Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans sem er í eigu rík­is­ins, fer til Rúss­lands í boði Visa Europe. Lands­bank­inn seg­ir boðs­ferð­ina þjóna „við­skipta­leg­um hags­mun­um“ bank­ans. Rík­is­stjórn Ís­lands snið­geng­ur Heims­meist­ara­keppn­ina.

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi
Boðsferð til Rússlands Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, þiggur boðsferð frá Visa Europe á heimsmeistaramótið í fótbolta.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri ríkisbankans Landsbankans, þiggur boðsferð frá kortafyrirtækinu Visa Europe á leik Íslands og Argentínu í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer á morgun. Þetta staðfestir Landsbankinn í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Fram kemur að Lilja Björk sé eini starfsmaður bankans sem þiggur slíka boðsferð frá Visa Europe. 

Visa Europe er alþjóðlegt greiðslukortafyrirtæki í eigu Visa Inc. en það félag keypti Visa Europe af útgefendum Visa-greiðslukorta í Evrópu, meðal annars íslensku fyrirtækjunum Borgun og Valitor árið 2016.  Landsbankinn átti stóra hluti í Borgun og Valitor en seldi báða hlutina árið 2014.  Hlutirnir voru seldir á undirverði, meðal annars vegna þess að Borgun og Valitor fengu hvort um sig nærri 7 milljarða króna vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. árið 2016. Tekið skal fram Lilja Björk var ekki orðin bankastjóri Landsbankans þegar þetta var en um er að ræða boðsferð frá fyrirtæki sem Landsbankinn átti eitt sinn óbeinan hlut í. 

Enginn fer úr ríkisstjórninni

Boðsferð Lilju Bjarkar vekur meðal annars athygli vegna þess að enginn af ráðherrunum úr ríkisstjórn Íslands verður í Rússlandi til að fylgjast með leiknum.

Ríkisstjórn Íslands ákvað að sniðganga Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Rússlandi vegna mögulegrar aðkomu ríkisstjórnar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að banatilræði gegn Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi fyrr á árinu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar vakti alþjóðlega athygli. Sama á við um forseta Íslands sem fer ekki til Rússlands. Þessar ástæður ráðamanna Íslands eru því pólitískar. 

Fleiri erlendar ríkisstjórnir tóku sama pól í hæðina, meðal annars ríkisstjórn Svíþjóðar. 

Bankastjóri banka í eigu íslenska ríkisins, banka sem lýtur íslenska ríkinu og fjármálaráðherra formlega séð, fer hins vegar í boðsferð á heimsmeistarakeppnina í boði alþjóðlegs stórfyrirtækis. 

 

Í þágu „viðskiptahagsmuna bankans“ 

Í svari Landsbankans kemur fram að ekkert í starfsreglum bankans meini bankastjóranum að þiggja slíka boðsferð. Spurning Stundarinnar hljóðaði svo: „Heimila starfsreglur, siðareglur Landsbankans, sem er ríkisbanki, að bankastjórinn og aðrir starfsmenn þiggi gjafir og boðsferðir frá einkaðilum?“ Svar bankans við þessari spurningu er: „Já, ef það er í þágu viðskiptalegra hagsmuna bankans og er að öðru leyti í samræmi við reglur bankans.“

„Já, ef það er í þágu viðskiptalegra
hagsmuna bankans og er að öðru
leyti í samræmi við reglur bankans“ 

Í svarinu er ekki tekið fram hvernig það þjónar „viðskiptalegum hagsmunum “ bankans að Lilja Björk fari í umrædda boðsferð til Rússlands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár