Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brýndi fyrir barnavernd að túlka nafnleyndarákvæði þröngt eftir mál Ragnars Þórs

Barna­vernd­ar­stofa gerði at­huga­semd­ir við með­ferð barna­vernd­ar­nefnd­ar Reykja­vík­ur á máli Ragn­ars Þórs Pét­urs­son­ar, for­manns Kenn­ara­sam­bands­ins, og gaf til­mæli um þrengri laga­túlk­un.

Brýndi fyrir barnavernd að túlka nafnleyndarákvæði þröngt eftir mál Ragnars Þórs

Barnaverndarstofa beindi sérstökum tilmælum til barnaverndarnefndar Reykjavíkur árið 2014, eftir að fjallað var um mál Ragnars Þórs Péturssonar kennara í fjölmiðlum, þar sem fram kom að framvegis mætti nefndin ekki taka mál til skoðunar ef sú stofnun sem kæmi upplýsingum um meintar misgjörðir til nefndarinnar teldi sig ekki geta gefið upp nafn þess sem kom ábendingunni á framfæri. 

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur taldi óeðlilegt hvernig Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tjáði sig um mál Ragnars Þórs Péturssonar kennara í fjölmiðlum árið 2013 án þess að hafa gögn málsins undir höndum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem barnaverndarnefndir tilgreindu í kvörtun sinni til velferðarráðuneytisins vegna verklags og framgöngu forstjóra Barnaverndarstofu í fyrra. 

Þegar málið kom upp árið 2013 gagnrýndi Ragnar Þór harðlega hvernig Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar brást við ábendingu um að hann hefði sýnt af sér óeðlilega háttsemi gagnvart nemanda. Ragnari var tjáð á sínum tíma að um „nafnlausa“ ásökun væri að ræða, en síðar kom í ljós að ábendingin hafði borist forstöðumanni félagsmiðstöðvar, frá systur meints brotaþola með ósk um nafnleynd, sem síðan kom ábendingunni áleiðis til Skóla- og frístundasviðs. Skóla- og frístundavið óskaði svo eftir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hæfi könnun „vegna nafnlausrar ábendingar sem sviðinu hafði borist“.

Haft var eftir Braga Guðbrandssyni á RÚV þann 17. desember 2013 að Barnaverndarstofa hefði kallað eftir öllum gögnum um málið og meðferð þess. Barnaverndarlög mættu ekki veita „skjól fyrir þá sem vilji klekkja á einstaklingum með fölskum ásökunum“. Telur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur að Bragi hefði betur látið ógert að tjá sig um málið í fjölmiðlum, enda hafi hann verið staddur erlendis og ekki búið yfir gögnum eða greinargóðum upplýsingum um málið sem um var að ræða. 

Barnaverndarstofa tók málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur til skoðunar og gerði athugasemdir við verklagið. Í athugasemdunum, sem Stundin hefur undir höndum, er því beint til nefndarinnar að henni sé framvegis óheimilt að taka mál til könnunar ef sú stofnun sem kemur upplýsingum á framfæri til nefndarinnar telur sig ekki geta gefið upp nafn þess sem kom ábendingunni upphaflega á framfæri. 

„Ekki sé hægt að komast hjá skyldu
tilkynnanda til þess að segja á sér deili
með því að önnur opinber stofnun komi upplýsingum á framfæri fyrir hönd aðilans“

„Þrátt fyrir nafnleyndarákvæði 2. mgr. 19. gr. bvl. og 13. gr. rg. nr. 56/2004 þarf starfsfólk barnaverndarnefndar að taka niður upplýsingar um þann sem kemur með ábendingu skv. 35. gr. bvl. enda þarf það alltaf að vera skráð hjá barnaverndarnefnd hver tilkynnandi er. Eftir að hafa farið yfir gögn málsins og efnisatriði þess er það niðurstaða stofunnar að túlka verði framangreind ákvæði um nafnleynd með þeim hætti að ekki sé hægt að komast hjá þeirri skyldu tilkynnanda til þess að segja á sér deili með því að önnur opinber stofnun komi upplýsingum á framfæri fyrir hönd aðilans,“ segir í athugasemdunum. Þá bendir Barnaverndarstofa á að slík málsmeðferð myndi ella leiða til þess að aðili máls gæti ekki skotið ákvörðun um nafnleynd til kærunefndar barnaverndarmála og þannig verða af mikilsverðum réttindum. 

„Einstaklingur sem kemur með ábendingu skv. 35. gr. bvl. getur þ.a.l. ekki komist hjá því að segja á sér deili með því að leita til annars aðila eða stofnunar, sem síðar kemur nafnlausri ábendingu á framfæri við barnaverndarnefnd. (…) Ef sú stofnun sem kemur upplýsingum á framfæri til barnaverndarnefndar getur ekki gefið upp nafn þess sem kom með ábendinguna, getur nefndin þar af leiðandi ekki tekið málið til könnunar. Beinir Barnaverndarstofa því þeim tilmælum til barnaverndar Reykjavíkur að haga móttöku upplýsinga framvegis í samræmi við framangreindar leiðbeiningar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár