Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

Fjöl­marg­ir for­eldr­ar hafa sagt frá reynslu sinni af ljós­mæðr­um í Face­book-hópn­um „Mæð­ur & feð­ur standa með ljós­mæðr­um!“. Eft­ir­tald­ar sög­ur er að finna þar og eru birt­ar með leyfi við­kom­andi.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

„Án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af“

Ofboðslega þakklátLísbet Reykjalín er þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu hana við að koma tvíburunum í heiminn ofboðslega þakklát.

„Ég er ofboðslega þakklát þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu mig við að koma tvíburunum okkar hjóna í heiminn, ég á þeim allt að þakka. Fagleg vinnubrögð alla leið! Þær létu mér líða vel þrátt fyrir mikla óvissu um hvað ég væri að fara út í og höfðu þannig viðmót að ég gat lagt allt mitt traust á þær. Þetta var ekki auðvelt því það þurfti stöðugt að vera að meta lífsmörk beggja strákanna á sama tíma og þær voru að reyna að koma öðrum þeirra út, en þeim tókst líka, á sama tíma, að hugsa um mína líðan, láta mér líða vel og finna öryggi. Þetta varð til þess að þegar það þurfti að kalla rauðan keisara og hlaupa með mig eins hratt og fætur toguðu niður á skurðdeild sjúkrahússins á Akureyri, þá gat ég lokað augunum og enn og aftur lagt allt mitt traust á fagfólkið, að lífi stráksins sem var í hættu yrði bjargað. Það tókst og við fjölskyldan gengum út af sjúkrahúsinu viku seinna með fullkomna tvíbura, búin að fá áfallahjálp og faglega ráðgjöf varðandi það hvernig fæðingin endaði og hvers vegna, búin að fá aðstoð og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf, sem gekk erfiðlega í byrjun, en þökk sé þeim þá náði ég að hafa báða á brjósti í ár og búin að ná mér að mestu líkamlega eftir átökin.

Var í lífshættuAnnar sonur Lísbetar Reykjalín var um stund í lífshættu í fæðingunni, en hún lagði allt sitt traust á fagfólkið og var lífi hans bjargað.

Ég á bara ekki orð til að lýsa þakklæti mínu, án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af.“

- Lísbet Reykjalín

„Studdu mig andlega þar til kom að fæðingu“

Jóhanna Villimey JónsdóttirNokkrum vikum fyrir fæðingu kom í ljós að dóttir Jóhönnu var með sjaldgæfan sjúkdóm.

„Þremur vikum sirka fyrir settan dag hjá mér kemur í ljós að barnið er með sjúkdóm sem kallast diaphragm hernia. Öll líffæri og þarmar voru uppi í brjóstholi og hafði aðeins annað lungað náð að þroskast. Við tók mjög erfiður tími þar sem vitað var að barnið þyrfti strax að fara í aðgerð og yrði það tvísýnt. Voru það ljósmæðurnar sem studdu mig andlega þar til kom að fæðingu. Þann 2. nóvember 2003 eignast ég frumburð minn, dásamlega stúlku sem stóð sig svo eins og hetja og plummaði sig.“

- Jóhanna Villimey Jónsdóttir

Tárast við tilhugsunina

„Ég á tvær dætur fæddar 2014 og 2016. Í bæði skiptin fór ég í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara. Það var lífsreynsla út af fyrir sig en allan tímann var ég róleg, enda vissi ég að ég væri í öruggum höndum. Þessar ljósmæður sem önnuðust mig voru hver annarri betri.

Í öruggum höndumÁstríður Viðarsdóttir segist hafa verið róleg allan tímann í fæðingunum tveimur, því hún vissi að hún væri í öruggum höndum.

Að öðrum ólöstum, stóðu þær Stella I. Steinþórsdóttir og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir upp úr. 

Stella sat yfir mér þegar ég átti eldri dóttur mína. Ég tárast þegar ég hugsa til þess hvernig hún lagði sig alla fram og veitti mér stuðning og klappaði mér á kinnina og hvatti mig áfram þegar ég var alveg við það að bugast. 

Endaði tvisvar í bráðakeisaraDætur Ástríðar Viðarsdóttur fæddust árin 2014 og 2016, en í bæði skiptin fór hún í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara.

Ingibjörg Ýr var svo með mér þegar ég átti yngri dóttur mína, en hún kom á vaktina eins og ferskur andblær. Hún, eins og Stella, vildi allt fyrir mig gera og ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún spyr mig hvort ég vilji ekki fá smá fótanudd. Ég átti ekki til orð, þetta kom mér svo á óvart. Hún sem hafði meira en nóg að gera setti rólega tónlist á og nuddaði á mér fæturna. Ingibjörg annaðist mig svo í heimaþjónustunni og ég sannarlega hlakkaði til að fá hana í hvert sinn.“ 

- Ástríður Viðarsdóttir

„Þær björguðu lífi mínu“

Blæddi nær útAnna Silvía segist eiga ljósmæðrum líf sitt að launa.

„Stuttu eftir að fullkomna litla stúlkan mín kom í heiminn byrjaði að blæða ALLsvakalega. Herbergið fylltist af ljósmæðrum á örskotsstundu sem héldu mér niðri á meðan þær björguðu lífi mínu. Hnefi inn í legið og hendi á móti til að örva legið til að dragast saman. Verkjalyfjalaust er þetta ÓGEÐSLEGA vont. 100× verra en hríðir! 

Á meðan ég fjaraði út af blóðleysi og þreytu, kvaddi fjölskyldu mína í huganum, fékk ég skyndilega kinnhest frá einni ljósmóður. Hún sagði mér að minn tími væri ekki kominn og að þær væru að ná mér til baka. Við að heyra það efldist ég aftur upp og hlustaði á hana tala mig til baka. Ég kom til baka!

Ég á líf mitt ykkur að þakka.“

- Anna Silvía

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár