Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura

58 nýj­ar hleðslu­stöðv­ar verða sett­ar upp í sum­ar. Lausn fyr­ir land­lausa raf­bíla­eig­end­ur.

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura
Tilraunaverkefni með hleðslustöðvar Settar verða upp 58 hleðslustöðvar í miðborginni í sumar, sem nýst geta rafbílaeigendum sem ekki geta hlaðið bíla sína heima við. Mynd: Reykjavíkurborg

Unnið er að því á vegum Reykjavíkurborgar að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbílaeigendur í miðborginni á 26 stöðum. Horft er sértaklega til rafbílaeigenda sem búa í miðborginni en hafa ekki aðstöðu heima við til að hlaða bíla sína en einnig til þeirra sem starfa í miðborginni.

Til stendur að setja stöðvarnar, sem almennt eru kallaðar hlöður, upp í sumar. Þegar er búið að setja upp slíkar hlöður í bílastæðahúsinu við Vesturgötu og til stendur að setja þær einnig upp í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu. Þá verða settar upp hlöður á Geirsgötu, Rauðarárstíg, við Höfða og víðar. Verkefnið kostar um 40 milljónir króna, eftir því sem fram kom í frétt á vefsíðu borgarinnar á síðasta ári.

Ekki til áætlun um framtíðaruppbyggingu

Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir að verkefnið sé tilraunaverkefni sem muni nýtast til að meta árangur, framtíðarþörf og næstu skref. Litlar sem engar greiningar eða áætlanir um framtíðaruppbyggingu eru til hjá borginni hvað varðar uppbyggingu rafhleðslustöðva að sögn Þorsteins. „Við erum frekar stutt komin í þessu, ég held að það megi alveg segja það. Fyrsta skrefið er að setja upp þessar stöðvar í miðborginni, sjá hver nýtingin verður á þeim og hvernig það gengur. Það liggur ekki fyrir neitt stórt plan að öðru leyti, að svo stöddu.“

Þær stöðvar sem verið er að setja upp eru ákveðinn millileikur milli hraðhleðslustöðva sem settar hafa verið upp víða síðustu misseri og venjulegs heimilisrafmagns. Í hlöðunum tekur það um fjóra tíma að fullhlaða bíl, á venjulega heimilisrafmagni tekur það um átta klukkutíma en í hraðhleðslustöðvum er hleðslutími um hálftími. Þessar stöðvar gætu því hentað þeim sem búa og starfa í miðborginni vel, að mati Þorsteins. „Við höfum kallað þetta landlausa rafbílaeigendur, sem ekki hafa aðstöðu til að hlaða bílana inni á sinni lóð. Þetta á sérstaklega við um eldri hverfi borgarinnar, þar er takmarkaður fjöldi og jafnvel engin stæði inni á lóð. Það var samþykkt í borgarráði að fara af stað í í tilrauna- og þróunarverkefni ásamt Orkuveitu Reykjavíkur í þessum efnum. Þar á meðal er að setja upp fleiri hleðslustöðvar fyrir þessa landlausu rafbílaeigendur, til að prófa hvernig þær reynast og nýtast. Annað verkefni sem við ætlum í er að prófa að setja upp hleðslustöðvar á nokkrum ljósastaurum. Þær prófanir verða meðal annars fólgnar í því, fyrir Orkuveituna, að sjá hvert álagið yrði þá á rafveitukerfinu og hvernig virknin á þessum stöðvum yrði.“

Sé raunhæft að setja rafhleðslustöðvar á ljósastaura borgarinnar er ljóst að mikið hagræði myndi hljótast af því, þar sem rafmagnsstrengir eru þá þegar fyrir hendi sem hægt er að tengjast. Þær stöðvar yrðu þó aldrei kraftmiklar þar eð tengingarnar inn á kerfið eru ekki nægilega öflugar til þess. Um yrði að ræða hæghleðslustöðvar, líklega að mestu sambærilegar við heimilishleðslur. Engu að síður gætu slíkar stöðvar vel nýst í þeim hverfum og götum borgarinnar þar sem fólk á ekki eigin stæði en þarf að hlaða rafbíla sína.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár