Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn vilja að kannað verði hvort félagsmálaráðherra hafi uppfyllt lagaskyldu sína

Vilja að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd taki til skoð­un­ar hvort Ásmund­ur Ein­ar Daða­son hafi rækt skyldu sína um að upp­lýsa um þá þætti er sneru að rann­sókn vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins á barna­vernd­ar­mál­um.

Þingmenn vilja að kannað verði hvort félagsmálaráðherra hafi uppfyllt lagaskyldu sína
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni málið Kallað var eftir því á Alþingi í dag að samskipti Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við þingheim og velferðarnefnd Alþingis yrðu tekin til skoðunar. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Þingmenn kölluð eftir því í umræðum um fundarstjórn forseta í dag að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tæki til umfjöllunar samskipti Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við Alþingi. Þau samskipti sem þar er um að ræða snúa að því hvort ráðherra hafi með fullnægjandi hætti upplýst þingheim, og ekki síst velferðarnefnd Alþingis, um alla þætti er snúa að rannsókn velferðarráðuneytisins á umkvörtunum á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og starfsmönnum Barnaverndarstofu. Stundin greindi ítarlega frá málinu í forsíðufrétt sinni síðastliðinn föstudag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var málshefjandi og kallaði hún eftir því að forseti Alþingis styddi við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í því að taka málið til skoðunar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tók undir með Þorgerði og sagði fulla ástæðu til að efast um að upplýsingaskylda ráðherra hefði verið uppfyllt. Slíkt hið sama gerði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins sem sagði mikilvægt að eyða öllum vafa í málinu.

Fjöldi þingmanna tók undir þessa kröfu, einkum þingmenn minnihlutans á Alþingi en einnig þingmenn meirihlutans. Þannig sagðist Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, fagna því að loks væri farið að tala um rétta nefnd í þessum efnum og lýsti óánægju sinni með það að velferðarnefnd hefði nú flækst inn í mál með viðkvæmum trúnaðargögnum. Það teldi hann óeðlilegt. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist taka undir það ef þingmönnum þætti ástæða til að skoða málið betur ætti það heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hann sagði einnig að hann vildi þá að sá trúnaðarbrestur sem hefði átt sér stað í málinu, með því að tölvupóstum og öðrum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla, yrði sömuleiðis rannsakaður.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í velferðarnefnd, var einnig á þeirri skoðun að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka málið til skoðunar. Hann sagðist jafnframt þess fullviss að öll gögn í málinu væru aðgengileg þeim sem aðgang að þeim ættu að hafa, undir trúnaði, á nefndarsviði Alþingis.

Eftir því sem Stundin kemst næst mun verða tekin ákvörðun á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á föstudaginn um hvort nefndin taki málið til skoðunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár