Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eyþór Arnalds kannaði möguleika á samstarfi við Pírata í borginni

„Það get­ur bara eng­inn unn­ið með Sjálf­stæð­is­mönn­um fyrr en þeir taka til hjá sjálf­um sér,“ seg­ir Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sem fór í göngu­túr með Ey­þóri Arn­alds í dag.

Eyþór Arnalds kannaði möguleika á samstarfi við Pírata í borginni

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, hittust í dag og funduðu um borgarmálin. Raunar sást til þeirra vappandi um miðbæ Reykjavíkur.

„Eyþór fór yfir hugmyndir sínar í skipulagsmálum. Svo ræddum við um lýðræðismál, málefni aldraðra og öryrkja og borgarmálin í heild,“ segir Dóra.

Dóra Björt Guðjónsdóttiroddviti Pírata í borginni

Aðspurð hvert tilefni fundarins hafi verið segir Dóra að Eyþór hafi haft samband við sig og stungið upp á því að þau myndu hittast í kaffi.

„Ég sagði auðvitað bara já við því enda höfum við verið að hitta fólk úr öllum áttum. Mér finnst mikilvægt að eiga góð samskipti við alla flokka.“ 

Fundarinn hafi snúist um mögulega samstarfsfleti. „Já, það var nú að ég held tilgangur fundarins. Allavega talaði hann mikið og vel um Pírata. Miklu betur en Sjálfstæðismenn temja sér að gera opinberlega.“ 

Og er það semsagt inni í myndinni, að vinna með Sjálfstæðismönnum í borginni? 

„Ég sagði honum bara eins og er að það getur bara enginn unnið með Sjálfstæðismönnum fyrr en þeir taka til hjá sjálfum sér. Ég talaði um að flokkarnir okkar, þ.e. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn, hefðu mjög ólíkar hugmyndir um vald og nefndi til dæmis Sigríði Andersen og hvernig hún leyfir sér að misnota valdastöðu sína og brýtur lög. Svoleiðis grefur undan trausti á stjórnmálafólki og stofnunum samfélagsins sem vinnur gegn aðalmarkmiði Pírata.“  

„Allavega talaði hann mikið og vel um
Pírata. Miklu betur en Sjálfstæðismenn
temja sér að gera opinberlega“

Dóra segir óhugsandi að vinna með flokkum sem bera ekki virðingu fyrir samstarfsflokkum í meirihlutasamstarfi, og vísar þá til ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

„Það er ekki hægt að vinna með fólki sem ber ekki virðingu fyrir samstarfsflokkunum, hvað þá flokkum sem virðast beinlínis njóta þess að grafa undan samstarfsflokkum sínum. En í stuttu máli þá sagði ég bara við hann að samstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks strandaði einfaldlega á þeim sjálfum. Fyrst taka þeir til hjá sér og svo má skoða þetta. Eyþór vildi þá meina að hann væri maðurinn sem myndi breyta þessum flokki. Við Píratar bíðum bara eftir að sjá þess merki og þá eru allir vegir færir. Það er samt ágætt að muna að margir góðir menn hafa ætlað sér að breyta þessum flokki með því að ganga í hann.“ 

Ekki náðist í Eyþór Arnalds við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár