Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð

Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, lagði í gær til að laun hans og kjör­inna full­trúa bæj­ar­ins yrðu lækk­uð um 15 pró­sent. Ár­mann yrði enn launa­hærri en for­sæt­is­ráð­herra ef til­lag­an næði fram að ganga.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð
Vill lækka launin sín Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær til að laun hans og kjörinna fulltrúa yrðu lækkuð um 15 prósent. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjaststjóri Kópavogs, lagði til á fundi bæjarstjórnar í gær að laun kjörinna fulltrúa, og þar með talin hans eigin laun, yrðu lækkuð um 15 prósent. Tillögunni var vísað til forsætisnefndar Kópavogsbæjar.

Í greinargerð með tillögunni segir að í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjöt þingmanna í lok árs 2016 hafi bæjarstjórn Kópavogs samþykkt að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra. Hækkunin hafi þó ekki tekið mið af úrskurði ráðsins heldur hafi tekið mið af þróun launavísitölu og hún því verið lægri en ella. „Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.“

Laun Ármanns eru nú 2.159.670 krónur og hafa hækkað um tæp 58 prósent frá upphafi síðasta kjörtímabils. Þá voru laun hans 1.368.783 krónur. Þar fyrir utan fær Ármann bílastyrk upp á 137.500 krónur á mánuði. Þá situr Ármann einnig í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær fyrir það greiddar 130.604 krónur á mánuði. Alls hefur Ármann því 2.427.774 krónur í laun mánaðarlega.

Yrði tillaga Ármanns samþykkt má gera ráð fyrir að hún lúti einungis að föstum launum hans, það er launum hans sem bæjarstjóri. Verði þau lækkuð um 15 prósent fengi Ármann greiddar 1.835.720 krónur í mánaðarlaun og fengi því samtals 2.103.824 krónur í launagreiðslur á mánuði.

Til samanburðar eru laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ákvörðuð af kjararáði, 2.021.825 krónur á mánuði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár