Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Launamál Hörpu „siðlaus og svívirðileg“

Formað­ur VR gagn­rýn­ir það að laun starfs­manna Hörpu hafi ver­ið lækk­uð um sama leyti og for­stjór­inn fékk 20% launa­hækk­un. Lít­ið hægt að gera svo framar­lega sem laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi.

Launamál Hörpu „siðlaus og svívirðileg“

Laun forstjóra Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, hækkuðu um 20% á svipuðum tíma og starfsmönnum var gert að taka á sig launalækkun. „Það eina sem ég get sagt er að þetta er siðlaust og svívirðilegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Starfsmenn höfðu leitað til stéttarfélagsins vegna málsins, en lítið var hægt að gera.

Stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans Svanhildar Konráðsdóttur um 20% á síðasta ári eftir að launamál hennar voru flutt undan kjararáði. Laun hennar eru nú 1.567 þúsund krónur á mánuði. Um áramótin voru laun þjónustufulltrúa lækkuð verulega á grundvelli nýrra samninga. Einn þjónustufulltrúi sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði sagt upp störfum þegar launahækkun forstjórans varð opinber.

„Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar þessum fyrirtækjum að haga sér svona,“ segir Ragnar. „Að segja upp fólki og ráða það aftur á öðrum kjörum. En þetta er svo yfirgengilega siðlaust að það hálfa væri nóg, sérstaklega í ljósi þess að forstjórinn er hækkaður um 20% eða svo. Ef fyrirtæki býður starfsmönnum að ganga aftur inn í sömu störf á lægra kaupi, þá svo lengi sem kaupið er ekki lægra en kjarasamningar kveða á um er lítið sem við getum gert.“

„Verðlauna forstjórann fyrir að ná niður launakostnaði“

Ragnar segir að málið hafi komið inn á borð VR á sínum tíma og athugasemdir hafi verið gerðar við nýju samninga starfsmannanna. „En þetta mál allt saman er með þvílíkum eindæmum og ólíkindum að það er alveg ótrúlegt að stjórnendur og stjórnin hagi sér svona að verðlauna forstjórann fyrir að ná niður launakostnaði með þessum hætti,“ segir Ragnar.

Töluvert hefur verið fjallað um launahækkanir forstjóra undanfarið, bæði hjá hinu opinbera í gegnum kjararáð og hjá einkafyrirtækjum. Ragnar segir málefni Hörpu vera lýsandi fyrir þetta ástand. „Þegar kaupaukarnir voru greiddir út í N1, þá voru þeir tengdir afkomu félagsins, þannig að þeir fá kaupaukagreiðslur og bónusa fyrir að halda kaupi niðri og álagningu uppi,“ segir Ragnar. „Þarna sé ég tækifæri fyrir að setja eitthvað regluverk, því það er allt í lagi að borga bónusa og kaupauka svo lengi sem þeir nái yfir alla. Þannig er það víða í fyrirtækjum í Skandinavíu að allir njóti ágóðans, en ekki bara örfáir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár