Fasteignafélag í eigu sonar Karls Wernerssonar, Faxar ehf., er nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í byrjun júní. Í sömu byggingu rekur Faxar ehf. apótek undir merkjum Lyfja og heilsu. Læknavaktin var áður til húsa á Smáratorgi í Kópavogi.
Eignarhald sonar Karls á fasteignunum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum eignarhaldsfélögin Faxa ehf. og Toska ehf. Sonur Karls eignaðist Faxa ehf., sem er móðurfélag Lyfja og heilsu, eftir að Karl var dæmdur í fangelsi og eftir að hann var dæmdur til greiða þrotabúi Milestone 10 milljarða króna ásamt Steingrími bróður sínum. Karl hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota. Því er um að ræða fasteign sem seld hefur verið, eða færð, undan kröfuhöfum Karls Wernerssonar.
„Faxar höfðu frumkvæði“
Frumkvæðið var Faxa ehf.
Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir í svörum sínum til Stundarinnar að frumkvæðið að leigusamningnum hafi komið frá …
Athugasemdir