Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pist­ill Guju Dagg­ar Hauks­dótt­ur í Víðsjá um Hús ís­lenskra fræða sagð­ur upp­full­ur af rang­færsl­um. Al­var­legt að fræj­um efa sé sáð um ör­yggi ís­lensku hand­rit­anna. Hand­rita­geymsl­an eigi að stand­ast nátt­úru­ham­far­ir.

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið
Alvarlegar rangfærslur Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, gerir alvarlegar athugasemdir við rangfærslur í pistli arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur um Hús íslenskra fræða.

Starfsfólk Árnastofnunar, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er furðu lostið og mjög ósátt við pistil arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur í þættinum Víðsjá á Rás 1 sem fluttur var 18. apríl síðastliðinn. Í pistli Guju Daggar segir hún að handritageymsla stofnunarinnar eigi að vera staðsett í kjallara við hlið sorpgeymslu og „beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu.“ Guja Dögg leiðir líkum að því í pistlinum að ekki sé nægilega gætt að varðveislu skinnhandrita þjóðarinnar, hinum ómetanlega menningararfi. Guðrún Nordal, forstöðukona Árnastofnunar, segist furðu lostin yfir málflutningi Guju Daggar enda séu þetta tómar rangfærslur og alvarlegt að sáð sé fræjum efa um öryggi handritanna.

Í pistli Guju Daggar fjallar hún um tvö menningarhús sem risin eru eða eiga að rísa á Melunum, á svæði Háskóla Íslands. Annars vegar er þar um að ræða Veröld - Hús Vigdísar, sem hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, og hins vegar Hús íslenskra fræða sem rísa á eilítið norðar við Suðurgötu. Guja Dögg fer nokkuð jákvæðum orðum um Veröld en ekki eins jákvæðum um fyrirhugað Hús íslenskra fræða sem hún segir að á teikningum virki „frekar fráhrindandi og furðulega einangrað á þessum stað í samhengi við aðrar byggingar á háskólasvæðinu.“

Segir handritin geymd undir vatni og við hlið ruslakjallara

Hús íslenskra fræðaSvona mun húsið líta út samkvæmt teikningum.

Það eru hins vegar orð Guju Daggar um notagildi hússins og öryggisþætti í byggingu þess sem fara verulega fyrir brjóstið á Guðrúnu Nordal, forstöðukonu Árnastofnunar, og fleira starfsfólki sem hefur tjáð sig um málið. Í pistlinum segir Guja Dögg: „Það sem helst vekur þó ugg er Firmitas þáttur tillögunnar, en gert er ráð fyrir því að helstu gersemar stofnunarinnar: um þúsund ára gömul og ómetanleg skinnhandrit þjóðarinnar sem eru á sérstökum UNESCO lista um heimsarf, verði geymd neðanjarðar, við hlið bílastæðakjallara, eldhúss og sorpgeymslu, beint undir yfirborði vatnstjarnarinnar sem umlykur húsið á alla vegu. Þak byggingarinnar mun að auki verða lagt torfi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um varðveislubyggingar eiga mikilvæg gögn alls ekki að vera staðsett þannig að erfitt sé að tryggja fyrir vatnstjóni, landsigi, eldsvoða, hitasveiflum, hamförum og fleiru.“ Hún bætir við að í forsögn samkeppni um teikningu hússins komi þó fram að handritageymslan og sýningarsalur handritanna eigi að þola ýmislegt, að aðrar hæðir hússins hrynji á það, að þau rými eigi ekki að brenna þó kvikni í húsinu að öðru leyti og að vatn eigi ekki að geta komist þangað inn. Engu að síður heldur Guja Dögg áfram og veltir því upp hvort ekki þyrfti að rýna tillöguna betur, hvað varðar fagurfræði, öryggi og notagildi. „Ég hugsa að sum okkar myndu sofa betur,“ skrifar Guja Dögg.

Alvarlegar rangfærslur í pistlinum

Guðrún Nordal segist í samtali við Stundina hafa orðið mjög hissa á pistli Guju Daggar því að þessi hluti hans, hið minnsta, sé beinlínis rangur. „Geymslan er vissulega í kjallara en að sjálfsögðu ekki undir vatni. Hún er sérbygging inni í húsinu sjálfu, hús í húsinu undir því miðju, og búin sérstaklega til að verja okkar dýrmæta menningararf. Geymslan á að standast ýmiskonar hamfarir, það er meðal annars tekið tillit til jarðaskjálftahættu og því er hún einmitt staðsett í kjallaranum. Við höfum fengið sérfræðiráðgjöf á öllum stigum málsins og vandað mjög til verka. Það var sett sem algjört grunnskilyrði að handritin yrðu tryggð. Það var búin til þarfagreining í upphafi þar sem allt var greint í hönnun hússins sem taka þarf tillit til. Síðan voru fengnir öryggisráðgjafar til að fara sérstaklega yfir þennan þátt.“

Guðrún segir að hún telji alvarlegt að pistill sem þessi fái gagnrýnislaust að fljúga í Ríkisútvarpinu. Þar fyrir utan undrast hún hinn neikvæða tón sem í pistlinum megi greina í garð hinnar fyrirhuguðu byggingar. „Mér finnst mjög alvarlegt að fara fram með rangfærslur og villur um húsið, mjög alvarlegt. Ríkisútvarpið hlýtur að veita okkur tækifæri til að leiðrétta þessar rangfærslur á sama vettvangi. Ég hef sent þeim bréf þar sem ég fer fram á að tryggð verði vönduð umfjöllun. Þetta eru nefnilega rangfærslur hjá Guju Dögg. Fólk má auðvitað hafa skoðanir á húsinu sem slíku, útliti þess og hvernig því líkar það. Það er hins vegar ekki enn risið og mér finnst nú ekki snjallt að bera saman tvö hús, annað risið en hitt ekki, eins og Guja Dögg gerir þegar hún ber saman Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, annars vegar og Hús íslenskra fræða hins vegar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár