Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?“

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir hef­ur beð­ið í þrjá mán­uði eft­ir að Bjarni svari fyr­ir­spurn henn­ar um úr­vinnslu upp­lýs­inga í Panama-skjöl­un­um. Þor­gerð­ur Katrín seg­ir taf­ir á svör­um muni hafa áhrif á sam­komu­lag um þinglok. Bjarni svar­ar með því að gagn­rýna Björn Leví Gunn­ars­son vegna fjölda tíma­frekra fyr­ir­spurna.

„Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?“
Tóm þvæla Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir fyrirspurnir þingmanna til ráðherra komnar út í tóma þvælu, sökum fjölda, nákvæmni og þess hve viðamiklar þær séu. Mynd: Pressphotos.biz

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að fyrirspurnir þingmanna til ráðherra ríkisstjórnarinnar séu komnar út í tóma þvælu. Fyrirspurnir hafi líklega aldrei aldrei verið jafn margar á einu löggjafarþingi og auk þess séu þær svo viðamiklar að það sé tóm þvæla.

Þessi orð lét Bjarni falla í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þá ráðherra ríkisstjórnarinnar harðlega fyrir seinagang þegar kæmi að svörum við fyrirspurnum þingmanna. Þannig benti Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á það að fyrst á fimmtudag hefði borist svar við fyrirspurn sem hann lagði fram 20. febrúar síðastliðinn.

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar benti jafnframt á að í þrjá mánuði hefði hún beðið eftir svörum varðandi úrvinnslu á þeim gögnum sem finna mátti í Panama-skjölunum og vörðuðu Íslendinga. Enn biði hún eftir þeim svörum. „Hvers vegna í ósköpunum stendur á þessu svari? Hvað tefur?“ spurði Oddný í forundran.

Veikir eftirlitshlutverk þingsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, benti á að forseti Alþingis hefði í upphafi þingfundar lesið upp óskir frá fjölda ráðherra þar sem óskað var eftir fresti til að svara hátt í tug fyrirspurna þingmanna. Ekki gæti gegnið að þingmenn fengju ekki svör við fyrirspurnum sínum fyrr en um mitt sumar eða jafnvel ekki fyrr en í haust. Þannig væri verið að veikja eftirlitshlutverk þingmanna með framkvæmdavaldinu. „Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á samkomulag okkar í stjórnarandstöðunni varðandi þinglok núna í sumar,“ sagði Þorgerður.

Fleiri þingmenn stjórnarandstöðu tóku undir þennan málflutning. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom þá í ræðustól og sagði mikilvægt að þessi staða yrði rædd í forsætisnefnd þingsins en vildi þó minna á að lagðar hefðu verið fram 316 fyrirspurnir til skirflegs svars á yfirstandandi þingi. Væri það vafalaust meiri fjöldi en sést hefði á fyrri þingum.

Ekki metfjöldi fyrirspurna

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kom því næst í pontu og tók undir með Katrínu auk þess sem hann lýsti þeirri skoðun að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar, viðamiklar og nákvæmar fyrirspurnir og nú. Nefndi hann sem dæmi fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um störf þingmanna á vegum framkvæmdavaldsins. „Spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna sl. tíu ár. Hvernig greiðslum til þeirra hafa verið háttað, hvað ætla megi að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?“

Björn Leví benti á að það væri rangt að aldrei hefðu komið fram jafn margar fyrirspurnir og á þessu þingi og að þar í ofanálag væru margar þeirra fyrirspurna sem lagðar hefðu verið fram samhljóða en væri beint að mörgum ráðherrum. Oddný Harðardóttir kom síðan á nýjan leik upp í ræðustól og ítrekaði að hún hefði nú beðið í þrjá mánuði eftir svörum varðandi Panama-skjölin og álíka lengi eftir svörum við fyrirspurn um laun forstjóra og yfirmanna í ríkisstofnunum og fyrirtækjum í eigu ríkisins. „Varla getur það verið, herra forseti, að það standi á þessum svörum út af spurningum frá háttvirtum þingmanni Birni Leví Gunnarssyni. Er það út af því? Er það skýringin á því að ég fæ ekki svör við þessum tveimur spurningum sem eru búnar að liggja í rúma og tæpa þrjá mánuði hjá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár