Óheimilt er að veita afslátt af fasteignaskatti án þess að taka tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér í gær. Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í borginni um að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri er því óheimilt að framkvæma.
Á Facebook síðu sinni á mánudag sagði Eyþór gagnrýni annarra frambjóðenda á loforðið vera merkilega. „Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta álögum á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ skrifaði Eyþór. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil.“
Á fimmtudag skrifaði Eyþór aðra færslu um málið á síðu sinni. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, ekki finna afsakanir fyrir því að …
Athugasemdir