Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans sem er í eigu rík­is­ins, fer til Rúss­lands í boði Visa Europe. Lands­bank­inn seg­ir boðs­ferð­ina þjóna „við­skipta­leg­um hags­mun­um“ bank­ans. Rík­is­stjórn Ís­lands snið­geng­ur Heims­meist­ara­keppn­ina.

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi
Boðsferð til Rússlands Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, þiggur boðsferð frá Visa Europe á heimsmeistaramótið í fótbolta.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri ríkisbankans Landsbankans, þiggur boðsferð frá kortafyrirtækinu Visa Europe á leik Íslands og Argentínu í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer á morgun. Þetta staðfestir Landsbankinn í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Fram kemur að Lilja Björk sé eini starfsmaður bankans sem þiggur slíka boðsferð frá Visa Europe. 

Visa Europe er alþjóðlegt greiðslukortafyrirtæki í eigu Visa Inc. en það félag keypti Visa Europe af útgefendum Visa-greiðslukorta í Evrópu, meðal annars íslensku fyrirtækjunum Borgun og Valitor árið 2016.  Landsbankinn átti stóra hluti í Borgun og Valitor en seldi báða hlutina árið 2014.  Hlutirnir voru seldir á undirverði, meðal annars vegna þess að Borgun og Valitor fengu hvort um sig nærri 7 milljarða króna vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. árið 2016. Tekið skal fram Lilja Björk var ekki orðin bankastjóri Landsbankans þegar þetta var en um er að ræða boðsferð frá fyrirtæki sem Landsbankinn átti eitt sinn óbeinan hlut í. 

Enginn fer úr ríkisstjórninni

Boðsferð Lilju Bjarkar vekur meðal annars athygli vegna þess að enginn af ráðherrunum úr ríkisstjórn Íslands verður í Rússlandi til að fylgjast með leiknum.

Ríkisstjórn Íslands ákvað að sniðganga Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Rússlandi vegna mögulegrar aðkomu ríkisstjórnar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að banatilræði gegn Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi fyrr á árinu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar vakti alþjóðlega athygli. Sama á við um forseta Íslands sem fer ekki til Rússlands. Þessar ástæður ráðamanna Íslands eru því pólitískar. 

Fleiri erlendar ríkisstjórnir tóku sama pól í hæðina, meðal annars ríkisstjórn Svíþjóðar. 

Bankastjóri banka í eigu íslenska ríkisins, banka sem lýtur íslenska ríkinu og fjármálaráðherra formlega séð, fer hins vegar í boðsferð á heimsmeistarakeppnina í boði alþjóðlegs stórfyrirtækis. 

 

Í þágu „viðskiptahagsmuna bankans“ 

Í svari Landsbankans kemur fram að ekkert í starfsreglum bankans meini bankastjóranum að þiggja slíka boðsferð. Spurning Stundarinnar hljóðaði svo: „Heimila starfsreglur, siðareglur Landsbankans, sem er ríkisbanki, að bankastjórinn og aðrir starfsmenn þiggi gjafir og boðsferðir frá einkaðilum?“ Svar bankans við þessari spurningu er: „Já, ef það er í þágu viðskiptalegra hagsmuna bankans og er að öðru leyti í samræmi við reglur bankans.“

„Já, ef það er í þágu viðskiptalegra
hagsmuna bankans og er að öðru
leyti í samræmi við reglur bankans“ 

Í svarinu er ekki tekið fram hvernig það þjónar „viðskiptalegum hagsmunum “ bankans að Lilja Björk fari í umrædda boðsferð til Rússlands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár