Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pist­ill Guju Dagg­ar Hauks­dótt­ur í Víðsjá um Hús ís­lenskra fræða sagð­ur upp­full­ur af rang­færsl­um. Al­var­legt að fræj­um efa sé sáð um ör­yggi ís­lensku hand­rit­anna. Hand­rita­geymsl­an eigi að stand­ast nátt­úru­ham­far­ir.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið
Alvarlegar rangfærslur Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, gerir alvarlegar athugasemdir við rangfærslur í pistli arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur um Hús íslenskra fræða.

Starfsfólk Árnastofnunar, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er furðu lostið og mjög ósátt við pistil arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur í þættinum Víðsjá á Rás 1 sem fluttur var 18. apríl síðastliðinn. Í pistli Guju Daggar segir hún að handritageymsla stofnunarinnar eigi að vera staðsett í kjallara við hlið sorpgeymslu og „beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu.“ Guja Dögg leiðir líkum að því í pistlinum að ekki sé nægilega gætt að varðveislu skinnhandrita þjóðarinnar, hinum ómetanlega menningararfi. Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, segist furðu lostin yfir málflutningi Guju Daggar enda séu þetta tómar rangfærslur og alvarlegt að sáð sé fræjum efa um öryggi handritanna.

Í pistli Guju Daggar fjallar hún um tvö menningarhús sem risin eru eða eiga að rísa á Melunum, á svæði Háskóla Íslands. Annars vegar er þar um að ræða Veröld - Hús Vigdísar, sem hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, og hins vegar Hús íslenskra fræða sem rísa á eilítið norðar við Suðurgötu. Guja Dögg fer nokkuð jákvæðum orðum um Veröld en ekki eins jákvæðum um fyrirhugað Hús íslenskra fræða sem hún segir að á teikningum virki „frekar fráhrindandi og furðulega einangrað á þessum stað í samhengi við aðrar byggingar á háskólasvæðinu.“

Segir handritin geymd undir vatni og við hlið ruslakjallara

Hús íslenskra fræðaSvona mun húsið líta út samkvæmt teikningum.

Það eru hins vegar orð Guju Daggar um notagildi hússins og öryggisþætti í byggingu þess sem fara verulega fyrir brjóstið á Guðrúnu Nordal, forstöðukonu Árnastofnunar, og fleira starfsfólki sem hefur tjáð sig um málið. Í pistlinum segir Guja Dögg: „Það sem helst vekur þó ugg er Firmitas þáttur tillögunnar, en gert er ráð fyrir því að helstu gersemar stofnunarinnar: um þúsund ára gömul og ómetanleg skinnhandrit þjóðarinnar sem eru á sérstökum UNESCO lista um heimsarf, verði geymd neðanjarðar, við hlið bílastæðakjallara, eldhúss og sorpgeymslu, beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu. Þak byggingarinnar mun að auki verða lagt torfi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um varðveislubyggingar eiga mikilvæg gögn alls ekki að vera staðsett þannig að erfitt sé að tryggja fyrir vatnstjóni, landsigi, eldsvoða, hitasveiflum, hamförum og fleiru.“ Hún bætir við að í forsögn samkeppni um teikningu hússins komi þó fram að handritageymslan og sýningarsalur handritanna eigi að þola ýmislegt, að aðrar hæðir hússins hrynji á það, að þau rými eigi ekki að brenna þó kvikni í húsinu að öðru leyti og að vatn eigi ekki að geta komist þangað inn. Engu að síður heldur Guja Dögg áfram og veltir því upp hvort ekki þyrfti að rýna tillöguna betur, hvað varðar fagurfræði, öryggi og notagildi. „Ég hugsa að sum okkar myndu sofa betur,“ skrifar Guja Dögg.

Alvarlegar rangfærslur í pistlinum

Guðrún Nordal segist í samtali við Stundina hafa orðið mjög hissa á pistli Guju Daggar því að þessi hluti hans, hið minnsta, sé beinlínis rangur. „Geymslan er vissulega í kjallara en að sjálfsögðu ekki undir vatni. Hún er sérbygging inni í húsinu sjálfu, hús í húsinu undir því miðju, og búin sérstaklega til að verja okkar dýrmæta menningararf. Geymslan á að standast ýmiskonar hamfarir, það er meðal annars tekið tillit til jarðaskjálftahættu og því er hún einmitt staðsett í kjallaranum. Við höfum fengið sérfræðiráðgjöf á öllum stigum málsins og vandað mjög til verka. Það var sett sem algjört grunnskilyrði að handritin yrðu tryggð. Það var búin til þarfagreining í upphafi þar sem allt var greint í hönnun hússins sem taka þarf tillit til. Síðan voru fengnir öryggisráðgjafar til að fara sérstaklega yfir þennan þátt.“

Guðrún segir að hún telji alvarlegt að pistill sem þessi fái gagnrýnislaust að fljúga í Ríkisútvarpinu. Þar fyrir utan undrast hún hinn neikvæða tón sem í pistlinum megi greina í garð hinnar fyrirhuguðu byggingar. „Mér finnst mjög alvarlegt að fara fram með rangfærslur og villur um húsið, mjög alvarlegt. Ríkisútvarpið hlýtur að veita okkur tækifæri til að leiðrétta þessar rangfærslur á sama vettvangi. Ég hef sent þeim bréf þar sem ég fer fram á að tryggð verði vönduð umfjöllun. Þetta eru nefnilega rangfærslur hjá Guju Dögg. Fólk má auðvitað hafa skoðanir á húsinu sem slíku, útliti þess og hvernig því líkar það. Það er hins vegar ekki enn risið og mér finnst nú ekki snjallt að bera saman tvö hús, annað risið en hitt ekki, eins og Guja Dögg gerir þegar hún ber saman Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, annars vegar og Hús íslenskra fræða hins vegar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár