Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætlar að logsjóða grilltunnu í garðinum

Þjóðlaga­tón­list­ar­mað­ur­inn Snorri Helga­son er mik­ill mat­gæð­ing­ur og mjög uppá­tækja­sam­ur í eld­hús­inu. Hann eld­ar meira að segja oft­ar en vin­ir hans sem eru mennt­að­ir kokk­ar. Snorri tel­ur upp fimm rétti sem skipa stór­an sess í lífi hans.

Ætlar að logsjóða grilltunnu í garðinum
Féll fyrir barbíkjúinu Snorri Helgason tónlistarmaður er mikill áhugamaður um matargerð af ýmsu tagi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kalkúnn

Kalkúnn hefur lengi verið fjölskylduréttur hjá mér og er í rauninni fyrsti rétturinn til að verða uppáhaldsmaturinn minn. Mamma og pabbi bjuggu í Bandaríkjunum áður en ég fæddist, en þegar þau fluttu heim tóku þau með sér uppskrift sem hefur verið afar vinsæl á heimilinu. Á þeim tíma var auðvitað ekki hægt að fá kalkún á Íslandi þannig að mamma, sem var flugfreyja, smyglaði honum alltaf til landsins og við elduðum hann síðan á gamlárskvöld. Núna eru pabbi og mamma flutt út til Danmerkur, en við Heiða systir mín höldum siðunum við og eldum kalkúninn eftir uppskrift foreldra okkar á þakkargjörðarhátíðinni. Það tekur alveg sex eða átta tíma að elda matinn, þannig að þetta er afsökun til að eyða deginum saman með mökum okkar og hafa það huggulegt.

 Egg, beikon og bakaðar baunir

Þetta er önnur máltíð úr æsku minni, en ég elda hana langoftast í dag …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Líf mitt í fimm réttum

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu