Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skylt verði að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við nýbyggingar

Drög að breyt­ingu á bygg­ing­ar­reglu­gerð kom­in fram til um­sagn­ar. Gert ráð fyr­ir mögu­leika á raf­hleðslu­stöð við hvert bíla­stæði. Þörf á átaki þeg­ar kem­ur að eldri bygg­ing­um.

Skylt verði að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við nýbyggingar
Gert ráð fyrir rafbílahleðslu í byggingarreglugerð Lögð hafa verið fram drög að breytingu á byggingarreglugerð sem, ef samþykkt verður, hefur í för með sér að gera verði ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Mynd: Wikipedia

Ætli Ísland sér að standa við skuldbindingar Parísarsáttmálans verður að bregðast við af mikilli festu. Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og ein áhrifaríkasta leiðin í þeim efnum er orkuskipti í samgöngum. Til þess að slík orkuskipti séu möguleg þarf að skapa aðstæður til þess að almenningur geti skipt út bílum sem brenna jarðefnaeldsneyti yfir í bíla sem ekki menga. Þar er einkum horft til rafvæðingar bílaflotans en sérfræðingar segja að forsenda þess að slíkt sé mögulegt sé að almenningur geti hlaðið bíla sína heima hjá sér. Sem stendur er ekki skylt að huga að tengingum fyrir rafhleðslustöðvar við byggingu húsnæðis en líkur eru til að breyting verði þar á.

Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá því í febrúar 2017 má gera ráð fyrir því losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi verði, að óbreyttu, á bilinu 53 til 99 prósent meiri árið 2030 heldur en hún var árið 1990. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsáttmálans eru þær að árið 2030 skuli Ísland, í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu, hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við losunina árið 1990.

Orkuskipti í samgöngum lykilatriði

Um þessar mundir er unnið að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og samkvæmt frétt á vef stjórnarráðsins frá 30. mars síðastliðnum átti áætlunin að liggja fyrir nú á vormánuðum. Hún hefur þó ekki enn verið kynnt. Ljóst má þó vera að orkuskipti í samgöngum eru einn lykilþátturinn í því hvernig mögulegt verður að uppfylla skuldbindingar Íslands.

Drög að breytingu á byggingarreglugerð voru lögð fram til umsagnar síðastliðinn miðvikudag, 9. maí. Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á reglugerðinni er snúa að orkuskiptum í samgöngum. Breytingarnar varða rafbílahleðslur en verði drögin samþykkt óbreytt þýðir það að í nýbyggingum og við endurbyggingu húsa skuli gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Þá segir einnig að hugað skuli að tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við byggingar og endurbyggingar atvinnuhúsnæðis.

Þróunin mjög hröð

 

Björn KarlssonForstjóri Mannvirkjastofnunar segir mikilvægt að byggingarreglugerð verði breytt. Það eitt og sér hafi hins vegar lítið að segja, stór átak þurfi til svo hin mikilvæga rafbílavæðing geti átt sér stað.

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir það hafa legið fyrir um langa hríð að vilji væri fyrir því innan umhverfis- og samgönguráðuneytisins að skerpa á ákvæðum byggingarreglugerðar hvað þetta varðar. Vísar Björn þar til þess að á síðasta ári, í júlí 2017, voru lögð fram drög að breytingu á byggingareglugerð til umsagnar á heimasíðu ráðuneytisins sem sneru að viðlíka ákvæðum. Þar var hins vegar um almennara orðalag að ræða og að sumu leyti veikara. Breytingin þá var á þá leið að í nýbyggingum og við endurbyggingu skyldi gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla en ekki tiltekið að slíkt væri skylda við hvert bílastæði. Vegna ýmissa ástæðna, stjórnarslita og kosninga þar á meðal, dagaði sú reglugerðarbreyting uppi og nú hafa því verið lögð fram ný drög, sem fyrr segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu