Línurnar í kosningabaráttunni í höfuðborginni eru nokkuð skýrar þegar kemur að skipulagsmálum. Stefnumál flokkanna þriggja sem sitja í núverandi meirihluta, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata, eiga það sameiginlegt að styðja við gildandi Aðalskipulag, uppbyggingu Borgarlínu og þéttingu byggðar. Stærsti flokkurinn í minnihluta, Sjálfstæðisflokkur, hefur skilgreint sig sem skýran valkost við núverandi ástand með andstöðu sinni við Borgarlínu og hugmyndum um ný hverfi.
Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Flokkur fólksins, Höfuðborgarlistinn og Frelsisflokkurinn eru öll gagnrýnin á ríkjandi stefnu í skipulagsmálum og leggja áherslu á bætt samgöngumannvirki fyrir umferð einkabílsins. Viðreisn deilir hins vegar að mörgu leyti sýn meirihlutans í skipulagsmálum, þó snertifleti megi einnig finna með Sjálfstæðisflokki.
Önnur framboð setja aðra málaflokka en skipulagsmál á oddinn, en lítið sem ekkert var að finna um stefnu Kvennahreyfingarinnar, Karlalistans og Íslensku þjóðfylkingarinnar hvað þau varðar. Þá fjalla Alþýðufylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Borgin okkar - Reykjavík helst um skipulagsmál út frá félagslegum forsendum, og það á …
Athugasemdir