Kalkúnn
Kalkúnn hefur lengi verið fjölskylduréttur hjá mér og er í rauninni fyrsti rétturinn til að verða uppáhaldsmaturinn minn. Mamma og pabbi bjuggu í Bandaríkjunum áður en ég fæddist, en þegar þau fluttu heim tóku þau með sér uppskrift sem hefur verið afar vinsæl á heimilinu. Á þeim tíma var auðvitað ekki hægt að fá kalkún á Íslandi þannig að mamma, sem var flugfreyja, smyglaði honum alltaf til landsins og við elduðum hann síðan á gamlárskvöld. Núna eru pabbi og mamma flutt út til Danmerkur, en við Heiða systir mín höldum siðunum við og eldum kalkúninn eftir uppskrift foreldra okkar á þakkargjörðarhátíðinni. Það tekur alveg sex eða átta tíma að elda matinn, þannig að þetta er afsökun til að eyða deginum saman með mökum okkar og hafa það huggulegt.
Egg, beikon og bakaðar baunir
Þetta er önnur máltíð úr æsku minni, en ég elda hana langoftast í dag …
Athugasemdir