Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn vilja að kannað verði hvort félagsmálaráðherra hafi uppfyllt lagaskyldu sína

Vilja að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd taki til skoð­un­ar hvort Ásmund­ur Ein­ar Daða­son hafi rækt skyldu sína um að upp­lýsa um þá þætti er sneru að rann­sókn vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins á barna­vernd­ar­mál­um.

Þingmenn vilja að kannað verði hvort félagsmálaráðherra hafi uppfyllt lagaskyldu sína
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni málið Kallað var eftir því á Alþingi í dag að samskipti Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við þingheim og velferðarnefnd Alþingis yrðu tekin til skoðunar. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Þingmenn kölluð eftir því í umræðum um fundarstjórn forseta í dag að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tæki til umfjöllunar samskipti Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við Alþingi. Þau samskipti sem þar er um að ræða snúa að því hvort ráðherra hafi með fullnægjandi hætti upplýst þingheim, og ekki síst velferðarnefnd Alþingis, um alla þætti er snúa að rannsókn velferðarráðuneytisins á umkvörtunum á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og starfsmönnum Barnaverndarstofu. Stundin greindi ítarlega frá málinu í forsíðufrétt sinni síðastliðinn föstudag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var málshefjandi og kallaði hún eftir því að forseti Alþingis styddi við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í því að taka málið til skoðunar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tók undir með Þorgerði og sagði fulla ástæðu til að efast um að upplýsingaskylda ráðherra hefði verið uppfyllt. Slíkt hið sama gerði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins sem sagði mikilvægt að eyða öllum vafa í málinu.

Fjöldi þingmanna tók undir þessa kröfu, einkum þingmenn minnihlutans á Alþingi en einnig þingmenn meirihlutans. Þannig sagðist Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, fagna því að loks væri farið að tala um rétta nefnd í þessum efnum og lýsti óánægju sinni með það að velferðarnefnd hefði nú flækst inn í mál með viðkvæmum trúnaðargögnum. Það teldi hann óeðlilegt. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist taka undir það ef þingmönnum þætti ástæða til að skoða málið betur ætti það heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hann sagði einnig að hann vildi þá að sá trúnaðarbrestur sem hefði átt sér stað í málinu, með því að tölvupóstum og öðrum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla, yrði sömuleiðis rannsakaður.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í velferðarnefnd, var einnig á þeirri skoðun að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka málið til skoðunar. Hann sagðist jafnframt þess fullviss að öll gögn í málinu væru aðgengileg þeim sem aðgang að þeim ættu að hafa, undir trúnaði, á nefndarsviði Alþingis.

Eftir því sem Stundin kemst næst mun verða tekin ákvörðun á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á föstudaginn um hvort nefndin taki málið til skoðunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár