember á siðasta ári.

Forstjóri Landspítala með 31 milljón á ári

Forstjóri Landspítalans fær hæst laun af forstöðumönnunum 48,  1.294.693 krónur í grunnlaun. Þar að auki fær hann viðlíka upphæð, 1.292.220 krónur í greidda í fasta yfirvinnu á mánuði en samkvæmt úrskurði Kjararáðs skal greiða honum 135 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgi. Það jafngildir því að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fái greiddar um 60.000 krónur í yfirvinnu fyrir hvern virkan dag mánaðarins og 42 þúsund krónur á hverjum degi. Heildarlaun Páls nema 2.586.913 krónum á mánuði þegar grunnlaun og yfirvinna er saman tekin. Árslaun Páls nema því alls ríflega 31 milljón króna.

Enginn forstöðumaður fær viðlíka fjölda eininga ákvarðaða í fastar yfirvinnugreiðslur eins og forstjóri Landspítala. Einingar eru 1 prósent af launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502 og jafngilda nú 9.572 krónum. Næstur Páli Matthíassyni í þeim efnum kemur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en honum skal greiða 50 einingar á mánuði í fasta yfirvinnu. Það jafngildir 478.600 krónum á mánuði og heildarlaun Páls Gunnars eru því 1.649.043 krónur.

Meiri yfirvinna hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins en ríkislögreglustjóra

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, fær eftir úrskurðinn næst hæstu grunnlaunin, 1.251.843 krónur. Að auki fær hann greiddar 40 einingar í yfirvinnu mánaðarlega, jafngildi 382.880 króna. Samanlagt fær því Jón Atli greiddar 1.634.723 krónur á mánuði.

Þriðju hæstu grunnmánaðarlaunin fær forstjóri Vegagerðarinnar en þau eru eftir ákvörðun kjararáðs nú 1.210.442 krónur. Að auki fær forstjóri Vegagerðarinnar greiddar 40 einingar á mánuði í yfirvinnu, 382.880 krónur og hefur því samtals í laun 1.593.322 krónur á mánuði.

Athygli vekur að ríkisslögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hefur sömu grunnlaun og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en fær hins vegar færri einingar í yfirvinnu. Haraldur fær úrskurðaðar 45 einingar í fasta yfirvinnu, jafngildi 430.740 króna, sem eru 47.860 krónum lægri yfirvinnugreiðslur en Páll Gunnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár