Brottfarir erlendra ferðamanna í apríl voru 4% færri í apríl en í sama mánuði í fyrra. Sex þúsund færri ferðamenn yfirgáfu landið, en Bretar og Bandaríkjamenn voru 40% ferðamannanna. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.
Aukning í apríl hefur að jafnaði verið 28% milli ára og ljóst er að hægt hefur verulega á fjölgun ferðamanna og hefur sú þróun mælst í allan vetur. Fjöldi ferðamanna í apríl hefði mælst enn minni ef ekki hefði verið fyrir verulega fjölgun í brottförum pólskra ferðamanna. „Hlutfallslega er mest fjölgun í brottförum Pólverja sem voru næstum tvöfalt fleiri í apríl í ár en í fyrra en sem fyrr má leiða líkum að því að það sé í talsverðu mæli umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna,“ segir í frétt Ferðamálastofu.
Fjölgun ferðamanna dregist verulega saman
Utanlandsferðum Íslendinga í apríl hefur einnig fækkað milli ára, en 52.700 Íslendingar fóru utan, eða …
Athugasemdir