Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum

Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar og Lands­bank­ans hafa hækk­að um meira en helm­ing á einu ári. Í júlí í fyrra voru ákvarð­an­ir um laun for­stjóra op­in­berra fyr­ir­tækja flutt frá kjara­ráði til stjórna fyr­ir­tækj­anna.

Forstjórar opinberra fyrirtækja hækkuðu gríðarlega í launum
Hörður Arnarson og Lilja Björk Einarsdóttir. Laun þeirra hafa hækkað um rúmlega helming á einu ári.

Laun forstjóra opinberra fyrirtækja hafa hækkað gríðarlega á undanförnum árum eins og sjá má af svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar.

Fram til 1. júlí 2017 ákvaðaði kjararáð laun hjá forstjórum Isavia, Íslandspósts, Kadeco, Landsbankans, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarðar og Rarik. Með lögum sem sett voru árið 2017 var hins vegar ákvörðunarvald um laun forstjóranna flutt frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna.

Laun forstjóra Íslandspóst nema í dag 1.795 þúsund krónum á mánuði. Þau hafa hækkað um 25 prósent á því eina ári sem liðið er síðan stjórn félagsins fékk ákvörðunarvald yfir laununum. Þá hafa launin hækkað um rúm 51 prósent á fimm árum en árið 2014 námu þau um 1.186 þúsund krónum.

Forstjóri Landsbankans er Lilja Björk Einarsdóttir og tók hún við starfinu í janúar 2017, en Steinþór Pálsson hafði sinnt því frá 2010. Á einu ári hafa laun Lilju hækkað um 56 prósent, farið úr 2.089 þúsund krónum í 3.250 krónur. Þá hafa launin hækkað rúm 105 prósent á fimm árum en árið 2014 voru þau um 1.583 þúsund á mánuði.

Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur hækkað mest síðan ákvörðunarvaldið var fært frá kjararáði til stjórna opinberra félaga. Á einu ári hafa laun hans hækkað um 58 prósent, en í dag eru þau 3.294 þúsund á mánuði. Þá hafa launin hans nánast tvöfaldast á fimm árum, en þau námu 1.691 þúsund krónum árið 2014.

Björn Óli HaukssonHefur hækkað um 36 prósent á einu ári í launum.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hefur hækkað um 36 prósent síðan breytingin varð. Þá hafa laun hans hækkað um tvö þriðju á fimm ára tímabili. Í dag nema laun hans um 2.380 þúsundum króna en árið 2014 voru þau 1.437 þúsund krónur.

Einn forstjóri opinbers fyrirtækis hefur lækkað í launum síðan breytingin varð og tvær stjórnir fyrirtækja hafa veitt umtalsvert minni hækkanir en til dæmis stjórn Landsvirkjunar. Hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurvallar, hafa laun forstjórans lækkað um 16 prósent frá breytingunni en á fimm ára tímabili nemur launalækkunin um tvö prósent. Forstjóri Orkubús Vestfjarðar hefur hækkað um tvö prósent frá breytingunni en forstjóri Rariks um sex prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár