Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Davíð Oddsson fær rúmar 1,6 milljónir á mánuði í eftirlaun

Dav­íð Odds­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra fær 80% af laun­um nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í eft­ir­laun, sam­kvæmt lög­um sem hann stóð að sjálf­ur. Hann þigg­ur einnig eft­ir­laun frá Seðla­banka Ís­lands, til við­bót­ar við laun sín sem rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Davíð Oddsson fær rúmar 1,6 milljónir á mánuði í eftirlaun
Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins var með 5,7 milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2017, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fær rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í eftirlaun frá íslenska ríkinu samkvæmt eftirlaunalögunum sem hann stóð að sjálfur. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum LSR á fyrrverandi forsætisráðherra sem setið hefur jafn lengi og Davíð rétt á 80% af launum forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.617.460 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.021.825 kr. samkvæmt ákvörðun kjararáðs. LSR neitaði að gefa upplýsingar um einstaka lífeyrisþega.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að launatekjur Davíðs, sem starfar nú sem ritstjóri Morgunblaðsins, séu um 5,7 milljónir á mánuði. Nema eftirlaunagreiðslur hans vegna setu sem ráðherra því rúmum fjórðungi af þeirri upphæð. Davíð á einnig rétt á eftirlaunum frá tíma sínum sem seðlabankastjóri á árunum 2005 til 2009.

247 manns fá 70 milljónir samkvæmt eldri lögum

Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár