Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

„Við höfð­um ýms­ar hug­mynd­ir um hvernig mætti koma til móts við kjós­end­ur en því mið­ur feng­um við eng­in við­brögð,“ seg­ir Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna sveitarstjórnarkosninga fer einvörðungu fram í Smáralind þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðist til að útvega húsnæði og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafi mótmælt áformum sýslumanns um að atkvæðagreiðslan færi aðeins fram á einum stað.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður sendi Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH tölvupóst þann 30. janúar síðastliðinn þar sem fram kom að sýslumannsembættið myndi brátt hefja leit að „húsnæði sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu“. Tók Þórólfur fram að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefði síðasta haust farið fram í húsakynnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og síðan flust yfir í Smáralind, skammt frá sýslumannsskrifstofunni. „Vel tókst til með atkvæðagreiðsluna og kusu fleiri utan kjörfundar en nokkru sinni áður. Staðsetning kjörstaðarins kann að hafa haft áhrif á kosningaþátttökuna þó ekki verði fullyrt um það,“ segir í bréfi sýslumanns. „Vegna skipulags utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og kostnaðarmats er mikilvægt að afstaða sveitarfélaganna til þess hvernig að henni verður staðið liggi fyrir sem fyrst. Sjálfsagt er að funda með stjórn SSH til að fara yfir þessi mál.“ 

Stjórn SSH tók erindi sýslumanns fyrir á fundi þann 12. febrúar og bókaði eftirfarandi: „Stjórn SSH getur ekki fallist á né lagt til við sveitarfélögin að einungis einn kjörstaður verði í boði. Borgarstjóri upplýsti og áréttaði að af hálfu Reykjavíkurborgar væri í boði aðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna þessa.“ Borgarráð Reykjavíkur fjallaði svo um málið þann 15. febrúar og tók undir niðurstöðu stjórnar SSH. Var sýslumanni greint frá því að borgin gæti hjálpað til við að útvega aðstöðu, t.d. Ráðhúsið. 

Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ítrekaði erindið þann 23. mars og benti á að Ráðhúsið væri einungis tekið sem dæmi um mögulegt húsnæði. „Ég óska því eftir, f.h. Reykjavíkurborgar að fá upplýsingar um þarfagreiningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og tímasetningar vegna mögulegs kjörstaðar í Reykjavík svo við getum sett vinnu af stað við að finna hentugt húsnæði.“

Engin viðbrögð við erindi borgarinnar

Í ljósi ályktana sýslumanns um að staðsetning kjörstaðar í síðustu þingkosningum kynni að hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu sendi Páll Hilmarsson, sérfræðingur á sviði tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg, sýslumannsembættinu tölvupóst þann 22. mars með upplýsingum um kjörsókn.

Páll benti á að almennt hefði hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum aukist jafnt og þétt frá 2003. Orðið hefði aukning á öllu landinu milli 2016 og 2017. „Mest var aukningin í Suðvesturkjördæmi (3,6 prósentustig) og í Norðausturkjördæmi (5.4). Annarsstaðar var aukningin í kringum 1-1,5 prósentustig. Mögulega má skýra aukið hlutfall utankjörfundaratkvæða í Suðvesturkjördæmi með staðsetningu kjörstaðar í Smáralind. Það útskýrir þó ekki mikla aukningu í Norðausturkjördæmi,“ skrifaði hann. 

„Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram“

Stundin hafði samband við Helgu Björk skrifstofustjóra vegna málsins. „Þetta er ákvörðun sýslumanns og samkvæmt lögum sér sýslumaður um utankjörfundar-atkvæðagreiðsluna og ákveður þetta,“ segir hún.

Aðspurð hvort engin viðbrögð hafi borist við erindi Reykjavíkurborgar segir hún: „Nei, við fengum engin formleg viðbrögð. Að vísu lýsti fulltrúi sýslumanns yfir ákveðnum efasemdum um Ráðhúsið en við bentum á að við værum tilbúin að skoða hvaða húsnæði sem er og vera innan handar við að finna húsnæði.“

Hún segir að Reykjavíkurborg hafi talið mikilvægt að atkvæðagreiðsla utan kjörfundarfæri fram á fleiri en einum stað. „Við höfðum ýmsar hugmyndir um hvernig mætti koma til móts við kjósendur en því miður fengum við engin viðbrögð. Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár