Félag sonar Karls í lykilstöðu sem nýr leigusali Læknavaktarinnar

Fjár­fest­ir­inn Karl Werners­son er gjald­þrota en son­ur hans er skráð­ur eig­andi eigna sem hann átti áð­ur. Fé­lag­ið Fax­ar ehf. er eig­andi Lyfja og heilsu og 35 fast­eigna. Fax­ar ehf. hef­ur gert 10 ára leigu­samn­ing við Lækna­vakt­ina um hús­næði í Aust­ur­veri.

Félag sonar Karls í lykilstöðu sem nýr leigusali Læknavaktarinnar
Eignirnar færðar tvisvar sinnum Lyfjaversluninni Lyfjum og heilsu og tengdum eignum hefur tvisvar verið skotið undan yfirvofandi gjaldþroti í eigendatíð Karls Wernerssonar. Móðurfélag Lyfja og heilsu, Faxar ehf., hefur nú gert 10 ára leigusamning við Læknavaktina.

Fasteignafélag í eigu sonar Karls Wernerssonar, Faxar ehf., er nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í byrjun júní. Í sömu byggingu rekur Faxar ehf. apótek undir merkjum Lyfja og heilsu. Læknavaktin var áður til húsa á Smáratorgi í Kópavogi.

Eignarhald sonar Karls á fasteignunum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum eignarhaldsfélögin Faxa ehf. og Toska ehf. Sonur Karls eignaðist Faxa ehf., sem er móðurfélag Lyfja og heilsu, eftir að Karl var dæmdur í fangelsi og eftir að hann var dæmdur til greiða þrotabúi Milestone 10 milljarða króna ásamt Steingrími bróður sínum. Karl hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota. Því er um að ræða fasteign sem seld hefur verið, eða færð, undan kröfuhöfum Karls Wernerssonar.   

„Faxar höfðu frumkvæði“ 

Frumkvæðið var Faxa ehf.

Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir í svörum sínum til Stundarinnar að frumkvæðið að leigusamningnum hafi komið frá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár