Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Páll Óskar vill að Eurovision í Ísrael verði sniðgengið

Seg­ir tæki­færi til að mót­mæla fjölda­morð­um Ísra­els­hers í Palestínu með snið­göngu. Seg­ist ekki hafa geð í sér til að troða upp í Jerúsalem með­an á blóð­baði stend­ur hinum meg­inn við vegg­inn

Páll Óskar vill að Eurovision í Ísrael verði sniðgengið
Vill að RÚV sniðgangi Eurovision Páll Óskar segist ekki hafa geð í sér til að troða upp í keppninni á meðan að Ísraelsher myrði óbreytta palestínska borgara og spyr hver geti hugsað sér að gera það.

Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrverandi keppandi fyrir Íslands hönd í Eurovision söngvakeppninni, hvetur til þess að Ríkisútvarpið sniðgangi keppnina á næsta ári. Ástæðan eru mannréttindabrot Ísraela á Palstínumönnum á Gaza. „Hver hefur geð á því að troða upp í Jerúsalem með yfirstandandi blóðbað hinum megin við vegginn? Ekki ég,“ skrifar Páll Óskar á Facebook-síðu sína.

Páll Óskar segir að eins og hann elski nú söngvakeppnina mikið þá telji hann það eðlilegt að sitja hjá og sniðganga keppnina þegar hún er haldin af þjóðum sem hafi gerst brotleg við alþjóðalög, stundi mannréttindabort og blóðuga stríðsglæpi nær því hvern dag, og hafi gert síðustu 70 ár. Nú glæði upplýsingar til fólks sem hafi hugsanlega verið glórulaust um það hversu alvarlegt ástandið á Gaza-ströndinni sé. „Ég var einn af þeim glórulausu. Ég hafði ósköp litla hugmynd um hvað væri í gangi þarna síðast þegar Íslendingar kepptu í Jerúsalem árið 1999.“

Nú viti hann, og aðrir, betur. „Eurovision bliknar og blánar í samanburði við yfirganginn, stjórnsemina og frekjuna sem sponsuð af Bandaríkjunum og nú á að fara í fegrunaraðgerð á ímynd Ísraels út á við með Eurovision.“

„Barnamorð er ómennska“

Nú gefist, skrifar Páll Óskar, kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelshers í Palestínu og setja Ísrael mörk á alþjóðavísu. „Kæra RÚV. Nýtið þetta tækifæri og mótmælið með fjarveru ykkar/okkar Íslendinga. Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í. Skemmtiefni, dægurlög og glamúrgallar eru nefnilega víst bullandi pólitískt mál. Að reyna að aðskilja pólitík og skemmtiefni eða íþróttir er fyrirsláttur. Barnamorð er að mínu áliti komið út fyrir það að vera pólitík. Barnamorð er ómennska. 

Sniðgöngum Eurovision 2019. RÚV gæti gert margt frábært við peningana: Meira tónlistarefni, jafnvel okkar eigin íslensku lagakeppni, leikið efni sem og barnaefni á RÚV. Að sleppa einni Eurokeppni er lítið mál samanborið við þjóðarmorð Ísreals á Palestínu. Hver hefur geð á því að troða upp í Jerúsalem með yfirstandandi blóðbað hinum megin við vegginn? Ekki ég.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár