Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, spurði á Alþingi í dag hvað tefji Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við úrvinnslu á gögnum úr Panamskjölunum. Oddný óskaði eftir skriflegum svörum frá Bjarna um stöðuna á úrvinnslu gagnanna hér á landi. „Nú eru liðnar rúmar tíu vikur frá því að ráðherrann hæstvirtur fékk spurningarnar og ekkert bólar á svölunum,“ sagði Oddný.
Bjarni Benediktsson var einn þeirra stjórnmálamanna sem nefndir voru í Panamaskjölunum vegna félagsins Falson & Co. sem stofnað var í gegnum lögfræðiskrifstofuna Mossack Fonseca árið 2006.
„Ekkert land átti jafn marga fulltrúa í Panamaskjölunum og Ísland, miðað við höfðatölu,“ sagði Oddný. „En eigum við heimsmet í að vinna úr skjölunum og innheimta skattinn sem átti að skjóta undan? Við þurfum að fá svör við því. Og hvað ætli tefji fyrir þeim svörum?“
Danir hafi keypt skjölin og notað
Oddný segir að kaup dönsku skattaskrifstofunnar …
Athugasemdir