Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðuneyti Ásmundar skilgreinir og ber ábyrgð á „óháðri úttekt“ á vinnubrögðum þess og Braga

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið ann­ast verk­samn­ings­gerð og ber ábyrgð á fram­kvæmd­inni þrátt fyr­ir að til­kynnt hafi ver­ið um vinn­una á vef for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og fjall­að um verk­ið sem „óháða út­tekt“.

Ráðuneyti Ásmundar skilgreinir og ber ábyrgð á „óháðri úttekt“ á vinnubrögðum þess og Braga

Velferðarráðuneytið annast verksamningsgerð og ber ábyrgð á framkvæmd úttektar sem sett var af stað í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þrátt fyrir að tilkynnt hefði verið um vinnuna á vef forsætisráðuneytisins og fjallað um verkið sem „óháða úttekt“.

Úttektin lýtur meðal annars að málsmeðferð velferðarráðuneytisins á sviði barnaverndarmála, en velferðarráðuneytið semur við úttektaraðila, skilgreinir verkefnið og ber ábyrgð á framkvæmd þess.

Forsætisráðuneytið tilkynnti þann 2. maí síðastliðinn að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði ákveðið að fram færi „óháð úttekt á tilteknum málum á sviði barnaverndar hér á landi, sem verið hafa til umfjöllunar í velferðarráðuneytinu og hjá velferðarnefnd Alþingis“.

Vinnan var sett af stað eftir að í ljós kom að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hélt því leyndu fyrir velferðarnefnd Alþingis að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og frambjóðandi Norðurlandanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, hefði verið snupraður af ráðuneytinu vegna óeðlilegra afskipta af barnaverndarmáli þar sem hann beitti sér, samkvæmt þeim samskiptum sem skráð voru, fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að hann hefði misnotað þær kynferðislega. 

Mikil og gagnrýnin umræða fór af stað um framgöngu Braga Guðbrandssonar og upplýsingaleynd ráðherra eftir að Stundin birti ítarlega frétt um málið þann 27. apríl síðastliðinn og tók velferðarnefnd þingsins málið til umfjöllunar. Sú umræða þagnaði eftir að forsætisráðuneytið greindi frá því að ráðist yrði í „óháða úttekt“, að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur en að ósk Ásmundar Einars, þar sem farið yrði yfir „fyrirliggjandi gögn málsins og málsmeðferð viðkomandi stjórnvalda, þ.e. þeirra barnaverndarnefnda sem tengjast viðkomandi málum, Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytis“. Vinnan er á hendi Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara og Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild Háskóla Íslands.

Stundin hafði samband við forsætisráðuneytið í síðustu viku og óskaði eftir því að fá erindisbréf þeirra afhent og upplýsingar um afmörkun og skilgreiningu verkefnisins. Þá var spurt hvort teknar yrðu skýrslur af hlutaðeigandi aðilum, hvort Kjartan og Kristín fengju starfsmenn sér til aðstoðar og hve miklum fjármunum yrði varið til verkefnisins.

Fram kemur í svari frá skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu að ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar verði nýtt til að standa undir kostnaði vegna úttektarinnar. Hins vegar sé framkvæmd verkefnisins „að öðru leyti á ábyrgð velferðarráðuneytisins sem annast verksamningsgerð við úttektaraðila, þar sem gögnin heyra undir málefnasvið þeirra skv. forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna, og það ráðuneyti veitir þeim aðgang að gögnum þeirra mála sem til athugunar eru“. 

Í ljósi þess að velferðarráðuneytið ber ábyrgð á verkefninu áframsendi forsætisráðuneytið fyrirspurn Stundarinnar þangað. Stundin hefur gengið á eftir svörum og óskað eftir því að fá verksamninginn afhentan án árangurs. 

Kjartan Bjarni og Kristín voru, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, ekki skipuð sérstaklega af ráðherra heldur var einungis gerður verksamningur. Þannig virðist um að ræða eins konar útvistun á starfsemi sem leiðir af stjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra samkvæmt stjórnarráðslögum. Sem kunnugt er fer Ásmundur Einar Daðason með stjórnarmálefni í velferðarráðuneytinu er varða barnaverndarmál og heyrir því verkefnið undir hann auk þess sem úttektarskýrslunni verður skilað til velferðarráðuneytisins.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar þann 14. maí síðastliðinn bíða utanríkisráðuneyti Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands eftir niðurstöðu úttektarinnar. „Nýlega var okkur greint frá því að sett hefði verið af stað óháð athugun á verklagi barnaverndaryfirvalda á Íslandi. Við fylgjumst með framgangi athugunarinnar í gegnum sendiráð okkar í Reykjavík og bíðum frekari upplýsinga,“ sagði upplýsingafulltrúi hjá sænska utanríkisráðuneytinu í svari til Stundarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár