Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins

Sam­skipta­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar og yf­ir­lýst­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur, Ein­ar Bárð­ar­son, keypti opnu­um­fjöll­un við Rósu Guð­bjarts­dótt­ur í kynn­ing­ar­blaði Frétta­blaðs­ins. Minni­hlut­inn hef­ur kall­að eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um út­gjöld Ein­ars.

Hafnarfjarðarbær greiddi 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Minnihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur kallað eftir upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, var til viðtals í kynningarblaði Fréttablaðsins um Hafnarfjörð á þriðjudag. Umfjöllunin var keypt af Einari Bárðarsyni, samskiptastjóra Hafnarfjarðar, og kostaði bæinn 250 þúsund krónur.

Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gagnrýnir kaupin og spyr hvort eðlilegt sé að slík umfjöllun sé keypt rétt fyrir kosningar. „Mér finnst galið að bærinn sé að kaupa umfjöllun með einum frambjóðanda. Það er ljóst að einhver þarf að svara fyrir þetta,“ segir hann.

Í umfjölluninni kemur fram hve ánægðir Hafnfirðingar eru með sveitarfélagið sitt, hve líflegur bærinn hafi orðið á síðustu misserum og að verslun blómstri. Þá er fjallað um framtíðarsýn Rósu og rætt við hana um nýja Hraunahverfið, svokallað „fimm mínútna hverfi“, sem áætlað er að byggist á næstu tíu til tuttugu árum.

Ákörðunina um að kaupa umfjöllunina tók Einar Bárðarson en hann var ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar tímabundið frá 1. ágúst í fyrra fram til 31. ágúst í ár. Einar hefur frá sextán ára aldri verið virkur í störfum Sjálfstæðisflokksins, meðal annars átt sæti í flokksráði og miðstjórn flokksins ásamt því að hann var ráðinn aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, árið 2008.

Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs á morgun og að sögn Gunnars Axels hefur minnihlutinn kallað eftir frekari upplýsingum um útgjöld bæjarins til miðlunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu