Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ljósmæður öskureiðar við heilbrigðisráðherra

Lýsa megn­ustu van­þókn­un á um­mæl­um Svandís­ar Svavars­dótt­ur. Frá­leitt að rétt­læta launa­lækk­un ljós­mæðra með því að þær hafi val­ið að vera í sér­stöku stétt­ar­fé­lagi.

Ljósmæður öskureiðar við heilbrigðisráðherra
Ljósmæður furðu lostnar Ljósmæður eru hinar reiðustu yfir ummælum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Þar hafi hún látið orð falla sem megi skilja sem svo að ljósmæður geti sjálfum sér kennt um að þær lækki í launum að loknu námi, með þvi að velja að vera í eigin stéttarfélagi. Mynd: Shutterstock

Ljósmæður eru reiðar og lýsa yfir megnustu vanþóknun vegna ummæla Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Í yfirlýsingu sem Ljósmæðrafélag Íslands og Bandalag háskólamanna sendu frá sér í morgun segir að Svandís hafi þar látið orð falla sem megi skilja sem svo „að hún telji að ljósmæður geti sjálfum sér um kennt að þær lækki í launum við að bæta við sig námi. Þessa stöðu megi rekja til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan BHM. Ráðherrann gaf í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.“

Í yfirlýsingunni segir ennfremur að ljósmæður og BHM lýsi yfir undrun sinni og vanþóknun á ummælunum. Áslaug Íris Valsdóttir Petty, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Stundina að ljósmæður séu móðgaðar vegna þessara orða ráðherrans. „Þetta eru afskaplega óheppileg ummæli og alls ekki til að liðka fyrir í kjaradeilunni sem nú stendur. Við höfum svo sem heyrt það á að minnsta kosti einum samningafundi að við getum þá bara farið og verið hjúkrunarfræðingar. Þetta er svo vitlaus umræða að það nær ekki nokkurri átt. Ljósmæðrafélagið er að verða 100 ára og var stofnað löngu áður en forkrafa um hjúkrunarfræðinám kom til, það var ekki fyrr en árið 1982. Í mínum huga er þetta alveg glórulaust, á að meta verðmæti starfa út frá því í hvaða stéttarfélagi fólk er? Svona leysir ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er mikil óánægja meðal ljósmæðra vegna þessa og þessi orð ráðherra koma okkur mjög á óvart.“

„Þetta er svo vitlaus umræða að það nær ekki nokkurri átt“

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að það blasi við að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við að bæta við sig tveggja ára ströngu háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. „Fráleitt er að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Staðan í kjaraviðræðum ljósmæðra við ríkið er alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem hafa hafnað því að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur ljósmæðra.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár