Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Litlar breytingar á fylgi á landsvísu

Fylgi við rík­is­stjórn­ina er kom­ið und­ir 50 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur en dal­ar lít­il­lega milli kann­ana. Breyt­ing­ar á fylgi eru all­ar inn­an vik­marka.

Litlar breytingar á fylgi á landsvísu
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og er nú kominn undir 50 prósent. Mynd: Stjórnarráðið

Sjálfstæðisflokkur mælist með mestan stuðning flokka á landsvísu samkvæmt könnun MMR en tæplega 24 prósent aðspurðra sögðust myndu styðja flokkinn ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú. Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins en sáralitlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana.

Könnunin var gerð dagana 16. til 22. maí. Alls sögðust 23,7 prósent aðspurðra styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem er tæpu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem birt var 2. maí síðastliðinn og 1,5 prósentustigum lægra en í síðustu þingkosningum. Samfylkingin mælist með stuðning 14,6 prósent aðspurðra, sem er nálega sami stuðningur og í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða í kosningunum. Píratar eru síðan þriðji stærsti flokkur landsins, mælast með stuðning 14,1 prósents aðspurðra. Það er rúmu prósentustigi hærra en í síðustu könnun og verulega mikið meira en í kosningunum síðustu þar sem flokkurinn fékk 9,2 prósent atkvæða.

Vinstri græn tapa fylgi milli kannana og mælast nú með 12 prósenta stuðning en mældust með 13,7 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn heldur því áfram að tapa fylgi frá kosningum en þá hlaut hann 16,9 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig frá síðustu könnun og mælist nú með 10,1 prósentu fylgi. Það er lítillega minna en flokkurinn fékk í kosningunum, þá hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða, en í síðustu könnun sögðust 8,2 prósent aðspurðra styðja flokkinn.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast því samanlagt með 45,8 prósenta fylgi en fengu samanlagt 52,8 prósent í kosningunum. Fylgistap Vinstri grænna vegur þar þyngst. Einnig var spurt hvort fólk styddi ríksstjórnina og dalar stuðningur við hana milli mælinga. Stuðningurinn er nú kominn undir 50 prósent en 49,8 prósent sögðust styðja stjórnina borið saman við 52,8 prósent í könnuninni 2. maí.

Fylgi Miðflokksins mælist nú 9,8 prósent borið saman við 10,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent í kosningunum. Viðreisn mælist nú með 7,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 7,6 prósent. Flokkurinn fékk 6,7 prósent atkvæða í kosningunum. Fylgi við Flokk fólksins mælist nú 5,6 prósent en mældist síðast 5,8 prósent. Í kosningunum hlaut flokkurinn 6,9 prósent atkvæða. Aðrir flokkar mælast samanlagt með stuðning 3 prósenta aðspurðra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár