Launahæstu forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni þéna yfir 100 milljónir á ári í launatekjur einar. Aðrir þiggja tugmilljónir króna í fjármagnstekjur til viðbótar við laun sín, gjarnan sem arð úr fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Formaður VR segir fólkið í landinu búið að fá algjörlega nóg af launamisrétti.
Langlaunahæsti forstjórinn er Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Mánaðarlaun hans samkvæmt ársreikningi nema rúmum 18,5 milljónum króna, en félagið var skráð úr íslensku Kauphöllinni síðasta haust. Næst á eftir koma Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með tæpar 8,7 milljónir króna á mánuði, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, með tæpar 8,6 milljónir.
Athugasemdir