Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

„Við höfð­um ýms­ar hug­mynd­ir um hvernig mætti koma til móts við kjós­end­ur en því mið­ur feng­um við eng­in við­brögð,“ seg­ir Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna sveitarstjórnarkosninga fer einvörðungu fram í Smáralind þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðist til að útvega húsnæði og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafi mótmælt áformum sýslumanns um að atkvæðagreiðslan færi aðeins fram á einum stað.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður sendi Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH tölvupóst þann 30. janúar síðastliðinn þar sem fram kom að sýslumannsembættið myndi brátt hefja leit að „húsnæði sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu“. Tók Þórólfur fram að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefði síðasta haust farið fram í húsakynnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og síðan flust yfir í Smáralind, skammt frá sýslumannsskrifstofunni. „Vel tókst til með atkvæðagreiðsluna og kusu fleiri utan kjörfundar en nokkru sinni áður. Staðsetning kjörstaðarins kann að hafa haft áhrif á kosningaþátttökuna þó ekki verði fullyrt um það,“ segir í bréfi sýslumanns. „Vegna skipulags utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og kostnaðarmats er mikilvægt að afstaða sveitarfélaganna til þess hvernig að henni verður staðið liggi fyrir sem fyrst. Sjálfsagt er að funda með stjórn SSH til að fara yfir þessi mál.“ 

Stjórn SSH tók erindi sýslumanns fyrir á fundi þann 12. febrúar og bókaði eftirfarandi: „Stjórn SSH getur ekki fallist á né lagt til við sveitarfélögin að einungis einn kjörstaður verði í boði. Borgarstjóri upplýsti og áréttaði að af hálfu Reykjavíkurborgar væri í boði aðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna þessa.“ Borgarráð Reykjavíkur fjallaði svo um málið þann 15. febrúar og tók undir niðurstöðu stjórnar SSH. Var sýslumanni greint frá því að borgin gæti hjálpað til við að útvega aðstöðu, t.d. Ráðhúsið. 

Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ítrekaði erindið þann 23. mars og benti á að Ráðhúsið væri einungis tekið sem dæmi um mögulegt húsnæði. „Ég óska því eftir, f.h. Reykjavíkurborgar að fá upplýsingar um þarfagreiningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og tímasetningar vegna mögulegs kjörstaðar í Reykjavík svo við getum sett vinnu af stað við að finna hentugt húsnæði.“

Engin viðbrögð við erindi borgarinnar

Í ljósi ályktana sýslumanns um að staðsetning kjörstaðar í síðustu þingkosningum kynni að hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu sendi Páll Hilmarsson, sérfræðingur á sviði tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg, sýslumannsembættinu tölvupóst þann 22. mars með upplýsingum um kjörsókn.

Páll benti á að almennt hefði hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum aukist jafnt og þétt frá 2003. Orðið hefði aukning á öllu landinu milli 2016 og 2017. „Mest var aukningin í Suðvesturkjördæmi (3,6 prósentustig) og í Norðausturkjördæmi (5.4). Annarsstaðar var aukningin í kringum 1-1,5 prósentustig. Mögulega má skýra aukið hlutfall utankjörfundaratkvæða í Suðvesturkjördæmi með staðsetningu kjörstaðar í Smáralind. Það útskýrir þó ekki mikla aukningu í Norðausturkjördæmi,“ skrifaði hann. 

„Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram“

Stundin hafði samband við Helgu Björk skrifstofustjóra vegna málsins. „Þetta er ákvörðun sýslumanns og samkvæmt lögum sér sýslumaður um utankjörfundar-atkvæðagreiðsluna og ákveður þetta,“ segir hún.

Aðspurð hvort engin viðbrögð hafi borist við erindi Reykjavíkurborgar segir hún: „Nei, við fengum engin formleg viðbrögð. Að vísu lýsti fulltrúi sýslumanns yfir ákveðnum efasemdum um Ráðhúsið en við bentum á að við værum tilbúin að skoða hvaða húsnæði sem er og vera innan handar við að finna húsnæði.“

Hún segir að Reykjavíkurborg hafi talið mikilvægt að atkvæðagreiðsla utan kjörfundarfæri fram á fleiri en einum stað. „Við höfðum ýmsar hugmyndir um hvernig mætti koma til móts við kjósendur en því miður fengum við engin viðbrögð. Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár