Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skylt verði að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við nýbyggingar

Drög að breyt­ingu á bygg­ing­ar­reglu­gerð kom­in fram til um­sagn­ar. Gert ráð fyr­ir mögu­leika á raf­hleðslu­stöð við hvert bíla­stæði. Þörf á átaki þeg­ar kem­ur að eldri bygg­ing­um.

Skylt verði að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við nýbyggingar
Gert ráð fyrir rafbílahleðslu í byggingarreglugerð Lögð hafa verið fram drög að breytingu á byggingarreglugerð sem, ef samþykkt verður, hefur í för með sér að gera verði ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Mynd: Wikipedia

Ætli Ísland sér að standa við skuldbindingar Parísarsáttmálans verður að bregðast við af mikilli festu. Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og ein áhrifaríkasta leiðin í þeim efnum er orkuskipti í samgöngum. Til þess að slík orkuskipti séu möguleg þarf að skapa aðstæður til þess að almenningur geti skipt út bílum sem brenna jarðefnaeldsneyti yfir í bíla sem ekki menga. Þar er einkum horft til rafvæðingar bílaflotans en sérfræðingar segja að forsenda þess að slíkt sé mögulegt sé að almenningur geti hlaðið bíla sína heima hjá sér. Sem stendur er ekki skylt að huga að tengingum fyrir rafhleðslustöðvar við byggingu húsnæðis en líkur eru til að breyting verði þar á.

Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá því í febrúar 2017 má gera ráð fyrir því losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi verði, að óbreyttu, á bilinu 53 til 99 prósent meiri árið 2030 heldur en hún var árið 1990. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsáttmálans eru þær að árið 2030 skuli Ísland, í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu, hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við losunina árið 1990.

Orkuskipti í samgöngum lykilatriði

Um þessar mundir er unnið að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og samkvæmt frétt á vef stjórnarráðsins frá 30. mars síðastliðnum átti áætlunin að liggja fyrir nú á vormánuðum. Hún hefur þó ekki enn verið kynnt. Ljóst má þó vera að orkuskipti í samgöngum eru einn lykilþátturinn í því hvernig mögulegt verður að uppfylla skuldbindingar Íslands.

Drög að breytingu á byggingarreglugerð voru lögð fram til umsagnar síðastliðinn miðvikudag, 9. maí. Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á reglugerðinni er snúa að orkuskiptum í samgöngum. Breytingarnar varða rafbílahleðslur en verði drögin samþykkt óbreytt þýðir það að í nýbyggingum og við endurbyggingu húsa skuli gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Þá segir einnig að hugað skuli að tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við byggingar og endurbyggingar atvinnuhúsnæðis.

Þróunin mjög hröð

 

Björn KarlssonForstjóri Mannvirkjastofnunar segir mikilvægt að byggingarreglugerð verði breytt. Það eitt og sér hafi hins vegar lítið að segja, stór átak þurfi til svo hin mikilvæga rafbílavæðing geti átt sér stað.

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir það hafa legið fyrir um langa hríð að vilji væri fyrir því innan umhverfis- og samgönguráðuneytisins að skerpa á ákvæðum byggingarreglugerðar hvað þetta varðar. Vísar Björn þar til þess að á síðasta ári, í júlí 2017, voru lögð fram drög að breytingu á byggingareglugerð til umsagnar á heimasíðu ráðuneytisins sem sneru að viðlíka ákvæðum. Þar var hins vegar um almennara orðalag að ræða og að sumu leyti veikara. Breytingin þá var á þá leið að í nýbyggingum og við endurbyggingu skyldi gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla en ekki tiltekið að slíkt væri skylda við hvert bílastæði. Vegna ýmissa ástæðna, stjórnarslita og kosninga þar á meðal, dagaði sú reglugerðarbreyting uppi og nú hafa því verið lögð fram ný drög, sem fyrr segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár