Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Launamál Hörpu „siðlaus og svívirðileg“

Formað­ur VR gagn­rýn­ir það að laun starfs­manna Hörpu hafi ver­ið lækk­uð um sama leyti og for­stjór­inn fékk 20% launa­hækk­un. Lít­ið hægt að gera svo framar­lega sem laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi.

Launamál Hörpu „siðlaus og svívirðileg“

Laun forstjóra Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, hækkuðu um 20% á svipuðum tíma og starfsmönnum var gert að taka á sig launalækkun. „Það eina sem ég get sagt er að þetta er siðlaust og svívirðilegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Starfsmenn höfðu leitað til stéttarfélagsins vegna málsins, en lítið var hægt að gera.

Stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans Svanhildar Konráðsdóttur um 20% á síðasta ári eftir að launamál hennar voru flutt undan kjararáði. Laun hennar eru nú 1.567 þúsund krónur á mánuði. Um áramótin voru laun þjónustufulltrúa lækkuð verulega á grundvelli nýrra samninga. Einn þjónustufulltrúi sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði sagt upp störfum þegar launahækkun forstjórans varð opinber.

„Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar þessum fyrirtækjum að haga sér svona,“ segir Ragnar. „Að segja upp fólki og ráða það aftur á öðrum kjörum. En þetta er svo yfirgengilega siðlaust að það hálfa væri nóg, sérstaklega í ljósi þess að forstjórinn er hækkaður um 20% eða svo. Ef fyrirtæki býður starfsmönnum að ganga aftur inn í sömu störf á lægra kaupi, þá svo lengi sem kaupið er ekki lægra en kjarasamningar kveða á um er lítið sem við getum gert.“

„Verðlauna forstjórann fyrir að ná niður launakostnaði“

Ragnar segir að málið hafi komið inn á borð VR á sínum tíma og athugasemdir hafi verið gerðar við nýju samninga starfsmannanna. „En þetta mál allt saman er með þvílíkum eindæmum og ólíkindum að það er alveg ótrúlegt að stjórnendur og stjórnin hagi sér svona að verðlauna forstjórann fyrir að ná niður launakostnaði með þessum hætti,“ segir Ragnar.

Töluvert hefur verið fjallað um launahækkanir forstjóra undanfarið, bæði hjá hinu opinbera í gegnum kjararáð og hjá einkafyrirtækjum. Ragnar segir málefni Hörpu vera lýsandi fyrir þetta ástand. „Þegar kaupaukarnir voru greiddir út í N1, þá voru þeir tengdir afkomu félagsins, þannig að þeir fá kaupaukagreiðslur og bónusa fyrir að halda kaupi niðri og álagningu uppi,“ segir Ragnar. „Þarna sé ég tækifæri fyrir að setja eitthvað regluverk, því það er allt í lagi að borga bónusa og kaupauka svo lengi sem þeir nái yfir alla. Þannig er það víða í fyrirtækjum í Skandinavíu að allir njóti ágóðans, en ekki bara örfáir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigur Trump í höfn
5
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár