Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

„Við höfð­um ýms­ar hug­mynd­ir um hvernig mætti koma til móts við kjós­end­ur en því mið­ur feng­um við eng­in við­brögð,“ seg­ir Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna sveitarstjórnarkosninga fer einvörðungu fram í Smáralind þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðist til að útvega húsnæði og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafi mótmælt áformum sýslumanns um að atkvæðagreiðslan færi aðeins fram á einum stað.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður sendi Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH tölvupóst þann 30. janúar síðastliðinn þar sem fram kom að sýslumannsembættið myndi brátt hefja leit að „húsnæði sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu“. Tók Þórólfur fram að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefði síðasta haust farið fram í húsakynnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og síðan flust yfir í Smáralind, skammt frá sýslumannsskrifstofunni. „Vel tókst til með atkvæðagreiðsluna og kusu fleiri utan kjörfundar en nokkru sinni áður. Staðsetning kjörstaðarins kann að hafa haft áhrif á kosningaþátttökuna þó ekki verði fullyrt um það,“ segir í bréfi sýslumanns. „Vegna skipulags utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og kostnaðarmats er mikilvægt að afstaða sveitarfélaganna til þess hvernig að henni verður staðið liggi fyrir sem fyrst. Sjálfsagt er að funda með stjórn SSH til að fara yfir þessi mál.“ 

Stjórn SSH tók erindi sýslumanns fyrir á fundi þann 12. febrúar og bókaði eftirfarandi: „Stjórn SSH getur ekki fallist á né lagt til við sveitarfélögin að einungis einn kjörstaður verði í boði. Borgarstjóri upplýsti og áréttaði að af hálfu Reykjavíkurborgar væri í boði aðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna þessa.“ Borgarráð Reykjavíkur fjallaði svo um málið þann 15. febrúar og tók undir niðurstöðu stjórnar SSH. Var sýslumanni greint frá því að borgin gæti hjálpað til við að útvega aðstöðu, t.d. Ráðhúsið. 

Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ítrekaði erindið þann 23. mars og benti á að Ráðhúsið væri einungis tekið sem dæmi um mögulegt húsnæði. „Ég óska því eftir, f.h. Reykjavíkurborgar að fá upplýsingar um þarfagreiningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og tímasetningar vegna mögulegs kjörstaðar í Reykjavík svo við getum sett vinnu af stað við að finna hentugt húsnæði.“

Engin viðbrögð við erindi borgarinnar

Í ljósi ályktana sýslumanns um að staðsetning kjörstaðar í síðustu þingkosningum kynni að hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu sendi Páll Hilmarsson, sérfræðingur á sviði tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg, sýslumannsembættinu tölvupóst þann 22. mars með upplýsingum um kjörsókn.

Páll benti á að almennt hefði hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum aukist jafnt og þétt frá 2003. Orðið hefði aukning á öllu landinu milli 2016 og 2017. „Mest var aukningin í Suðvesturkjördæmi (3,6 prósentustig) og í Norðausturkjördæmi (5.4). Annarsstaðar var aukningin í kringum 1-1,5 prósentustig. Mögulega má skýra aukið hlutfall utankjörfundaratkvæða í Suðvesturkjördæmi með staðsetningu kjörstaðar í Smáralind. Það útskýrir þó ekki mikla aukningu í Norðausturkjördæmi,“ skrifaði hann. 

„Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram“

Stundin hafði samband við Helgu Björk skrifstofustjóra vegna málsins. „Þetta er ákvörðun sýslumanns og samkvæmt lögum sér sýslumaður um utankjörfundar-atkvæðagreiðsluna og ákveður þetta,“ segir hún.

Aðspurð hvort engin viðbrögð hafi borist við erindi Reykjavíkurborgar segir hún: „Nei, við fengum engin formleg viðbrögð. Að vísu lýsti fulltrúi sýslumanns yfir ákveðnum efasemdum um Ráðhúsið en við bentum á að við værum tilbúin að skoða hvaða húsnæði sem er og vera innan handar við að finna húsnæði.“

Hún segir að Reykjavíkurborg hafi talið mikilvægt að atkvæðagreiðsla utan kjörfundarfæri fram á fleiri en einum stað. „Við höfðum ýmsar hugmyndir um hvernig mætti koma til móts við kjósendur en því miður fengum við engin viðbrögð. Þannig fór í raun aldrei neitt samtal fram.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár