Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sumarlokanir Landspítala versna með árunum: „Ófremdarástand“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins

Fjöldi deilda Land­spít­al­ans loka í sum­ar eða draga sam­an starf­semi. Um 500 hjúkr­una­fræð­inga vant­ar, en 1000 mennt­að­ir hjúkr­una­fræð­ing­ar starfa við ann­að en hjúkr­un.

Sumarlokanir Landspítala versna með árunum: „Ófremdarástand“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins
Landspítalinn Sumarlokanir munu hafa meiri áhrif á þjónustu í ár en fyrri sumur, segir aðstoðarkona forstjóra.

Sumarlokanir munu hafa meiri áhrif á starfsemi Landspítalans í ár en áður og líklegt er að sú þróun haldi áfram næstu ár, að sögn aðstoðarkonu forstjóra Landspítalans. Ástæðan er skortur á hjúkrunarfræðingum, en um 500 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa í heildina. Til viðbótar segja á annan tug ljósmæðra upp störfum 1. júlí í kjölfar kjaradeilu, sem getur haft veruleg áhrif á þjónustu við konur sem hana þurfa.

„Við vorum búin að loka talsvert af rúmum áður en til sumarlokana kom, og þá af sömu ástæðu,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra Landspítalans. „Heildaráhrifin verða meiri út af því og sömuleiðis verður lokunin lengri en áður.“

Um 1000 hjúkrunarfræðingar á Íslandi starfa við annað en hjúkrun, að sögn Önnu. Að hennar mati eru laun, aðbúnaður og vinnuálag helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar hverfa úr stéttinni. „Þetta snýr fyrst og síðast að hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu, á bráðalegudeildum og gjörgæslu, þar er erfiðasta starfsemin,“ segir Anna. „Til samanburðar vantar um hundrað þúsund hjúkrunarfræðinga í Bretlandi og milljón í Bandaríkjunum. Þetta er gríðarlega umfangsmikið alþjóðlegt vandamál.“

Aðrar kvennastéttir gætu þróast eins

 

Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga eru bundnir gerðardómi til 2019, en Alþingi setti lög á verkfall þeirra 2015. „Við semjum ekki við starfsmenn okkar um laun, það gerir ríkið, og við höfum mjög takmarkaða getu til að hreyfa okkur innan gerðardómsins,“ segir Anna. „Heilbrigðisráðherra getur að sjálfsögðu verið hluti af lausninni, en hún getur ekki gert neitt á morgun. Það þarf meiriháttar samstarf mennta- og heilbrigðisyfirvalda í því sem snýr að framtíðinni og svo er það á hendi stjórnvalda að semja við þessar stóru kvennastéttir. Við höfum rætt þessi mál við ráðherrann og hún skynjar mjög vel vandann.“

Anna segir að um 1000 hjúkrunarfræðingar búsettir á Íslandi starfi nú við annað en hjúkrun, en alls vinna um 1500 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum. „Það þarf að huga að því að hjúkrunarfræðingar fari ekki úr stéttinni,“ segir hún. „Skorturinn á þeim er með þeim hætti að við þurfum að loka deildum, en hins vegar eru aðrar stéttir sem er þegar skortur á eða yfirvofandi skortur. Það eru aðrar kvennastéttir eins og sjúkraliðar, geislafræðingar og lífeindafræðingar, en við erum ekki enn að loka út af þeim. Í þeim stéttum er möguleiki að koma í veg fyrir þessa afleitu þróun.“

Þjónustuskerðingin „ófremdarástand“

Við þessar aðstæður bætist að á annan tug ljósmæðra munu segja upp störfum 1. júlí næstkomandi. Flestar eru ljósmæður á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár