Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið leggst gegn því að fellt verði úr lög­um ákvæði sem bann­ar að þjóð­höfð­ingj­ar séu móðg­að­ir. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona VG, seg­ir hið sama eiga að gilda um þjóð­höfð­ingja og aðra.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“
Vill að heimilt sé að móðga þjóðhöfðingja Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur fráleitt að það varði sér ákvæði í almennum hegningarlögum að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Lagaákvæðið vegi að tjáningarfrelsinu.

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að lagagrein þar sem segir að það geti varðað allt að sex ára fangelsi að smána erlendan þjóðhöfðingja, þjóð eða fána erlends ríkis, verði afnumin. Í umsögn um frumvarp þess efnis sem ráðuneytið hefur sent inn til Alþingis er vernd erlendra sendierindreka og friðhelgi sendiráða lögð að jöfnu við vörn erlendra þjóðhöfðingja gegn móðgunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins telur ráðuneytið á villigötum og segir að afnám ákvæðisins snúist um vernd tjáningarfrelsisins.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna lögðu í febrúar síðastliðnum fram frumvarp þess efnis að 95. grein almennra hegningarlaga yrði afnumin í heild sinni. Í greininni er tiltekið að það varði sektum eða fangelsi að smána erlendar þjóðir, ríki, ráðamenn, þjóðhöfðingja eða fána. Hið sama gildi um erindreka erlendra ríkja hér á landi. Þá er tiltekið að sömu refsingar liggi við ógnunum eða valdbeitingu gagnvart sendierindrekum eða sendiráðum. Síðastnefnda ákvæði greinarinnar var bætt inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa smánað Bandaríkin með því að kasta eldsprengju á sendiráð þeirra að Laufásvegi.

Leggja móðganir að jöfnu við vernd diplómata

Í umsögn utanríkisráðuneytisins er sem fyrr segir lagst gegn því að umrætt lagaákvæði verði afnumið. Einkum er þar vísað til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga sem felist í aðild að svonefndum Vínarsamningi frá árinu 1961, um stjórnmálasamband ríkja. Í umsögninni kemur fram að af lestri greinargerðar með frumvarpinu megi ráða að því sé einkum beint gegn þeim hluta lagaákvæðisins sem snúi að vernd erlendra þjóðhöfðingja gegn smánun. Hins vegar myndu, með afnámi ákvæðisins, einnig falla út refsákvæði vegna annars þess sem tiltekið er í greininni. Er það af hálfu ráðuneytisins talið afleitt þar eð það vinni gegn ákvæðum Vínarsamningsins.

Hvað varðar móðgun við erlenda þjóðhöfðingja segir síðan í umsögn ráðuneytisins: „Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarvemdar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

Ekki sér íslensk umræða

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segist telja að utanríkisráðuneytið sé á villigötum í málinu. Þannig hafi þegar árið 2002 fallið dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli franska dagblaðsins Le Monde, þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja fyrir móðgunum væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Þetta er ekki sér íslenskt mál, þessi umræða á sér stað í öðrum löndum. Þannig er verið að vinna að því á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og í samvinnu við International Press Institute að gera úttekt á löggjöf um sérvernd erlendra þjóðhöfðingja,“ segir Steinunn Þóra og bendir á mál þýska grínistans Jans Böhmermanns sem vakti mikla umræðu árið 2016. Þýska ríkisstjórnin neyddist þá til að heimila að ákæra yrði gefin út á hendur Böhmermann fyrir að hafa með flutningi sínum á ljóði um tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan móðgað erlendan þjóðhöfðingja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þá að þýsk lög sem banni fólki að móðga erlenda þjóðhöfðingja yrðu afnumin innan tveggja ára. Málið á hendur Böhmermann var fellt niður.

Steinunn Þóra segir frumvarpið snúast um vernd á tjáningarfrelsi almennings. „Í grundvallaratriðum snýst þetta um málfrelsið, það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða. Það er það sem þetta snýst um, tjáningarfrelsi almennings. Það er almenn löggjöf sem snýr að meiðyrðum, hótunum um líkamsmeiðingar og svo framvegis sem hægt er að beita í þeim tilfellum og sömu reglur eiga vitanlega að gilda um þjóðhöfðingja sem aðra.“

Ekki vegið að vernd diplómata

Steinunn Þóra segir einnig að með því fella 95. grein laganna úr gildi sé heldur ekki verið að vega að vernd erlendra diplómata hér á landi. Vínarsamningurinn sé eftir sem áður í gildi auk almennra laga. Telji utanríkisráðuneytið hættu á slíku sé einfalt mál að styrkja aðrar greinar lagasafnsins. „Ég efast að vísu um að svo sé en það væri bara gott að fá fulltrúa ráðuneytisins inn á fund til að þeir geti borið fram rök fyrir því. Meginpunkturinn er sá það er partur af tjáningarfrelsinu að mega tjá sig um þjóðhöfðingja, um þjóðfána og svo framvegis.“

„Það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða.“

Varðandi þann hluta lagaákvæðsins sem snýr að ógnunum gagnvart sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum segir Steinunn Þóra að augljóst sé að sú klausa eigi á engan hátt heima í almennum hegningarlögum. „Sú grein var sett inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa kastað bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Þeir voru ákærðir og síðan dæmdir eftir þessari 95. grein sem þá var, sem sneri að móðgun við erlenda þjóðhöfðingja. Ég hef hins vegar alltaf talið að þeir hafi verið ranglega dæmdir, það hafi átt að ákæra þá fyrir eignaspjöll, tilraun til íkveikju eða eitthvað í þá veru. Alla vega hefði ekki átt að dæma þá samkvæmt þessum lögum. Það að utanríkisráðuneytið telji að nauðsynlegt sé að þetta ákvæði sé til staðar skil ég ekki, ég tel að ráðuneytið sé þar á villigötum. Þetta ákvæði á ekki við á þessum stað í lögunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár