Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Eina leið­in fyr­ir Ey­þór Arn­alds til að verða borg­ar­stjóri er að fá með sér Kol­brúnu Bald­urs­dótt­ur í Flokki fólks­ins, Vig­dísi Hauks­dótt­ur í Mið­flokkn­um og Við­reisn.

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri
Eyþór, Líf og Þórdís Enginn raunhæfur meirihluti verður myndaður án Viðreisnar í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Eina leið Eyþórs Arnalds í borgarstjórastólinn, ef marka má fyrri yfirlýsingar borgarfulltrúa, er að fá til samstarfs við sig Flokk fólksins og Viðreisn, ásamt Miðflokknum.

Bæði Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, Líf Magneudóttir í Vinstri grænum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistaflokknum  og Dóra Björt Guðjónsdóttir hjá Pírötum hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Eina meirihlutamunstrið sem verður til þess að Eyþór Arnalds verði borgarstjóri er að Sjálfstæðisflokkurinn, með 8 borgarfulltrúa, fái til samstarfs við sig tvo borgarfulltrúa Viðreisnar, Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur og Pawel Bar­toszek, og Kolbrúnu Baldursdóttur hjá Flokki fólksins, ásamt Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. Þannig næðist naumasti möguleik meirihluti, með 12 af 23 borgarfulltrúum. 

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Flokks fólksins, starfaði áður innan Sjálfstæðisflokksins. Hún gaf kost á sér í prófkjörum flokksins árin 2006 og 2009. Á kynningarfundi Flokks fólksins í apríl sagðist hún ekki eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum lengur, af málefnalegum ástæðum, en kvaðst ekki útiloka samstarf með flokknum eftir kosningar.

Pawel Bartoszek var áður virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins, en lýsti því yfir í nótt að Viðreisn ætti meira sameiginlegt með fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta í skipulagsmálum en í atvinnumálum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil og hefur starfað hjá Reykjavíkurborg, meðal annars sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum gaf til kynna í nótt að hún væri opin fyrir samstarfi við alla. Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa hins vegar útilokað samstarf við Miðflokkinn.

Til þess að verða borgarstjóri þarf Eyþór Arnalds að fá alla þessa aðila til samstarfs við sig, og fyrst og fremst treysta á að Viðreisn velji samstarf með honum frekar en Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Fulltrúar Viðreisnar hafa vísað í að málefnin munu ráða þar för.

„Þetta er mjög opin staða,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Okkar stefna er mjög skýr og var mjög ítarleg eins og fólk gat séð. Það er mjög margt sem við eigum sameiginlegt með núverandi meirihluta. Við vorum mjög afdráttarlaus í afstöðu okkar til Borgarlínu og því að gefa umferðinni greiðari leið í gegnum stokka og svoleiðis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár