Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðuneytum og stofnunum heimilt að „blokka“ fólk á samfélagsmiðlum

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir ráðu­neyt­um og rík­is­stofn­un­um heim­ilt að „blokka“ not­end­ur á sam­fé­lags­miðl­um og eyða um­mæl­um í ákveðn­um til­vik­um. Ekki sé skylda að svara er­ind­um sem ber­ast í gegn­um slíka miðla.

Ráðuneytum og stofnunum heimilt að „blokka“ fólk á samfélagsmiðlum
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum. Mynd: Pressphotos

Ráðuneytum og ríkisstofnunum er heimilt að „blokka“ einstaka notendur á samfélagsmiðlum, t.d. Facebook og Twitter, og eyða efni sem telst „óviðurkvæmilegt eða ærumeiðandi“. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata.

Flest ráðuneyti halda úti Facebook síðum, en sum þeirra einnig Twitter, YouTube eða Instagram síðum. Í svari Katrínar kemur fram að ekki hafi verið settar reglur um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum. Forsætisráðuneytið hyggist vinna slíkar reglur sem verði tilbúnar í haust.

Einnig kemur fram í svarinu að stjórnvöldum og stofnunum beri ekki skylda til að svara fyrirspurnum sem berast í gegnum samfélagsmiðlana. Þó að stjórnsýslan sé óformbundin í þeim skilningi að almennt séu ekki gerðar kröfur um að erindi berist á tilteknu formi, t.d. skriflega, í bréfpósti eða á sérstöku eyðublaði, þá líti ráðuneytið svo á að Facebook og Twitter síður þess séu ekki formlegur farvegur erinda.

Heimilt að eyða athugasemdum

Í svarinu segir ráðherra að stjórnvöld þurfi að gæta þess að notkun þeirra á samfélagsmiðlum stríði ekki gegn sjónarmiðum um jafnræði borgara, tjáningarfrelsi þeirra, friðhelgi einkalífs og meðalhóf. „Ekki er þó unnt að útiloka að sú staða geti komið upp að stjórnvaldi verði talið rétt að eyða efni, einstökum athugasemdum og ummælum sem sett hafa verið inn á slíkar síður ef efnið telst óviðurkvæmilegt eða ærumeiðandi,“ segir í svarinu. „Við slíkar aðgerðir hvílir sú skylda á stjórnvaldi að gæta varfærni og meðalhófs og beita vægari úrræðum séu þau tæk og leiðbeina aðila.“

Þörf sé á því að stjórnvöld geti gætt velsæmis og siðgæðis á því efni sem sett er inn og það brjóti ekki gegn réttindum annarra. „Ekki er heldur hægt að útiloka, t.d. í framhaldi af ítrekuðum ærumeiðandi ummælum tiltekins einstaklings, að réttmætt geti talist, eftir atvikum að undangenginni málsmeðferð, að honum verði meinað að setja efni á síðu stjórnvalds,“ segir í svarinu.

Trump meinað að „blokka“ Twitter notendur

Í síðustu viku komst alríkisdómstóll í New York að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseta væri óheimilt að „blokka“ einstaka notendur á Twitter. Taldi dómstóllinn að Twitter síða forsetans teldist opinber vettvangur skoðanaskipta og því væri það brot á stjórnarskrárvörðu málfrelsi Bandaríkjamanna að meina þeim að tjá sig á síðunni. Töldu viðmælendur New York Times að niðurstaða dómstólsins mundi hafa víðtæk áhrif á kjörna fulltrúa, sem þyrftu að passa sig að „blokka“ ekki notendur og eiga í kjölfarið yfir höfði sér málsókn.

Donald TrumpForsetanum er óheimilt að „blokka“ fólk á Twitter.

Fjallað er um tjáningarfrelsi í 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða,“ segir þar. „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár