Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eftirlaun Davíðs gera hann að hæst launaða fjölmiðlamanninum

Dav­íð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, er tekju­hæsti fjöl­miðla­mað­ur lands­ins með 5,7 millj­ón­ir króna á mán­uði og þigg­ur eft­ir­laun sam­kvæmt lög­um sem hann setti sjálf­ur. Dav­íð á rétt á eft­ir­laun­um sem nema 80% af laun­um for­sæt­is­ráð­herra.

Eftirlaun Davíðs gera hann að hæst launaða fjölmiðlamanninum
Davíð Oddsson Davíð hefur verið borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins á sínum ferli, auk þess að fást við ritstörf. Mynd: Sigtryggur Ari

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Námu tekjur hans 5,7 milljónum króna á mánuði árið 2017, en hluti þeirra eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra og þingmaður. Eftirlaun Davíðs eru 80% af launum forsætisráðherra, en hann fær einnig eftirlaun vegna starfa sinna sem seðlabankastjóri eftir að hann hætti á þingi.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra voru laun Davíðs 3,9 milljónir króna árið 2016. Hafa launatekjur hans samkvæmt þessu aukist um 1,8 milljón króna á mánuði á milli ára. Fyrra árið bauð hann sig fram til forseta Íslands og varð fjórði atkvæðahæsti frambjóðandinn með 13,7% atkvæða. Kostaði framboð hans tæpar 28 milljónir króna, en hann lagði sjálfur til 11 milljónir, samkvæmt samantekt Ríkisendurskoðanda.

Lögin sett í tíð Davíðs

Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. Þau voru afnumin árið 2009 í tíð stjórnar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár