Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í dag þar sem bótaskyldu tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar vegna brunatjóns á bíl var hafnað. Eigandi bílsins höfðaði mál gegn tryggingafélaginu í kjölfar þess að eldur sem logaði í öðrum bíl barst í hans sem varð þess valdandi að bíll hans gjöreyðilagðist. Taldi stefnandi málsins að tryggingafélaginu bæri að greiða sér skaðabætur út frá ábyrgðartryggingu eiganda bifreiðarinnar sem eldurinn barst frá. Samkvæmt 88. gr. umferðarlaga skal sá sem ábyrgð ber á bíl að bæta það tjón sem hlýst af notkun þess.
Bíllinn brann til kaldra kola þann 28. desember og í kjölfar þess að tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu höfðaði eigandinn mál fyrir héraðsdómi þann 30. nóvember í fyrra.
Niðurstaða tæknideildar lögreglu um rannsókn á brunanum var sú að enginn grunur væri um íkveikju af mannavöldum. Engu var slegið föstu um eldsupptök og voru þau sögð ókunn. Þá kom fram í niðurstöðunni að líklega hefði kviknað í bifreiðinni við …
Athugasemdir