Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins

Sam­skipta­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar og yf­ir­lýst­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur, Ein­ar Bárð­ar­son, keypti opnu­um­fjöll­un við Rósu Guð­bjarts­dótt­ur í kynn­ing­ar­blaði Frétta­blaðs­ins. Minni­hlut­inn hef­ur kall­að eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um út­gjöld Ein­ars.

Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur kallað eftir upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, var til viðtals í kynningarblaði Fréttablaðsins um Hafnarfjörð á þriðjudag. Umfjöllunin var keypt af Einari Bárðarsyni, samskiptastjóra Hafnarfjarðar, og kostaði bæinn 250 þúsund krónur.

Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gagnrýnir kaupin og spyr hvort eðlilegt sé að slík umfjöllun sé keypt rétt fyrir kosningar. „Mér finnst galið að bærinn sé að kaupa umfjöllun með einum frambjóðanda. Það er ljóst að einhver þarf að svara fyrir þetta,“ segir hann.

Í umfjölluninni kemur fram hve ánægðir Hafnfirðingar eru með sveitarfélagið sitt, hve líflegur bærinn hafi orðið á síðustu misserum og að verslun blómstri. Þá er fjallað um framtíðarsýn Rósu og rætt við hana um nýja Hraunahverfið, svokallað „fimm mínútna hverfi“, sem áætlað er að byggist á næstu tíu til tuttugu árum.

Ákörðunina um að kaupa umfjöllunina tók Einar Bárðarson en hann var ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar tímabundið frá 1. ágúst í fyrra fram til 31. ágúst í ár. Einar hefur frá sextán ára aldri verið virkur í störfum Sjálfstæðisflokksins, meðal annars átt sæti í flokksráði og miðstjórn flokksins ásamt því að hann var ráðinn aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, árið 2008.

Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs á morgun og að sögn Gunnars Axels hefur minnihlutinn kallað eftir frekari upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár