Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum

Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar og Lands­bank­ans hafa hækk­að um meira en helm­ing á einu ári. Í júlí í fyrra voru ákvarð­an­ir um laun for­stjóra op­in­berra fyr­ir­tækja flutt frá kjara­ráði til stjórna fyr­ir­tækj­anna.

Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum
Hörður Arnarson og Lilja Björk Einarsdóttir. Laun þeirra hafa hækkað um rúmlega helming á einu ári.

Laun forstjóra opinberra fyrirtækja hafa hækkað gríðarlega á undanförnum árum eins og sjá má af svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar.

Fram til 1. júlí 2017 ákvaðaði kjararáð laun hjá forstjórum Isavia, Íslandspósts, Kadeco, Landsbankans, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarðar og Rarik. Með lögum sem sett voru árið 2017 var hins vegar ákvörðunarvald um laun forstjóranna flutt frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna.

Laun forstjóra Íslandspóst nema í dag 1.795 þúsund krónum á mánuði. Þau hafa hækkað um 25 prósent á því eina ári sem liðið er síðan stjórn félagsins fékk ákvörðunarvald yfir laununum. Þá hafa launin hækkað um rúm 51 prósent á fimm árum en árið 2014 námu þau um 1.186 þúsund krónum.

Forstjóri Landsbankans er Lilja Björk Einarsdóttir og tók hún við starfinu í janúar 2017, en Steinþór Pálsson hafði sinnt því frá 2010. Á einu ári hafa laun Lilju hækkað um 56 prósent, farið úr 2.089 þúsund krónum í 3.250 krónur. Þá hafa launin hækkað rúm 105 prósent á fimm árum en árið 2014 voru þau um 1.583 þúsund á mánuði.

Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur hækkað mest síðan ákvörðunarvaldið var fært frá kjararáði til stjórna opinberra félaga. Á einu ári hafa laun hans hækkað um 58 prósent, en í dag eru þau 3.294 þúsund á mánuði. Þá hafa launin hans nánast tvöfaldast á fimm árum, en þau námu 1.691 þúsund krónum árið 2014.

Björn Óli HaukssonHefur hækkað um 36 prósent á einu ári í launum.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hefur hækkað um 36 prósent síðan breytingin varð. Þá hafa laun hans hækkað um tvö þriðju á fimm ára tímabili. Í dag nema laun hans um 2.380 þúsundum króna en árið 2014 voru þau 1.437 þúsund krónur.

Einn forstjóri opinbers fyrirtækis hefur lækkað í launum síðan breytingin varð og tvær stjórnir fyrirtækja hafa veitt umtalsvert minni hækkanir en til dæmis stjórn Landsvirkjunar. Hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurvallar, hafa laun forstjórans lækkað um 16 prósent frá breytingunni en á fimm ára tímabili nemur launalækkunin um tvö prósent. Forstjóri Orkubús Vestfjarðar hefur hækkað um tvö prósent frá breytingunni en forstjóri Rariks um sex prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
3
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár