Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pist­ill Guju Dagg­ar Hauks­dótt­ur í Víðsjá um Hús ís­lenskra fræða sagð­ur upp­full­ur af rang­færsl­um. Al­var­legt að fræj­um efa sé sáð um ör­yggi ís­lensku hand­rit­anna. Hand­rita­geymsl­an eigi að stand­ast nátt­úru­ham­far­ir.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið
Alvarlegar rangfærslur Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, gerir alvarlegar athugasemdir við rangfærslur í pistli arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur um Hús íslenskra fræða.

Starfsfólk Árnastofnunar, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er furðu lostið og mjög ósátt við pistil arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur í þættinum Víðsjá á Rás 1 sem fluttur var 18. apríl síðastliðinn. Í pistli Guju Daggar segir hún að handritageymsla stofnunarinnar eigi að vera staðsett í kjallara við hlið sorpgeymslu og „beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu.“ Guja Dögg leiðir líkum að því í pistlinum að ekki sé nægilega gætt að varðveislu skinnhandrita þjóðarinnar, hinum ómetanlega menningararfi. Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, segist furðu lostin yfir málflutningi Guju Daggar enda séu þetta tómar rangfærslur og alvarlegt að sáð sé fræjum efa um öryggi handritanna.

Í pistli Guju Daggar fjallar hún um tvö menningarhús sem risin eru eða eiga að rísa á Melunum, á svæði Háskóla Íslands. Annars vegar er þar um að ræða Veröld - Hús Vigdísar, sem hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, og hins vegar Hús íslenskra fræða sem rísa á eilítið norðar við Suðurgötu. Guja Dögg fer nokkuð jákvæðum orðum um Veröld en ekki eins jákvæðum um fyrirhugað Hús íslenskra fræða sem hún segir að á teikningum virki „frekar fráhrindandi og furðulega einangrað á þessum stað í samhengi við aðrar byggingar á háskólasvæðinu.“

Segir handritin geymd undir vatni og við hlið ruslakjallara

Hús íslenskra fræðaSvona mun húsið líta út samkvæmt teikningum.

Það eru hins vegar orð Guju Daggar um notagildi hússins og öryggisþætti í byggingu þess sem fara verulega fyrir brjóstið á Guðrúnu Nordal, forstöðukonu Árnastofnunar, og fleira starfsfólki sem hefur tjáð sig um málið. Í pistlinum segir Guja Dögg: „Það sem helst vekur þó ugg er Firmitas þáttur tillögunnar, en gert er ráð fyrir því að helstu gersemar stofnunarinnar: um þúsund ára gömul og ómetanleg skinnhandrit þjóðarinnar sem eru á sérstökum UNESCO lista um heimsarf, verði geymd neðanjarðar, við hlið bílastæðakjallara, eldhúss og sorpgeymslu, beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu. Þak byggingarinnar mun að auki verða lagt torfi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um varðveislubyggingar eiga mikilvæg gögn alls ekki að vera staðsett þannig að erfitt sé að tryggja fyrir vatnstjóni, landsigi, eldsvoða, hitasveiflum, hamförum og fleiru.“ Hún bætir við að í forsögn samkeppni um teikningu hússins komi þó fram að handritageymslan og sýningarsalur handritanna eigi að þola ýmislegt, að aðrar hæðir hússins hrynji á það, að þau rými eigi ekki að brenna þó kvikni í húsinu að öðru leyti og að vatn eigi ekki að geta komist þangað inn. Engu að síður heldur Guja Dögg áfram og veltir því upp hvort ekki þyrfti að rýna tillöguna betur, hvað varðar fagurfræði, öryggi og notagildi. „Ég hugsa að sum okkar myndu sofa betur,“ skrifar Guja Dögg.

Alvarlegar rangfærslur í pistlinum

Guðrún Nordal segist í samtali við Stundina hafa orðið mjög hissa á pistli Guju Daggar því að þessi hluti hans, hið minnsta, sé beinlínis rangur. „Geymslan er vissulega í kjallara en að sjálfsögðu ekki undir vatni. Hún er sérbygging inni í húsinu sjálfu, hús í húsinu undir því miðju, og búin sérstaklega til að verja okkar dýrmæta menningararf. Geymslan á að standast ýmiskonar hamfarir, það er meðal annars tekið tillit til jarðaskjálftahættu og því er hún einmitt staðsett í kjallaranum. Við höfum fengið sérfræðiráðgjöf á öllum stigum málsins og vandað mjög til verka. Það var sett sem algjört grunnskilyrði að handritin yrðu tryggð. Það var búin til þarfagreining í upphafi þar sem allt var greint í hönnun hússins sem taka þarf tillit til. Síðan voru fengnir öryggisráðgjafar til að fara sérstaklega yfir þennan þátt.“

Guðrún segir að hún telji alvarlegt að pistill sem þessi fái gagnrýnislaust að fljúga í Ríkisútvarpinu. Þar fyrir utan undrast hún hinn neikvæða tón sem í pistlinum megi greina í garð hinnar fyrirhuguðu byggingar. „Mér finnst mjög alvarlegt að fara fram með rangfærslur og villur um húsið, mjög alvarlegt. Ríkisútvarpið hlýtur að veita okkur tækifæri til að leiðrétta þessar rangfærslur á sama vettvangi. Ég hef sent þeim bréf þar sem ég fer fram á að tryggð verði vönduð umfjöllun. Þetta eru nefnilega rangfærslur hjá Guju Dögg. Fólk má auðvitað hafa skoðanir á húsinu sem slíku, útliti þess og hvernig því líkar það. Það er hins vegar ekki enn risið og mér finnst nú ekki snjallt að bera saman tvö hús, annað risið en hitt ekki, eins og Guja Dögg gerir þegar hún ber saman Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, annars vegar og Hús íslenskra fræða hins vegar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár