Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, Haukur Ingibergssson, á annað leigufélag sem er virkt á húsnæðimarkaði en Stundin sagði frá eignarhaldi hans á félaginu Ráðgjafaþjónustunni ehf. í blaðinu í síðustu viku. Hitt leigufélag Hauks heitir Apartment ehf. og á það fimm íbúðir í Kópavogi og eina í Reykjavík.
Síðustu viðskipti félagsins voru í árslok 2017 þegar félagið keypti íbúð í Kjarrhólma í Kópavogi. Allar íbúðirnar sex voru keyptar á árunum 2013 til 2017 en Haukur settist í stjórn Íbúðalánasjóðs eftir að Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, skipaði hann í stjórn í september 2013. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði Hauk sem formann stjórnar Íbúðalánasjóðs í janúar síðastliðinn.
Samanlagt á formaður Íbúðalánasjóðs því 13 leiguíbúðir á leigumarkaði.
12 milljóna hagnaður á leigumarkaði
Engin veð hvíla á íbúðunum og virðist Haukur því greiða fyrir íbúðirnar með eigin fé félagsins. Ekki er að sjá, út frá eigendasögu íbúðanna, að Haukur hafi heldur átt í einhverjum viðskiptum við Íbúðalánasjóð …
Athugasemdir