Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Litlar breytingar á fylgi á landsvísu

Fylgi við rík­is­stjórn­ina er kom­ið und­ir 50 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur en dal­ar lít­il­lega milli kann­ana. Breyt­ing­ar á fylgi eru all­ar inn­an vik­marka.

Litlar breytingar á fylgi á landsvísu
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og er nú kominn undir 50 prósent. Mynd: Stjórnarráðið

Sjálfstæðisflokkur mælist með mestan stuðning flokka á landsvísu samkvæmt könnun MMR en tæplega 24 prósent aðspurðra sögðust myndu styðja flokkinn ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú. Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins en sáralitlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana.

Könnunin var gerð dagana 16. til 22. maí. Alls sögðust 23,7 prósent aðspurðra styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem er tæpu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem birt var 2. maí síðastliðinn og 1,5 prósentustigum lægra en í síðustu þingkosningum. Samfylkingin mælist með stuðning 14,6 prósent aðspurðra, sem er nálega sami stuðningur og í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða í kosningunum. Píratar eru síðan þriðji stærsti flokkur landsins, mælast með stuðning 14,1 prósents aðspurðra. Það er rúmu prósentustigi hærra en í síðustu könnun og verulega mikið meira en í kosningunum síðustu þar sem flokkurinn fékk 9,2 prósent atkvæða.

Vinstri græn tapa fylgi milli kannana og mælast nú með 12 prósenta stuðning en mældust með 13,7 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn heldur því áfram að tapa fylgi frá kosningum en þá hlaut hann 16,9 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig frá síðustu könnun og mælist nú með 10,1 prósentu fylgi. Það er lítillega minna en flokkurinn fékk í kosningunum, þá hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða, en í síðustu könnun sögðust 8,2 prósent aðspurðra styðja flokkinn.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast því samanlagt með 45,8 prósenta fylgi en fengu samanlagt 52,8 prósent í kosningunum. Fylgistap Vinstri grænna vegur þar þyngst. Einnig var spurt hvort fólk styddi ríksstjórnina og dalar stuðningur við hana milli mælinga. Stuðningurinn er nú kominn undir 50 prósent en 49,8 prósent sögðust styðja stjórnina borið saman við 52,8 prósent í könnuninni 2. maí.

Fylgi Miðflokksins mælist nú 9,8 prósent borið saman við 10,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent í kosningunum. Viðreisn mælist nú með 7,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 7,6 prósent. Flokkurinn fékk 6,7 prósent atkvæða í kosningunum. Fylgi við Flokk fólksins mælist nú 5,6 prósent en mældist síðast 5,8 prósent. Í kosningunum hlaut flokkurinn 6,9 prósent atkvæða. Aðrir flokkar mælast samanlagt með stuðning 3 prósenta aðspurðra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár