Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð

Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, lagði í gær til að laun hans og kjör­inna full­trúa bæj­ar­ins yrðu lækk­uð um 15 pró­sent. Ár­mann yrði enn launa­hærri en for­sæt­is­ráð­herra ef til­lag­an næði fram að ganga.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð
Vill lækka launin sín Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær til að laun hans og kjörinna fulltrúa yrðu lækkuð um 15 prósent. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjaststjóri Kópavogs, lagði til á fundi bæjarstjórnar í gær að laun kjörinna fulltrúa, og þar með talin hans eigin laun, yrðu lækkuð um 15 prósent. Tillögunni var vísað til forsætisnefndar Kópavogsbæjar.

Í greinargerð með tillögunni segir að í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjöt þingmanna í lok árs 2016 hafi bæjarstjórn Kópavogs samþykkt að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra. Hækkunin hafi þó ekki tekið mið af úrskurði ráðsins heldur hafi tekið mið af þróun launavísitölu og hún því verið lægri en ella. „Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.“

Laun Ármanns eru nú 2.159.670 krónur og hafa hækkað um tæp 58 prósent frá upphafi síðasta kjörtímabils. Þá voru laun hans 1.368.783 krónur. Þar fyrir utan fær Ármann bílastyrk upp á 137.500 krónur á mánuði. Þá situr Ármann einnig í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær fyrir það greiddar 130.604 krónur á mánuði. Alls hefur Ármann því 2.427.774 krónur í laun mánaðarlega.

Yrði tillaga Ármanns samþykkt má gera ráð fyrir að hún lúti einungis að föstum launum hans, það er launum hans sem bæjarstjóri. Verði þau lækkuð um 15 prósent fengi Ármann greiddar 1.835.720 krónur í mánaðarlaun og fengi því samtals 2.103.824 krónur í launagreiðslur á mánuði.

Til samanburðar eru laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ákvörðuð af kjararáði, 2.021.825 krónur á mánuði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár