Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaðist á við bandaríska hagfræðinginn James M. Buchanan upp úr aldamótum og óskaði eftir aðstoð hans við að sannfæra íslenskan almenning og stjórnmálamenn um nauðsyn stórfelldra skattalækkana svo breyta mætti Íslandi í „skattaskjól“. 

Hannes sagði Buchanan frá afrekum Davíðs Oddssonar, vinar síns, og lýsti þeirri skoðun að ríkisstjórnir Davíðs hefðu umbreytt íslenska hagkerfinu með jafn afgerandi hætti og tekist hefði í Chile undir Pinochet og í Bretlandi undir forystu Thatchers. 

Þetta kemur fram í bréfum sem Hannes sendi Buchanan árin 2000 og 2005. Stundin komst yfir afrit af bréfunum en þau eru varðveitt í skjalasafni Buchanans í George Mason-háskóla í Virginíu. 

Buchanan hlaut Nóbelsverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði árið 1986 og er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnarskrárhagfræði og svokallaðra almannavalsfræða (e. Public Choice Theory). Buchanan taldi að beita mætti aðferðum hagfræðinnar við greiningu á stjórnmálum, enda létu stjórnmálamenn, embættismenn og kjósendur jafnan stjórnast af eiginhagsmunum rétt eins og leikendur á frjálsum markaði. Hvatti Buchanan til þess að svigrúmi stjórnmálamanna til lagasetningar, skattheimtu og fjárútláta væru settar þröngar skorður í stjórnarskrá.

Samskipti Hannesar og Buchanans veita athyglisverða innsýn í baráttu Hannesar fyrir frjálshyggju og varpa ljósi á það mikla áhrifavald sem hann hafði á Íslandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Þá eru bréfin vitnisburður um það kapp sem Hannes og íslenskir frjálshyggjumenn lögðu á að fá erlenda vopnabræður sína til Íslands til að ljá boðskapnum um markaðsfrelsi, lægri skatta og minni samneyslu aukna vigt. 

Fögnuðu verðlaunumMyndin birtist í Morgunblaðinu í desember 1986 eftir að vinir Buchanans höfðu haldið veislu honum til heiðurs í Stokkhólmi vegna nóbelsverðlaunanna. Buchanan er til vinstri, Hannes til hægri og í miðjunni er Ingemar Ståhl, hagfræðiprófessor í Lundi.

Buchanan var einn þeirra frjálshyggjumanna sem komu til Íslands og héldu fyrirlestra á níunda áratugnum í boði Félags frjálshyggjumanna. Með þessu var jarðvegurinn undirbúinn fyrir þau hugmyndafræðilegu og pólitísku umskipti sem urðu á Davíðstímanum. Eftir aldamót, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og íslenska frjálshyggjutilraunin komin á fullt, skrifaði Hannes bréf til Buchanans og bað hann um að koma aftur til Íslands. 

Hvatti Buchanan til að koma til ÍslandsHér má sjá tölvupóst Hannesar til Buchanans frá 2000. Pósturinn virðist vera viðbragð við svari Buchanans við fyrra bréfi Hannesar.

Skattalækkanir síður afturkræfar

„Það er sérstaklega brýnt að þú komir til Íslands einhvern tímann næsta vetur ef þú hefur tök á. Nú er ég að hvetja til þess að við lækkum skatta í stað þess að greiða niður skuldir, því skattalækkanir eru síður afturkræfar (e. more irreversible). Forsætisráðherra, sem er góður vinur minn, skilur þetta vel,“ skrifar Hannes í tölvupósti til Buchanans þann 4. ágúst 2000 [þýðingin er blaðamanns]. Þá segir hann hagfræðinga einblína á rekstrarstöðu ríkissjóðs til skamms tíma fremur en kerfislæg atriði sem skipta máli til langs tíma. 

„Forsætisráðherra, sem er góður 
vinur minn, skilur þetta vel“

„Reyndar tel ég að Ísland geti orðið skattaskjól (e. tax haven), ekki fyrir svarta starfsemi, heldur fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir því að starfa á lágskattasvæðum. Ég held við ættum að lækka fyrirtækjaskatt úr 30 prósentum niður í 10 prósent og þá skapast sjálfkrafa þrýstingur á að lækka líka tekjuskatt einstaklinga. Þannig er hægt að skapa fjöldafylgi við skattalækkanir um leið og við njótum góðs af uppsveiflu þar sem ný fyrirtæki flýja skattasamræminguna í Evrópu […] og festa rætur á Íslandi. Ég vil gjarnan skrifa þér meira um þetta síðar, en þú yrðir ómetanlegur bandamaður í að sannfæra stjórnmálamenn og almenning hér á landi um ágæti skattalækkana.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár