Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svanhildur óskar eftir að laun sín verði lækkuð í 1,3 milljónir króna á mánuði

For­stjóri Hörpu hef­ur ósk­að eft­ir að laun sín verði lækk­uð aft­ur­virkt til að skapa frið um starf­semi Hörpu. Tutt­ugu starfs­menn Hörpu segja upp í kjöl­far frétta­flutn­ings af launa­hækk­un for­stjóra. Stjórn Hörpu vildi hærri for­stjóra­laun en kjara­ráð.

Svanhildur óskar eftir að laun sín verði lækkuð í 1,3 milljónir króna á mánuði
Svanhildur Konráðsdóttir Forstjóri Hörpu samdi um 1,5 milljón króna mánaðarlaun áður en kjararáð lækkaði þau. Mynd: Harpa

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist í dag hafa farið fram á að laun sín yrðu lækkuð afturvirkt til að skapa frið um starfsemi Hörpu. „Ég óskaði eftir því við formann stjórnar Hörpu í dag að laun mín yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og yrðu til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017,“ skrifar Svanhildur á Facebook síðu sína. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“

Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu hafa ákveðið að segja upp störfum í kjölfar fundar með Svanhildi í gær. Segja þjónustufulltrúar að Svanhildur hafi staðfest á fundinum að þeir hafi verið einu starfsmennirnir sem var gert að taka á sig beina launalækkun, en þeir hafi verið launalægstu starfsmenn hússins.

Rekstur Hörpu verið þungur

Uppsagnirnar koma í kjölfar ólgu vegna frétta af launahækkun Svanhildar, en stjórn Hörpu samdi við hana um laun sem eru 20% hærri en kjararáð kvað á um að laun forstjóra Hörpu skyldu vera. Í fyrri yfirlýsingu sagði Svanhildur að fullt samráð hafi verið haft við stéttarfélag og trúnaðarmann starfsmanna í þessum ferli. „Þjónustufulltrúum bauðst nýr samningur sem tók gildi um sl. áramót sem felur í sér 15% yfirborgun frá kjarasamningi og var þetta ein af fjölmörgum aðgerðum við að draga úr kostnaði við viðburðahald,“ sagði Svanhildur. „Störf þjónustufulltrúa eru unnin í tímavinnu og tengjast nánast einvörðungu viðburðahaldi í húsinu. Langflestir sinna þessu sem hlutastarfi með námi og einkennist ráðningarsambandið af miklum sveigjanleika hvað varðar tíma og vinnu sem innt er af hendi.“

Í yfirlýsingunni sagði Svanhildur að aldrei hafi verið haldið fram að sömu aðgerðum til launalækkunar starfsmanna yrði beitt á öllum sviðum. Aðgerðir til hagræðingar í rekstri Hörpu séu farnar að skila árangri, en rekstur batnaði á milli ára. „Rekstur Hörpu hefur verið þungur um árabil og á síðasta ári gerðu eigendur og stjórn skýra kröfu um að ráðist yrði í aðgerðir til að bæta reksturinn og draga úr tapi,“ segir Svanhildur.

Segir launahækkun hafa verið launalækkun

Stjórnarformaður Hörpu segir launahækkun forstjóra Hörpu í raun hafa verið launalækkun. Stjórnin hafi samið um 1,5 milljón króna mánaðarlaun við nýjan forstjóra, Svanhildi Konráðsdóttur, í byrjun árs 2017, en kjararáð hafi í kjölfar lækkað launin þar til lagabreyting færði ákvörðunarvald um launin undir stjórn Hörpu. Þá voru þau hækkuð aftur í 1,5 milljón króna og auk þess um 67.500 kr. samkvæmt kjarasamningi VR, alls 20% meira en kjararáð ákvarðaði.

Ný lög um kjararáð tóku gildi 1. júlí 2017 og hafði þá stjórn Hörpu þegar samið við Svanhildi. „Eftir að samið hafði verið um laun við nýjan forstjóra barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera kr. 1.308.736 á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Þórði Sverrissyni, stjórnarformanni Hörpu. „Því samþykkti forstjóri að umsamin mánaðarlaun skyldu lækka um kr. 191.264 fyrstu tvo mánuðina en samningurinn síðan gilda frá 1. júlí 2017.“

Segir Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, þau nú vera 14,6% hærri en kjararáð kvað á um. Ef kjarasamningsbundna hækkunin er tekin með eru launin 20% hærri en ákvörðun kjararáðs, en slík regluleg hækkun er  ekki í ákvörðuninni.

Hætta að nota Hörpu undir viðburði

Ellen Kristjánsdóttir söngkona lýsir því yfir á Facebook að hún muni ekki syngja framar í Hörpu fyrr en launalækkun þjónustufulltrúa verði leiðrétt. „Samstaðan skiptir öllu þegar svona gerist og þetta er að gerast út um allt,“ skrifar Ellen. „Þjónustufulltrúar sem sögðuð upp störfum í Hörpu, ég stend með ykkur.“ Í kjölfarið veltir hún fyrir sér hvort starf forstjóra sé rétt skipulagt. „Ef starf forstjóra Hörpu er svona erfitt, afhverju eru þá ekki bara tveir látnir skipta því á milli sín og laununum líka? Þannig gætu tvær manneskjur fengið mannsæmandi laun og átt frítíma með fjölskyldunni.“

„VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir“

VR hefur lýst því yfir að félagið sé hætt að nota Hörpu undir viðburði og segja yfirlýsingu Svanhildar koma eins og blauta tusku í andlit félagsmanna. „Einu viðbrögðin eru þau að kveðja þessa dugmiklu starfsmenn og óska þeim velfarnaðar!“ segir í yfirlýsingu VR. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ 

Laun stjórnenda hækkuðu um 16,8% á fjórum árum

Fram kom í tilkynningu Þórðar að laun stjórnar og forstjóra félagsins hefðu verið 29,3 milljónir króna á árinu 2017, en hafi staðið í 25 milljónum króna árið 2014. Þau hafi því hækkað um 16,8% á fjórum árum. Til samanburðar hefur verðlag hækkað um 8,7 prósent frá janúar 2014 til apríl 2018. „Í samningi við forstjóra eru engin ákvæði um bónusa, auk þess sem innifalin er öll vinna utan venjulegs vinnutíma og seta í stjórnum dótturfélaga,“ segir í tilkynningunni.

Þórður segir stjórn Hörpu hafa samþykkt þennan samning samhljóða og telur að launin hafi verið í samræmi við sambærileg störf. „Laun forstjóra voru ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hún á sig tímabundna launalækkun vegna úrskurðar kjararáðs,“ segir í tilkynningu Þórðar.

Aðspurður segist hann ekki þekkja hver munurinn er á launum Svanhildar og fyrri forstjóra, en hann kom inn í stjórn Hörpu í september 2017, eftir samningana við Svanhildi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár