Hættan á lekaslysi mun aukast um 200-450% verði hugmyndir Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, um flutning olíutanka frá Örfirisey að veruleika. Áhætta fyrir fólk mundi aukast um 135-245% yrðu tankarnir fluttir til Hafnarfjarðar eða Helguvíkur. Mælt var gegn hugmyndunum um slíka flutninga í skýrslu sem Faxaflóahafnir létu gera árið 2007.
„Gerð var skýrsla um valkosti fyrir 10 árum og þeir eru nokkrir,“ skrifar Eyþór Arnalds í athugasemd á Facebook. „Sá lakasti er óbreytt ástand að hafa olíustöð og geymslusvæði á þessum stað í miðborginni.“
Orð hans eru á skjön við niðurstöðu verkefnastjórnarinnar sem skrifaði skýrsluna og taldi Örfirisey vera ákjósanlegustu staðsetninguna og „vel staðsetta frá flestum sjónarhornum“. Fjöldi aðila að verkinu, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri kallaði eftir, en danska ráðgjafarfyrirtækið COWI framkvæmdi áhættugreiningu á stöðinni. Fimmtán staðarvalkostir á strandlengjunni frá Reykjanesi upp á Grundartanga …
Athugasemdir