Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð

Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, lagði í gær til að laun hans og kjör­inna full­trúa bæj­ar­ins yrðu lækk­uð um 15 pró­sent. Ár­mann yrði enn launa­hærri en for­sæt­is­ráð­herra ef til­lag­an næði fram að ganga.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð
Vill lækka launin sín Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær til að laun hans og kjörinna fulltrúa yrðu lækkuð um 15 prósent. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjaststjóri Kópavogs, lagði til á fundi bæjarstjórnar í gær að laun kjörinna fulltrúa, og þar með talin hans eigin laun, yrðu lækkuð um 15 prósent. Tillögunni var vísað til forsætisnefndar Kópavogsbæjar.

Í greinargerð með tillögunni segir að í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjöt þingmanna í lok árs 2016 hafi bæjarstjórn Kópavogs samþykkt að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra. Hækkunin hafi þó ekki tekið mið af úrskurði ráðsins heldur hafi tekið mið af þróun launavísitölu og hún því verið lægri en ella. „Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.“

Laun Ármanns eru nú 2.159.670 krónur og hafa hækkað um tæp 58 prósent frá upphafi síðasta kjörtímabils. Þá voru laun hans 1.368.783 krónur. Þar fyrir utan fær Ármann bílastyrk upp á 137.500 krónur á mánuði. Þá situr Ármann einnig í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær fyrir það greiddar 130.604 krónur á mánuði. Alls hefur Ármann því 2.427.774 krónur í laun mánaðarlega.

Yrði tillaga Ármanns samþykkt má gera ráð fyrir að hún lúti einungis að föstum launum hans, það er launum hans sem bæjarstjóri. Verði þau lækkuð um 15 prósent fengi Ármann greiddar 1.835.720 krónur í mánaðarlaun og fengi því samtals 2.103.824 krónur í launagreiðslur á mánuði.

Til samanburðar eru laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ákvörðuð af kjararáði, 2.021.825 krónur á mánuði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár