Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum

Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar og Lands­bank­ans hafa hækk­að um meira en helm­ing á einu ári. Í júlí í fyrra voru ákvarð­an­ir um laun for­stjóra op­in­berra fyr­ir­tækja flutt frá kjara­ráði til stjórna fyr­ir­tækj­anna.

Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum
Hörður Arnarson og Lilja Björk Einarsdóttir. Laun þeirra hafa hækkað um rúmlega helming á einu ári.

Laun forstjóra opinberra fyrirtækja hafa hækkað gríðarlega á undanförnum árum eins og sjá má af svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar.

Fram til 1. júlí 2017 ákvaðaði kjararáð laun hjá forstjórum Isavia, Íslandspósts, Kadeco, Landsbankans, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarðar og Rarik. Með lögum sem sett voru árið 2017 var hins vegar ákvörðunarvald um laun forstjóranna flutt frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna.

Laun forstjóra Íslandspóst nema í dag 1.795 þúsund krónum á mánuði. Þau hafa hækkað um 25 prósent á því eina ári sem liðið er síðan stjórn félagsins fékk ákvörðunarvald yfir laununum. Þá hafa launin hækkað um rúm 51 prósent á fimm árum en árið 2014 námu þau um 1.186 þúsund krónum.

Forstjóri Landsbankans er Lilja Björk Einarsdóttir og tók hún við starfinu í janúar 2017, en Steinþór Pálsson hafði sinnt því frá 2010. Á einu ári hafa laun Lilju hækkað um 56 prósent, farið úr 2.089 þúsund krónum í 3.250 krónur. Þá hafa launin hækkað rúm 105 prósent á fimm árum en árið 2014 voru þau um 1.583 þúsund á mánuði.

Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur hækkað mest síðan ákvörðunarvaldið var fært frá kjararáði til stjórna opinberra félaga. Á einu ári hafa laun hans hækkað um 58 prósent, en í dag eru þau 3.294 þúsund á mánuði. Þá hafa launin hans nánast tvöfaldast á fimm árum, en þau námu 1.691 þúsund krónum árið 2014.

Björn Óli HaukssonHefur hækkað um 36 prósent á einu ári í launum.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hefur hækkað um 36 prósent síðan breytingin varð. Þá hafa laun hans hækkað um tvö þriðju á fimm ára tímabili. Í dag nema laun hans um 2.380 þúsundum króna en árið 2014 voru þau 1.437 þúsund krónur.

Einn forstjóri opinbers fyrirtækis hefur lækkað í launum síðan breytingin varð og tvær stjórnir fyrirtækja hafa veitt umtalsvert minni hækkanir en til dæmis stjórn Landsvirkjunar. Hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurvallar, hafa laun forstjórans lækkað um 16 prósent frá breytingunni en á fimm ára tímabili nemur launalækkunin um tvö prósent. Forstjóri Orkubús Vestfjarðar hefur hækkað um tvö prósent frá breytingunni en forstjóri Rariks um sex prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár