Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

Fjöl­marg­ir for­eldr­ar hafa sagt frá reynslu sinni af ljós­mæðr­um í Face­book-hópn­um „Mæð­ur & feð­ur standa með ljós­mæðr­um!“. Eft­ir­tald­ar sög­ur er að finna þar og eru birt­ar með leyfi við­kom­andi.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

„Án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af“

Ofboðslega þakklátLísbet Reykjalín er þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu hana við að koma tvíburunum í heiminn ofboðslega þakklát.

„Ég er ofboðslega þakklát þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu mig við að koma tvíburunum okkar hjóna í heiminn, ég á þeim allt að þakka. Fagleg vinnubrögð alla leið! Þær létu mér líða vel þrátt fyrir mikla óvissu um hvað ég væri að fara út í og höfðu þannig viðmót að ég gat lagt allt mitt traust á þær. Þetta var ekki auðvelt því það þurfti stöðugt að vera að meta lífsmörk beggja strákanna á sama tíma og þær voru að reyna að koma öðrum þeirra út, en þeim tókst líka, á sama tíma, að hugsa um mína líðan, láta mér líða vel og finna öryggi. Þetta varð til þess að þegar það þurfti að kalla rauðan keisara og hlaupa með mig eins hratt og fætur toguðu niður á skurðdeild sjúkrahússins á Akureyri, þá gat ég lokað augunum og enn og aftur lagt allt mitt traust á fagfólkið, að lífi stráksins sem var í hættu yrði bjargað. Það tókst og við fjölskyldan gengum út af sjúkrahúsinu viku seinna með fullkomna tvíbura, búin að fá áfallahjálp og faglega ráðgjöf varðandi það hvernig fæðingin endaði og hvers vegna, búin að fá aðstoð og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf, sem gekk erfiðlega í byrjun, en þökk sé þeim þá náði ég að hafa báða á brjósti í ár og búin að ná mér að mestu líkamlega eftir átökin.

Var í lífshættuAnnar sonur Lísbetar Reykjalín var um stund í lífshættu í fæðingunni, en hún lagði allt sitt traust á fagfólkið og var lífi hans bjargað.

Ég á bara ekki orð til að lýsa þakklæti mínu, án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af.“

- Lísbet Reykjalín

„Studdu mig andlega þar til kom að fæðingu“

Jóhanna Villimey JónsdóttirNokkrum vikum fyrir fæðingu kom í ljós að dóttir Jóhönnu var með sjaldgæfan sjúkdóm.

„Þremur vikum sirka fyrir settan dag hjá mér kemur í ljós að barnið er með sjúkdóm sem kallast diaphragm hernia. Öll líffæri og þarmar voru uppi í brjóstholi og hafði aðeins annað lungað náð að þroskast. Við tók mjög erfiður tími þar sem vitað var að barnið þyrfti strax að fara í aðgerð og yrði það tvísýnt. Voru það ljósmæðurnar sem studdu mig andlega þar til kom að fæðingu. Þann 2. nóvember 2003 eignast ég frumburð minn, dásamlega stúlku sem stóð sig svo eins og hetja og plummaði sig.“

- Jóhanna Villimey Jónsdóttir

Tárast við tilhugsunina

„Ég á tvær dætur fæddar 2014 og 2016. Í bæði skiptin fór ég í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara. Það var lífsreynsla út af fyrir sig en allan tímann var ég róleg, enda vissi ég að ég væri í öruggum höndum. Þessar ljósmæður sem önnuðust mig voru hver annarri betri.

Í öruggum höndumÁstríður Viðarsdóttir segist hafa verið róleg allan tímann í fæðingunum tveimur, því hún vissi að hún væri í öruggum höndum.

Að öðrum ólöstum, stóðu þær Stella I. Steinþórsdóttir og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir upp úr. 

Stella sat yfir mér þegar ég átti eldri dóttur mína. Ég tárast þegar ég hugsa til þess hvernig hún lagði sig alla fram og veitti mér stuðning og klappaði mér á kinnina og hvatti mig áfram þegar ég var alveg við það að bugast. 

Endaði tvisvar í bráðakeisaraDætur Ástríðar Viðarsdóttur fæddust árin 2014 og 2016, en í bæði skiptin fór hún í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara.

Ingibjörg Ýr var svo með mér þegar ég átti yngri dóttur mína, en hún kom á vaktina eins og ferskur andblær. Hún, eins og Stella, vildi allt fyrir mig gera og ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún spyr mig hvort ég vilji ekki fá smá fótanudd. Ég átti ekki til orð, þetta kom mér svo á óvart. Hún sem hafði meira en nóg að gera setti rólega tónlist á og nuddaði á mér fæturna. Ingibjörg annaðist mig svo í heimaþjónustunni og ég sannarlega hlakkaði til að fá hana í hvert sinn.“ 

- Ástríður Viðarsdóttir

„Þær björguðu lífi mínu“

Blæddi nær útAnna Silvía segist eiga ljósmæðrum líf sitt að launa.

„Stuttu eftir að fullkomna litla stúlkan mín kom í heiminn byrjaði að blæða ALLsvakalega. Herbergið fylltist af ljósmæðrum á örskotsstundu sem héldu mér niðri á meðan þær björguðu lífi mínu. Hnefi inn í legið og hendi á móti til að örva legið til að dragast saman. Verkjalyfjalaust er þetta ÓGEÐSLEGA vont. 100× verra en hríðir! 

Á meðan ég fjaraði út af blóðleysi og þreytu, kvaddi fjölskyldu mína í huganum, fékk ég skyndilega kinnhest frá einni ljósmóður. Hún sagði mér að minn tími væri ekki kominn og að þær væru að ná mér til baka. Við að heyra það efldist ég aftur upp og hlustaði á hana tala mig til baka. Ég kom til baka!

Ég á líf mitt ykkur að þakka.“

- Anna Silvía

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár