Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura

58 nýj­ar hleðslu­stöðv­ar verða sett­ar upp í sum­ar. Lausn fyr­ir land­lausa raf­bíla­eig­end­ur.

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura
Tilraunaverkefni með hleðslustöðvar Settar verða upp 58 hleðslustöðvar í miðborginni í sumar, sem nýst geta rafbílaeigendum sem ekki geta hlaðið bíla sína heima við. Mynd: Reykjavíkurborg

Unnið er að því á vegum Reykjavíkurborgar að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbílaeigendur í miðborginni á 26 stöðum. Horft er sértaklega til rafbílaeigenda sem búa í miðborginni en hafa ekki aðstöðu heima við til að hlaða bíla sína en einnig til þeirra sem starfa í miðborginni.

Til stendur að setja stöðvarnar, sem almennt eru kallaðar hlöður, upp í sumar. Þegar er búið að setja upp slíkar hlöður í bílastæðahúsinu við Vesturgötu og til stendur að setja þær einnig upp í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu. Þá verða settar upp hlöður á Geirsgötu, Rauðarárstíg, við Höfða og víðar. Verkefnið kostar um 40 milljónir króna, eftir því sem fram kom í frétt á vefsíðu borgarinnar á síðasta ári.

Ekki til áætlun um framtíðaruppbyggingu

Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir að verkefnið sé tilraunaverkefni sem muni nýtast til að meta árangur, framtíðarþörf og næstu skref. Litlar sem engar greiningar eða áætlanir um framtíðaruppbyggingu eru til hjá borginni hvað varðar uppbyggingu rafhleðslustöðva að sögn Þorsteins. „Við erum frekar stutt komin í þessu, ég held að það megi alveg segja það. Fyrsta skrefið er að setja upp þessar stöðvar í miðborginni, sjá hver nýtingin verður á þeim og hvernig það gengur. Það liggur ekki fyrir neitt stórt plan að öðru leyti, að svo stöddu.“

Þær stöðvar sem verið er að setja upp eru ákveðinn millileikur milli hraðhleðslustöðva sem settar hafa verið upp víða síðustu misseri og venjulegs heimilisrafmagns. Í hlöðunum tekur það um fjóra tíma að fullhlaða bíl, á venjulega heimilisrafmagni tekur það um átta klukkutíma en í hraðhleðslustöðvum er hleðslutími um hálftími. Þessar stöðvar gætu því hentað þeim sem búa og starfa í miðborginni vel, að mati Þorsteins. „Við höfum kallað þetta landlausa rafbílaeigendur, sem ekki hafa aðstöðu til að hlaða bílana inni á sinni lóð. Þetta á sérstaklega við um eldri hverfi borgarinnar, þar er takmarkaður fjöldi og jafnvel engin stæði inni á lóð. Það var samþykkt í borgarráði að fara af stað í í tilrauna- og þróunarverkefni ásamt Orkuveitu Reykjavíkur í þessum efnum. Þar á meðal er að setja upp fleiri hleðslustöðvar fyrir þessa landlausu rafbílaeigendur, til að prófa hvernig þær reynast og nýtast. Annað verkefni sem við ætlum í er að prófa að setja upp hleðslustöðvar á nokkrum ljósastaurum. Þær prófanir verða meðal annars fólgnar í því, fyrir Orkuveituna, að sjá hvert álagið yrði þá á rafveitukerfinu og hvernig virknin á þessum stöðvum yrði.“

Sé raunhæft að setja rafhleðslustöðvar á ljósastaura borgarinnar er ljóst að mikið hagræði myndi hljótast af því, þar sem rafmagnsstrengir eru þá þegar fyrir hendi sem hægt er að tengjast. Þær stöðvar yrðu þó aldrei kraftmiklar þar eð tengingarnar inn á kerfið eru ekki nægilega öflugar til þess. Um yrði að ræða hæghleðslustöðvar, líklega að mestu sambærilegar við heimilishleðslur. Engu að síður gætu slíkar stöðvar vel nýst í þeim hverfum og götum borgarinnar þar sem fólk á ekki eigin stæði en þarf að hlaða rafbíla sína.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár