Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fær rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í eftirlaun frá íslenska ríkinu samkvæmt eftirlaunalögunum sem hann stóð að sjálfur. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum LSR á fyrrverandi forsætisráðherra sem setið hefur jafn lengi og Davíð rétt á 80% af launum forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.617.460 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.021.825 kr. samkvæmt ákvörðun kjararáðs. LSR neitaði að gefa upplýsingar um einstaka lífeyrisþega.
Í tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að launatekjur Davíðs, sem starfar nú sem ritstjóri Morgunblaðsins, séu um 5,7 milljónir á mánuði. Nema eftirlaunagreiðslur hans vegna setu sem ráðherra því rúmum fjórðungi af þeirri upphæð. Davíð á einnig rétt á eftirlaunum frá tíma sínum sem seðlabankastjóri á árunum 2005 til 2009.
247 manns fá 70 milljónir samkvæmt eldri lögum
Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. …
Athugasemdir