Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins

Sam­skipta­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar og yf­ir­lýst­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur, Ein­ar Bárð­ar­son, keypti opnu­um­fjöll­un við Rósu Guð­bjarts­dótt­ur í kynn­ing­ar­blaði Frétta­blaðs­ins. Minni­hlut­inn hef­ur kall­að eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um út­gjöld Ein­ars.

Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur kallað eftir upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, var til viðtals í kynningarblaði Fréttablaðsins um Hafnarfjörð á þriðjudag. Umfjöllunin var keypt af Einari Bárðarsyni, samskiptastjóra Hafnarfjarðar, og kostaði bæinn 250 þúsund krónur.

Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gagnrýnir kaupin og spyr hvort eðlilegt sé að slík umfjöllun sé keypt rétt fyrir kosningar. „Mér finnst galið að bærinn sé að kaupa umfjöllun með einum frambjóðanda. Það er ljóst að einhver þarf að svara fyrir þetta,“ segir hann.

Í umfjölluninni kemur fram hve ánægðir Hafnfirðingar eru með sveitarfélagið sitt, hve líflegur bærinn hafi orðið á síðustu misserum og að verslun blómstri. Þá er fjallað um framtíðarsýn Rósu og rætt við hana um nýja Hraunahverfið, svokallað „fimm mínútna hverfi“, sem áætlað er að byggist á næstu tíu til tuttugu árum.

Ákörðunina um að kaupa umfjöllunina tók Einar Bárðarson en hann var ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar tímabundið frá 1. ágúst í fyrra fram til 31. ágúst í ár. Einar hefur frá sextán ára aldri verið virkur í störfum Sjálfstæðisflokksins, meðal annars átt sæti í flokksráði og miðstjórn flokksins ásamt því að hann var ráðinn aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, árið 2008.

Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs á morgun og að sögn Gunnars Axels hefur minnihlutinn kallað eftir frekari upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár