Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

„Við höfð­um ýms­ar hug­mynd­ir um hvernig mætti koma til móts við kjós­end­ur en því mið­ur feng­um við eng­in við­brögð,“ seg­ir Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna sveitarstjórnarkosninga fer einvörðungu fram í Smáralind þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðist til að útvega húsnæði og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafi mótmælt áformum sýslumanns um að atkvæðagreiðslan færi aðeins fram á einum stað.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður sendi Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH tölvupóst þann 30. janúar síðastliðinn þar sem fram kom að sýslumannsembættið myndi brátt hefja leit að „húsnæði sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu“. Tók Þórólfur fram að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefði síðasta haust farið fram í húsakynnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og síðan flust yfir í Smáralind, skammt frá sýslumannsskrifstofunni. „Vel tókst til með atkvæðagreiðsluna og kusu fleiri utan kjörfundar en nokkru sinni áður. Staðsetning kjörstaðarins kann að hafa haft áhrif á kosningaþátttökuna þó ekki verði fullyrt um það,“ segir í bréfi sýslumanns. „Vegna skipulags utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og kostnaðarmats er mikilvægt að afstaða sveitarfélaganna til þess hvernig að henni verður staðið liggi fyrir sem fyrst. Sjálfsagt er að funda með stjórn SSH til að fara yfir þessi mál.“ 

Stjórn SSH tók erindi sýslumanns fyrir á fundi þann 12. febrúar og bókaði eftirfarandi: „Stjórn SSH getur ekki fallist á né lagt til við sveitarfélögin að einungis einn kjörstaður verði í boði. Borgarstjóri upplýsti og áréttaði að af hálfu Reykjavíkurborgar væri í boði aðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna þessa.“ Borgarráð Reykjavíkur fjallaði svo um málið þann 15. febrúar og tók undir niðurstöðu stjórnar SSH. Var sýslumanni greint frá því að borgin gæti hjálpað til við að útvega aðstöðu, t.d. Ráðhúsið. 

Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ítrekaði erindið þann 23. mars og benti á að Ráðhúsið væri einungis tekið sem dæmi um mögulegt húsnæði. „Ég óska því eftir, f.h. Reykjavíkurborgar að fá upplýsingar um þarfagreiningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og tímasetningar vegna mögulegs kjörstaðar í Reykjavík svo við getum sett vinnu af stað við að finna hentugt húsnæði.“

Engin viðbrögð við erindi borgarinnar

Í ljósi ályktana sýslumanns um að staðsetning kjörstaðar í síðustu þingkosningum kynni að hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu sendi Páll Hilmarsson, sérfræðingur á sviði tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg, sýslumannsembættinu tölvupóst þann 22. mars með upplýsingum um kjörsókn.

Páll benti á að almennt hefði hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum aukist jafnt og þétt frá 2003. Orðið hefði aukning á öllu landinu milli 2016 og 2017. „Mest var aukningin í Suðvesturkjördæmi (3,6 prósentustig) og í Norðausturkjördæmi (5.4). Annarsstaðar var aukningin í kringum 1-1,5 prósentustig. Mögulega má skýra aukið hlutfall utankjörfundaratkvæða í Suðvesturkjördæmi með staðsetningu kjörstaðar í Smáralind. Það útskýrir þó ekki mikla aukningu í Norðausturkjördæmi,“ skrifaði hann. 

„Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram“

Stundin hafði samband við Helgu Björk skrifstofustjóra vegna málsins. „Þetta er ákvörðun sýslumanns og samkvæmt lögum sér sýslumaður um utankjörfundar-atkvæðagreiðsluna og ákveður þetta,“ segir hún.

Aðspurð hvort engin viðbrögð hafi borist við erindi Reykjavíkurborgar segir hún: „Nei, við fengum engin formleg viðbrögð. Að vísu lýsti fulltrúi sýslumanns yfir ákveðnum efasemdum um Ráðhúsið en við bentum á að við værum tilbúin að skoða hvaða húsnæði sem er og vera innan handar við að finna húsnæði.“

Hún segir að Reykjavíkurborg hafi talið mikilvægt að atkvæðagreiðsla utan kjörfundarfæri fram á fleiri en einum stað. „Við höfðum ýmsar hugmyndir um hvernig mætti koma til móts við kjósendur en því miður fengum við engin viðbrögð. Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár