Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Björn Ingi Hrafns­son, sem hef­ur ver­ið um­svifa­mik­ill und­an­far­in ár og yf­ir­tek­ið fjölda fjöl­miðla, er ógjald­fær eft­ir þrjú ár­ang­urs­laus fjár­nám. Hann er enn skráð­ur for­ráða­mað­ur rekstr­ar­fé­lags Arg­entínu steik­húss hjá fyr­ir­tækja­skrá, en seg­ist ekki tengd­ur fé­lag­inu. Fjöldi starfs­manna fékk ekki greidd laun og leit­aði til stétt­ar­fé­laga.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi hans tók yfir á þriðja tug fjölmiðla. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er ógjaldfær eftir þrjú árangurslaus fjárnám Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kröfuhöfum er nú heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta í persónulegu búi Björns Inga.

Fyrir áramót var Pressan ehf., hluti af fjölmiðlaveldi Björns Inga, tekin til gjaldþrotaskipta. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja lagði fram gjaldþrotabeiðni vegna ógreiddra iðgjalda starfsmanns upp á rúmlega 2,8 milljónir króna. Miklar deilur stóðu yfir vegna félagsins á síðasta ári. Félag tengt Róberti Wessmann, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu en stjórn Pressunnar ehf. ákvað eftir það að selja allar helstu eignir félagsins út úr því og til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir. Þetta var gert án vitneskju Dalsins ehf. og þýddi í reynd að Pressan ehf. var búin að selja þær eignir sem Dalurinn ehf. var nýbúinn að kaupa í.

Árni Harðarson, forsvarsmaður Dalsins ehf., sagði í tilkynningu 20. febrúar að Björn Ingi hefði hótað sér og boðist til að greiða sex milljóna króna skuldir með úttektarheimildum á steikum á Argentínu steikhúsi, sem hann eignaðist í haust. Aðstandendur Dalsins hafa kært Björn Inga fyrir fjárdrátt. Hann lýsti því yfir í febrúar að hann hefði kært þá á móti fyrir fjársvik.

Er enn skráður fyrir Argentínu

Björn Ingi er enn prókúruhafi og stjórnarmaður BOS ehf. sem rekur Argentínu steikhús, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi á fimmtudag sagðist Björn Ingi ekki vera með félagið lengur. Árangurslaust fjárnám var gert í félaginu í febrúar, en lífeyrissjóðir höfðu sent greiðsluáskoranir vegna ógreiddra iðgjalda tveimur mánuðum eftir að BOS tók við rekstrinum í haust.

Ómar Freyr Birgisson, fyrrum yfirþjónn á Argentínu, segir félagið hafa almennt greitt laun of seint og að hann eigi enn inni ógreidd laun síðan hann hætti um áramótin. Hefur hann vísað málinu til Matvæla- og veitingafélags Íslands (MATVÍS).

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, staðfestir að félaginu hafi borist erindi vegna vangreiddra launa starfsmanna Argentínu og unnið sé að málinu í samstarfi við Eflingu stéttarfélag. „Það voru ekki greidd út laun í lokin og við erum að skoða hvort það sé eitthvað fleira sem hangir á spítunni,“ segir Óskar.

Samkvæmt tilkynningu frá Argentínu á Facebook síðu steikhússins frá 5. apríl sprakk hitavatnslögn í húsnæðinu og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Tilkynnt verði hvenær framkvæmdum lýkur og staðurinn opnar aftur. Jafnframt er tekið fram að gjafabréf sem renni út á þeim tíma verði framlengd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
4
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár