Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík auglýsir nú á Facebook nýtt kosningaloforð um lækkun útsvars úr 14,52% undir 14% á kjörtímabilinu. Loforðið var ekki hluti af stefnu flokksins þegar hún var kynnt 14. apríl síðastliðinn, en útsvarstekjur Reykjavíkurborgar hefðu verið 2,5 milljörðum króna lægri í fyrra miðað við loforð Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík innheimtir hámarksútsvar, samkvæmt lögum, en Seltjarnarnes og Garðabær eru einu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem útsvarsprósentan er lægri en 14%. Tekjur Reykjavíkurborgar af útsvari árið 2017 voru 68,7 milljarðar króna eftir afskriftir og greiðslu í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hefði skatthlutfallið verið 14% í stað 14,52% hefðu tekjurnar verið 66,2 milljarðar, að öllu jöfnu, eða 2,5 milljörðum lægri.
Kosningaloforðin „borga sig sjálf“
„Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ sagði Eyþór um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins þegar hann kynnti þau í Iðnó 14. apríl. Í kynningunni var útsvar ekki nefnt sérstaklega. Flokkurinn lofar einnig niðurfellingu fasteignaskattar á 70 ára og eldri, …
Athugasemdir